TF-LBP -- dagur 34
Ég dundaði við stélið í dag. Ég felldi 1,5mm krossvið ofan í afturbrún allra stélflata þar sem stögin eiga að koma. Þessi stög verða virk og halda stélinu á.
Ég fékk rúllu af hvítu Oratex hjá Tomma og ákvað að klæða vinstra hæðarstýrið. En ég byrjaði á því að saga trimmið af, setti lamir á það og bjó til horn úr prentplötuefni. Þetta kemur ekki til með að virka, en allt í lagi að það líti út fyrir að virka.
Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
TF-LBP -- dagur 35
Ég bætti afturljósinu við hliðarstýrið. Ég boraði gat á rétta (?) staðinn og límdi bút af kolfíber röri í það. Svo sullaði ég P38 í kring, tálgaði það til og pússaði. Ég set svo seinna einhverja peru í þetta til að herma ljósið.
Svo klæddi ég hliðarstýrið með Oratex.
Ég bætti afturljósinu við hliðarstýrið. Ég boraði gat á rétta (?) staðinn og límdi bút af kolfíber röri í það. Svo sullaði ég P38 í kring, tálgaði það til og pússaði. Ég set svo seinna einhverja peru í þetta til að herma ljósið.
Svo klæddi ég hliðarstýrið með Oratex.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði