Sæll Páll
Nei, það er ekki erfitt að smíða svona. Hins vegar er það með þetta eins og svo margt annað að maður verður að læra ýmislegt, annað hvort einn og sér með því að fara eftir leiðbeiningum og gera mistök og læra af þeim, eða með því að toða sér upp á gamla kalla eins og mig sem eru búnir að vera í þessu síðan risaeðlurnar voru enn volgar og fá þá til að segja ser til.
Das Ugly Stick flokkast undir það sem maður mundi kalla módel númer tvö. Hann er ekki eins auðveldur í flugi og venjulegur trainer, flýgur hraðar og getur gert ýmsar flugæfingar sem erfitt er að fá trainer til að framkvæma.
Um kostnaðinn get ég ekki sagt, því ég reyni að vita það ekki. Það hefur undanfarið ekki verið ódýrara að smíða frá grunni en fá tilbúið, en það gæti verið að breytast. Maður verður að kaupa balsa, krossvið, aukahluti og annað sem fylgir með tilbúnum módelum. Á hina hliðina horft, þá er miklu meira gaman að fljúga módeli sem maður hefur sjálfur sett saman frá spýtuhrúgu og það fylgir því ákveðin tilfinning sme ég get ekki lýst (maður verður að fina hana sjálfur) að sjá módelið sitt fljúga sem maður hefur nostrað við.
Í sambandi við hvað maður er lengi að smíða, þá tók það mig hálfan mánuð að smíða einn slíkan, Mummi var tvo mánuði að því (minnir mig), Árni er búinn með sinn núna og Rúnar er enn á hrástiginu. Þetta fer semsagt allt eftir því hvað maður er duglegur og heldur sig við verkið (á þeta ekki líka við um allt annað?)
Hérna er linkur í PDF skrá sem listar teikningar sem hægt er að kaupa frá Model Airplane News, en þar náði ég í Ugly Stick teikninguna:
http://media.radiocontrolzone.com/mair/ ... dePDF2.pdf
og hérna er síða í Englandi:
http://www.myhobbystore.com/g/16/Model-Flying.html
og ein í Þýskalandi:
http://neckar-verlag.de/index.php?id=bauplaene
Eitt gott ráð er að skoða það sem aðrir eru að smíða. Hér er síða þar sem margir smiðir lýsa því sem þeir eru að smíða. Þú skalt skrá þig þar inn og skoða nokkrar síður ef þig langar til að smíða.
http://www.rcscalebuilder.com/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði