Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Þakka þér fyrir, Böðvar!

Ég notaði 650D vélina mína með uppáhalds "walkaround" linsunni minni þessa dagana, Tamron 17-50 2.8. Ég notaði ekki grindina góðu, heldur var þetta handheld og í þetta sinn notaði ég bara innbyggða hljóðnemann. Hann er ágætur svona innandyra en um leið og út er komið verður maður helst að nota eitthvað annað.

Þetta er svo klippt í Openshot og eitthvað kom Audacity við sögu varðandi tónlistina ;)

Kv,
Árni H
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir hrafnkell »

Ég ætlaði einmitt að minnast á þetta líka, mjög fínt unnið og gott myndband. Ég þarf klárlega að kíkja á openshot, ég vissi ekki að það væri kominn open source hugbúnaður sem væri nothæfur í svona myndvinnslu :)
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Patróni »

Fjanda flott félagar..alltaf gaman af vídeóunum frá Grísará.
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Smávegis frá því í gærkvöldi:

Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11575
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Allt að gerast!
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1280
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir lulli »

Það mætti halda að FO****INN sé í örum vexti, amk. virðast deplarnir hafa falið vel stærðina á tækinu hingað til.
Hálfur skúrinn takk so mikki!
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

[quote=lulli]Það mætti halda að FO****INN sé í örum vexti, amk. virðast deplarnir hafa falið vel stærðina á tækinu hingað til.
Hálfur skúrinn takk so mikki![/quote]

Hann stækkar með aldrinum :D Annars er hann ekki svo svakalega stór - hann er bara að teygja úr vængjunum á myndinni!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3724
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Spurningin sem er á allra vörum:



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

[quote=Gaui, í Fokkerþræði,]Árni kvartaði sáran undan því að við hinir værum að ganga um og reka okkur óvart i hann á meðan hann málaði. Ég skil ekki af hverju og Mummi veit ekkert heldur.[/quote]
Þegar ég framkallaði myndirnar úr gemsanum kom skýringin á öllum þessum hristingi berlega í ljós. Það var auðvitað Grísarárnissinn síkáti að gera það sem hann gerir best - stríða og trufla, trufla og stríða.

Mynd

Jólakveðja,
Mummi og Bubbah Jr.
Jón Stefánsson
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Vanagangur á nýju ári að Grísará:

Gaui plankar og Mummi kemur seglum haganlega fyrir (hagar seglum) í vélarhlífinni.
Mynd

Á meðan hélt ég kaffinu haldið heitu volgu. Mynd

Helmut og Barbie Braun gátu ekki setið aðgerðalaus þegar Gaui brá sér frá.
Mynd

Sem sagt tíðindalaust á norðurvígstöðvunum :)
Svara