Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Gunni Binni »

Við Tumi skelltum okkur í gær?, nei fyrradag(16. jan) með Zagi vængina okkar og flugum um stund. Mín stund varð frekar stutt þar sem mér tókst ekki að kasta vængnum sjálfur og ná stjórn á honum áður en vængurinn náði jörðinni og braut spaðann. Ég hélt ég væri orðinn svo góður að ég þyrfti ekki hjálp að koma honum á loft. Tumi er nú fífldjarfur að eðlisfari og skiftumst við á að fljúga hans væng. Myndavélin gleymdist og því bara símamyndir.
Mynd
Mynd
Þetta var nú bara hádegishlé úr vinnunni en í virkilegu blíðskaparveðri.
En.....
Í dag, nei gær(17. jan) var Tumi strokinn austur fyrir fjall(sennilega með vænginn sinn) greip ég Jón Gunnar með mér út á Hamranesvöll og lét hann kasta vængnum fyrir mig( sem gekk frekar illa í byrjun ) en tókst betur síðar. Ég var búinn að setja nýja skrúfu á....., en honum tókst ekki að brjóta hana.....
Og reyndar skall á stórhríð með halglélum oþh. Alla vega var JG settur á myndavélina þegar vængurinn fauk fram og til baka og týndist öðruhvoru í éljum.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Meðan élin þéttust og þéttust og puttarnir urðu loppnari og vængurinn nálgaðist óðum að týnast í næsta éli, hringdi einmitt einn af þessu landsb*!*$*%*&*/*=*pakki og sagði að suður með sjó væri logn og blíða og sól og ég held hann hafi sagt 25° hiti. Sem sé farinn að hljóma eins og Akureyringur eða eitthvað þaðan af verra. Sem kemur einmitt að fyrirsögn þessa pistils. Ég held að hér á landi sé einhver mafía (með höfuðstöðvar fyrir norðan)( og kanski útibú á Suðurnesjum) sem reynir að telja okkur höfuðborgarbúunum að veðrið sé vont hér í þessu musteri hámenningarinnar......?????
En þar sem við vorum ekki búnir að frétta af útibúinu á suðurnesjum og erum multi félagsmenn, trúðum við þessu og stukkum upp í bílinn og ókum sem leið lá suður með sjó. Eftir því sem við komum sunnar (vestar?) jók í vindinn og élin urðu þéttari og við sannfærðari um áðurnefnda mafíu og bölvuðum hraustlega að vestfirskum sið(þar er sennilega engin mafía, alla vega aldrei talað um gott veður), settum í fjórhjóladrifið og þegar við vorum um það bil að missa sjónar á vegnum, birti allt í einu til. Við sáum veginn og við ókum í blíðskaparvegi og sól, jæja alla vega ekki í stórhríð inn á Arnarvöll.

Jón Gunnar gat meira að segja kastað vængnum upp á við( en ekki í jörðina)
Mynd
Þarna þurfti ég að takka á öllu mínu til að gefa honum ekki það sem kallað er "Close shave"....
Mynd
Síðan flugum við eins og berserkir.....
Mynd
Mynd
Mynd
Eftir þessa upplifun eða lífreynslu er ég farinn að treysta landsby.... betur og hættur að kalla það pakk.
Það gæti jafnvel endað með því að ég fari að trúa því að það sé alltaf sól fyrir norðan og jafnvel að það sé kanski engin veðurmafía fyrir norðan eða á suðurnesjunum.
Lifið heil
Gunni Binni
Passamynd
maggikri
Póstar: 5653
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir maggikri »

Sæll Gunni Binni, það er alltaf gaman af pistlunum þínum og alltaf eru þeir "surprice".
Ég hugsaði með mér þegar ég sá fyrirsögnina landsbyggðar eitthvað.

Ég vissi af því að Sverrir hafði verið í samband i við Gunna Binna fyrr um daginn og verið að tala eitthvað um veðrið.

Svona "multi félagsmenn eins og Gunni Binni láta nú ekki smá snjóhríð og smágjólu stoppa sig. Gunni Binni er vel búinn flugkosti og fer nú létt með þetta.

Ég er nú fæddur og uppalinn í Reykjavík og bý að vísu á landsbyggðinni og veit ekki í hvaða liði ég er í. Sennilega nú til dags er ég í lands............. liðinu.

Ég er allavega í landsliði módelmanna, þar sem ég ferðast um landið með módelflugvélar.
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gunni Binni]Meðan élin þéttust og þéttust og puttarnir urðu loppnari og vængurinn nálgaðist óðum að týnast í næsta éli, hringdi einmitt einn af þessu landsb*!*$*%*&*/*=*pakki og sagði að suður með sjó væri logn og blíða og sól og ég held hann hafi sagt 25° hiti.[/quote]
:D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Gunni Binni »

Við Jón Gunnar stóðumst ekki þetta blíðskaparveður í dag og fórum út á Hamranes áður en sólin yfirgaf okkur. Það var kalt en stafalogn og vængurinn flaug ótrúlega vel.
Mynd
Mynd
Mynd
Time for his daily shave?
Mynd
Mynd
Góður dagur og við sáum fleiri höfðu flogið fyrr um daginn. Mikið um spor.
Gunni Binni
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Þórir T »

Gunni Binni, þú ættir að prófa að kasta hinum afturyfirþig, þeas eiginlega yfir höfuðið, hefur reynst mér best..

mbk
Tóti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Haraldur »

Ég sé að ég þarf að halda sýnikennslu í Zagi kasti.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Sverrir »

Þessi tekur vel á því, sennilega ekki með nógu góðan mótor ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Þórir T »

þetta er nokkuð nálægt því já, mér finnst persónulega betra að hafa hægri hendina á stýringunni, til að ná fyrr stjórn á honum..
Fínasta kennsla annars, Halli þarf ekki að halda námskeið, þetta er allt á netinu ;)
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Arnarvöllur - 16.janúar 2009 - Landsbyggðarpakk???

Póstur eftir Gunni Binni »

Þakka góð ráð drengir.
Ég hef kastað einhvern vegin svona, en á stundum í vissum erfiðleikum með að ná stjórn á vélinni eftir kastið, ekki síst þegar ég braut spaðann þá var ég með hanska á höndunum.
Eins er betra að kasta þegar dálítill vindur er og maður kastar upp í vindinn. Mér finnst aftur á móti að gaurinn á videoinu skríður nánast með jörðu allan hringinn. Vegna biturrar reynslu reyni ég oftast að forðast hana aðeins meira:-)
Snilldin við þennan væng er eins og við Aircorinn sem ég dái að sjálfsögðu er hvað hann þolir ótrúlega mikið við harðar lendingar.
kveðjur
Gunni Binni
Svara