Jæja, er ekki kominn tími á smá sumarupdate, svona rétt til að friða æsta aðdáendur?
Það er nú vægast sagt minna smíðað yfir sumarmánuðina, en þó mjakast þetta með seiglu snigilsins. Ég lauk þeirri vinnu sem hægt er að vinna í bili í miðhluta vængsins og hófst handa við vinstri vænghlutann:
Eftir að hafa lokið fyrsta áfanga í vinstra hlutanum voru mið- og vinstrihlutarnir mátaðir saman. Í stuttu máli sagt passaði þetta ótrúlega vel saman svona við fyrstu sýn (afsakið gæðin á myndinni, þetta er tekið með gemsanum):
Samsetning er svo nýhafin á hægri vænghlutanum, þar sem aðalmálið var að muna að snúa teikningunni við svo ég sæti ekki uppi með tvo vinstri hluta (þótt ég hafi aðstoðað drengina við að efna niður í vélarnar þeirra er óþarfi að setja þær saman fyrir þá líka

).
Meira (vonandi ekki löngu) síðar,
Mummi