Mummi er búinn að klæða allan vænginn með balsa og hér er hann að mæla fyrir frambrúninni. Sú var síðan límd á með frauðlími og verður líklega hefluð og pússuð næst.
Fokker D.VIII
Re: Fokker D.VIII
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Svona frauðlím (PU = Polyuretan) þarf raka til að freyða og harðna. Þess vegna er gott að væta amk. annan límflötinn aðeins, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Eitt sinn notaði ég svona lím til að líma abachi spón á frauðplast væng sem ég hafði skorið út fyrir Super Lightning (http://www.paragrama.net/mota/rc/superlightning.htm). Virkaði mjög vel þar sem límið fyllir vel í allar glufur.
Gorilla Glue fæst hjá ÍSÓL í Ármúla
Eitt sinn notaði ég svona lím til að líma abachi spón á frauðplast væng sem ég hafði skorið út fyrir Super Lightning (http://www.paragrama.net/mota/rc/superlightning.htm). Virkaði mjög vel þar sem límið fyllir vel í allar glufur.
Gorilla Glue fæst hjá ÍSÓL í Ármúla
Re: Fokker D.VIII
Gaui á ekki til orð hehe
Fæst þetta Gorilla glue bara í Ísól? ekki nær mér eins og Byko Húsó eða N1 ??
Déskoti langar mig að prófa Gorilla glue
Fæst þetta Gorilla glue bara í Ísól? ekki nær mér eins og Byko Húsó eða N1 ??
Déskoti langar mig að prófa Gorilla glue
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Fokker D.VIII
PU lím fæst bæði í Húsó og Býkó. Sitt hvor tegundin reyndar en þetta er sama límið og Gorilla Glue sem er amerískt vörumerki og fæst reyndar í Handverkshúsinu á Laugavegi. Það er algengast sem "brúnt" en líka til glært (það sem Mummi er að nota ofar í þessum þræði.) Ég nota þetta brúna mjög mikið í alls konar trélímingar og viðgerðir. Algert undraefni en það er gott að þekkja hvernig það hagar sér.
Því meira vatn (raki) sem er í umhverfinu því miera freyðir það og getur gubbast út um allt ef maður notar of mikið.
Prinsíppið er að nota eins lítið af því og kostur er og nota rakann til að stýra hversu mikið maður vill að það freyði og fylli þá upp í glufur og rifur.
Hef alloft gert við brotna skrokka og vængi með þessu og þá er til dæmis hægt að stilla brotinn skrokk af og tylla saman brotunum með sýrulími og leggja síðan styrkingar með balsa eða furulistum og líma þá með PU lími eftir að maður úðar smá vatni á svæðið. Gott að fá tóman úðabrúsa undan til dæmis hárlakki (svona brúsa sem þarf að hafa fyrir að pumpa úr) og hafa vatn í honum. Þeir gefa fínan úða (og dásamlegan ilm af vélinni )
Með því að láta límið freyða og þenjast út í kringum styrkinguna og brotalínur getur maður fengið létta en mjög sterka viðgerð. En það gildir að passa að það gubbist ekki út um allt. Gott að hafa plastfilmu til að leggja í kring til dæmis.
PU lím er fullkominn viðbjóður að fá á fingurna og húðin verður svört ef það er ekki hreinsað af í hvelli svo það er ekki vitlaust að vera með hanska. Áður en það storknar er hægt að hreinsa það burt með terpentínu/White Spirit en eftir það er það bara beittur hnífur sem gildir.
Þetta lím storknar vel á 4-5 tímum og er búið að ná styrk daginn eftir.
Sikabond 545 úr Býkó:
Á flöskunni stendur "Mörk og opskummende" sem þýðir Dökkt og freyðandi. Sem sagt brúna sortin.
Á býkósiðunni stendur ekkert um límið aöl og verðið er gefið upp fyrir Sikabond 540 sem er alls ekki sama límið.
Soudal heitir límið sem fæst í Húsó. Það er alveg sambærilegt amk þetta brúna sem ég nota. Það glæra sem hefur fengist þar hef ég ekki reynslu af.
Á síðunni (Húsasmiðju- ) stendur:
Soudal PRO 45P - Ultrafast
Polyuretan lím. Litur brúnn
Öflug líming og ágætir fylli-
eiginleikar (þenst aðeins).
Vatnshelt D4. Má nota á
allar gerðir timburs, MDF,
Formica og nánast alla fleti
nema PE, PP og Polystyrene
(einangrunarplast). Límir jafnvel
rakt timbur og er mælt með því
að fletir séu aðeins rakir (yfirborð).
Opin tími: 10 mín (20°C) (fer eftir
hita,rakastigi og hvað er verið að líma)
1.995 kr.
Hér er svo myndasaga af viðgerð með svona lími.
PS Sverrir kannski flytur þennan póst yfir í heilræðakaflann og skilur eftir tilvitnun hér ??
Því meira vatn (raki) sem er í umhverfinu því miera freyðir það og getur gubbast út um allt ef maður notar of mikið.
Prinsíppið er að nota eins lítið af því og kostur er og nota rakann til að stýra hversu mikið maður vill að það freyði og fylli þá upp í glufur og rifur.
Hef alloft gert við brotna skrokka og vængi með þessu og þá er til dæmis hægt að stilla brotinn skrokk af og tylla saman brotunum með sýrulími og leggja síðan styrkingar með balsa eða furulistum og líma þá með PU lími eftir að maður úðar smá vatni á svæðið. Gott að fá tóman úðabrúsa undan til dæmis hárlakki (svona brúsa sem þarf að hafa fyrir að pumpa úr) og hafa vatn í honum. Þeir gefa fínan úða (og dásamlegan ilm af vélinni )
Með því að láta límið freyða og þenjast út í kringum styrkinguna og brotalínur getur maður fengið létta en mjög sterka viðgerð. En það gildir að passa að það gubbist ekki út um allt. Gott að hafa plastfilmu til að leggja í kring til dæmis.
PU lím er fullkominn viðbjóður að fá á fingurna og húðin verður svört ef það er ekki hreinsað af í hvelli svo það er ekki vitlaust að vera með hanska. Áður en það storknar er hægt að hreinsa það burt með terpentínu/White Spirit en eftir það er það bara beittur hnífur sem gildir.
Þetta lím storknar vel á 4-5 tímum og er búið að ná styrk daginn eftir.
Sikabond 545 úr Býkó:
Á flöskunni stendur "Mörk og opskummende" sem þýðir Dökkt og freyðandi. Sem sagt brúna sortin.
Á býkósiðunni stendur ekkert um límið aöl og verðið er gefið upp fyrir Sikabond 540 sem er alls ekki sama límið.
Soudal heitir límið sem fæst í Húsó. Það er alveg sambærilegt amk þetta brúna sem ég nota. Það glæra sem hefur fengist þar hef ég ekki reynslu af.
Á síðunni (Húsasmiðju- ) stendur:
Soudal PRO 45P - Ultrafast
Polyuretan lím. Litur brúnn
Öflug líming og ágætir fylli-
eiginleikar (þenst aðeins).
Vatnshelt D4. Má nota á
allar gerðir timburs, MDF,
Formica og nánast alla fleti
nema PE, PP og Polystyrene
(einangrunarplast). Límir jafnvel
rakt timbur og er mælt með því
að fletir séu aðeins rakir (yfirborð).
Opin tími: 10 mín (20°C) (fer eftir
hita,rakastigi og hvað er verið að líma)
1.995 kr.
Hér er svo myndasaga af viðgerð með svona lími.
PS Sverrir kannski flytur þennan póst yfir í heilræðakaflann og skilur eftir tilvitnun hér ??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Fokker D.VIII
Það er haldið áfram. Nú fara smíðakvöldin að detta inn í vetrarrútínuna og hlutirnir fara vonandi að ganga.
Eins og sést á póstum frá Gauja bar ég búinn að klæða vænginn með 2mm balsa, bæði að ofan og að neðan. Síðan þá hef ég pússað framendann á vængnum til og skrúfað á hann festingar. Í gær tók ég einn stuttan í skúrinn og límdi vængendana á - með freyðilími að sjálfsögðu.
Á morgun pússa ég þetta svo til þannig að þetta líkist vængi.
Mummi.
Eins og sést á póstum frá Gauja bar ég búinn að klæða vænginn með 2mm balsa, bæði að ofan og að neðan. Síðan þá hef ég pússað framendann á vængnum til og skrúfað á hann festingar. Í gær tók ég einn stuttan í skúrinn og límdi vængendana á - með freyðilími að sjálfsögðu.
Á morgun pússa ég þetta svo til þannig að þetta líkist vængi.
Mummi.
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Já, við erum víst ekki allir eins. Er ekki tilveran dásamleg?
Re: Fokker D.VIII
Jú tilveran er dásamleg - sérstaklega í balsaryki og kaffiilmi. Í kvöld dásamaði ég tilveruna enn meir með heimsókn í skúrinn á Grísará, þar sem Gaui tók á móti okkur með vetrarsúkkulaði og kaffi. Fyrsta verkið (eftir að fá sér kaffi og súkkulaði að sjálfsögðu) var að hefla fyrrnefndan vængenda niður:
Síðan var hann pússaður niður með sandpappír og snyrtur til. Eins og sést voru balsasjúklingarnir á staðnum sáttir við útkomuna:
Hérna í lokin má svo í gamni sjá ræfilslegar festingarnar á vængnum. Það eru aðeins tvær agnarlitlar skrúfur hvoru megin sem halda vængendunum við vængmiðjuna. Mér skilst á mér reyndari mönnum að það sé miklu meira en nóg, að átakið á vænginn sé upp og niður, ekki út.
Þangað til næst,
Mummi.
Síðan var hann pússaður niður með sandpappír og snyrtur til. Eins og sést voru balsasjúklingarnir á staðnum sáttir við útkomuna:
Hérna í lokin má svo í gamni sjá ræfilslegar festingarnar á vængnum. Það eru aðeins tvær agnarlitlar skrúfur hvoru megin sem halda vængendunum við vængmiðjuna. Mér skilst á mér reyndari mönnum að það sé miklu meira en nóg, að átakið á vænginn sé upp og niður, ekki út.
Þangað til næst,
Mummi.
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Það er haldið áfram í skúrnum. Í vikunni setti Mummi trefjadúk á vænginn sinn:
Efnið sem við notum er ofinn dúkur sem vegur um 50 gr m2 og epoxýið er Zpoxy Finishing Resin, sem við drögum oní dúkinn óþynnt. Best er að nota krítarkort eða, eins og í þessu tilfelli, viðskiptamannakort frá N1:
Árni er byrjaður á sínum væng. Hann gerði máta sem hann notaði til að merkja staðsetningu vængröranna á rifin:
Síðan skar hann innan úr gatinu með hníf:
og notaði svo Permagrit verkfæri til að klára gatið:
Ég á von á þeim félögum í skúrinn á eftir, svo það verður líklega frá meiru að segja síðar.
Efnið sem við notum er ofinn dúkur sem vegur um 50 gr m2 og epoxýið er Zpoxy Finishing Resin, sem við drögum oní dúkinn óþynnt. Best er að nota krítarkort eða, eins og í þessu tilfelli, viðskiptamannakort frá N1:
Árni er byrjaður á sínum væng. Hann gerði máta sem hann notaði til að merkja staðsetningu vængröranna á rifin:
Síðan skar hann innan úr gatinu með hníf:
og notaði svo Permagrit verkfæri til að klára gatið:
Ég á von á þeim félögum í skúrinn á eftir, svo það verður líklega frá meiru að segja síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Sunnudagsmorgunn í Skúrnum á Grísará var ömmur góður.
Til að byrja með, þá er hér mynd af Fokkerskrokkunum þrem, sem allir eru á svipuðu róli.
Mummi setti núna glerfíber ofan á vænginn sinn. Hér er hann að blanda epoxý og Surtur að segja honum til hvernig á að gera það.
Svo var bara að draga þetta gums á vænginn og vona að það harðni einhvern tímann:
Árni er byrjaður að líma saman sinn væng. Hér er miðjan af honum að koma og eins gott að hafa gott auga á að þetta detti rétt saman (eða er hann bara sofnaður þarna?)
Til að byrja með, þá er hér mynd af Fokkerskrokkunum þrem, sem allir eru á svipuðu róli.
Mummi setti núna glerfíber ofan á vænginn sinn. Hér er hann að blanda epoxý og Surtur að segja honum til hvernig á að gera það.
Svo var bara að draga þetta gums á vænginn og vona að það harðni einhvern tímann:
Árni er byrjaður að líma saman sinn væng. Hér er miðjan af honum að koma og eins gott að hafa gott auga á að þetta detti rétt saman (eða er hann bara sofnaður þarna?)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði