Þetta er flott verkefni hja ykkur og verður skemmtilegt að sja þær i formation en getur verið að Losange mynstrið se ekki i rettum skala (of markir flekkir ?) annars gangi ykkur vel.
Kv. Einar
Fokker D.VIII
Re: Fokker D.VIII
Smá feill, en þar sem við vorum byrjaðir, þá létum við það hafa sig.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Í kvöld mætti ég í skúrinn og málaði sportrendur á skrokkinn.
Næst er þá væntanlega álplata ofan á skrokkinn að framanverðu (var næstum því búinn að skrifa "á húddið" ) og svo hjólastell. Þetta mjakast...
Mummi.
Næst er þá væntanlega álplata ofan á skrokkinn að framanverðu (var næstum því búinn að skrifa "á húddið" ) og svo hjólastell. Þetta mjakast...
Mummi.
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Nú skar Mummi til álplötu sem á að koma ofan á framhlutann á skrokknum. Hér er hann að slá smá brún á hliðarnar á plötunni svo hún leggist betur niður.
Til að líma álplötuna niður er notað sérstakt lím sem blandað er á staðnum, Grísará Impact Adhesive.
Límið er penslað á báða hluta ...
... og svo eru hlutarnir lagðir saman eftir að límið er orðið snertiþurrt.
Límið tekur um leið, svo það er mikilvægt að allt sitji rétt og vel. Ekki að sjá annað en að Mumminnn hafi gert þetta eins vel og hægt er.
Á meðan var Árni að pússa vænginn sinn.
Það lítur út fyrir að hann nái okkur um síðir.
Til að líma álplötuna niður er notað sérstakt lím sem blandað er á staðnum, Grísará Impact Adhesive.
Límið er penslað á báða hluta ...
... og svo eru hlutarnir lagðir saman eftir að límið er orðið snertiþurrt.
Límið tekur um leið, svo það er mikilvægt að allt sitji rétt og vel. Ekki að sjá annað en að Mumminnn hafi gert þetta eins vel og hægt er.
Á meðan var Árni að pússa vænginn sinn.
Það lítur út fyrir að hann nái okkur um síðir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Enn mjakast Fokkerarnir áfram. Fokkerinn hans Gauja er kominn á lappirnar og hinir eru stutt á eftir (að minnsta kosti stutt frá):)
Hérna er Fokkerinn kominn á fætur:
Ég límdi vængenda á sinn stað og gekk frá festingum fyrir vængstífur á mínum Fokker.
Mummi vann í hjólastellinu sínu.
Þetta nuddast sem sagt áfram og ég rek lestina að venju og er kominn langt á eftir hinum félögunum eftir Gremlinmillilendinguna. En "Góðir hlutir gerast hægt" eins og kínamennirnir sögðu!
Kveðjur,
Árni Hrólfur
Hérna er Fokkerinn kominn á fætur:
Ég límdi vængenda á sinn stað og gekk frá festingum fyrir vængstífur á mínum Fokker.
Mummi vann í hjólastellinu sínu.
Þetta nuddast sem sagt áfram og ég rek lestina að venju og er kominn langt á eftir hinum félögunum eftir Gremlinmillilendinguna. En "Góðir hlutir gerast hægt" eins og kínamennirnir sögðu!
Kveðjur,
Árni Hrólfur
Re: Fokker D.VIII
Mummi sauð hjólastellið sitt saman:
Þetta er ekki flókin smíð þegar maður er búinn að klippa niður alla þá búta sem þarf í stellið og stilla þeim saman í djiggi. En það er eins gott að hafa einbeitinguna í lagi svo maður kveiki ekki í ljósmyndaranum:
Og á meðan var Árni að pússa vænginn sinn. Við höldum að hann fari bráðum að klára hann, en hver veit ???
Þetta er ekki flókin smíð þegar maður er búinn að klippa niður alla þá búta sem þarf í stellið og stilla þeim saman í djiggi. En það er eins gott að hafa einbeitinguna í lagi svo maður kveiki ekki í ljósmyndaranum:
Og á meðan var Árni að pússa vænginn sinn. Við höldum að hann fari bráðum að klára hann, en hver veit ???
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Það er haldið á með Fokkerana. Árni ætlaði að fara að pússa vænginn sinn, svo hann byrjaði á því að setja upp heimavörnina, en þá kom upp smávægilegt vandamál:
Tollögur óskast sendar á þennan vef.
Mummi stússaði lengi vel við vængfestingarnar: mældi og mótaði:
Lagaði til og festi með væsgrippi:
Og silfursauð síðan allt heila gillið saman:
Á meðan var Árni að pússa vænginn sinn:
Hann segist vera búinn að pússa, en það sást til hans þar sem hann gluðaði Rauðum Djöfli á vænginn, svo það er líklegt að hann þurfi að pússa soltið meira seinna
Tollögur óskast sendar á þennan vef.
Mummi stússaði lengi vel við vængfestingarnar: mældi og mótaði:
Lagaði til og festi með væsgrippi:
Og silfursauð síðan allt heila gillið saman:
Á meðan var Árni að pússa vænginn sinn:
Hann segist vera búinn að pússa, en það sást til hans þar sem hann gluðaði Rauðum Djöfli á vænginn, svo það er líklegt að hann þurfi að pússa soltið meira seinna
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Það er þetta með hann Árna, er ekki bara að nota aðferðina sem gæti verið ættuð úr Mývatnsveit og gera bara neyslugat á heimavörnina ??????
kveðjur
kveðjur
Re: Fokker D.VIII
Sæll Gaui.
Verð að spyrja því mig langar að herma eftir !
Á fokkernum (rödder og hæðarstýri)ertu væntanlega búin að skera niður ræmur og straujað svo yfir til að fá fram áferð undan skrúfum eða draghnoðum eða hvað þetta nú er hvernig ferðu að þessu?
kv,Nafni
Verð að spyrja því mig langar að herma eftir !
Á fokkernum (rödder og hæðarstýri)ertu væntanlega búin að skera niður ræmur og straujað svo yfir til að fá fram áferð undan skrúfum eða draghnoðum eða hvað þetta nú er hvernig ferðu að þessu?
kv,Nafni
Re: Fokker D.VIII
Er þetta ekki bara ræma af dúk og svo dropi af hvítu trélími þar sem hnoð á að vera?????
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.