Það er best að halda þessum þræði lifandi - Fokkerinn skríður hægt og örugglega í rétta átt þessa dagana.
Nú eru það vængstýfurnar. Það þurfti dálítinn eltingaleik og vangaveltur til að hitta á festingarnar innan við balsa og klæðningu. Það tókst þó allt farsællega að lokum:)
Sérstakur vísindalega útreiknaður balsakubbur er notaður til þess að stilla vænginn af. Kubburinn datt í gólfið og lenti í eftirlitshundinum - þess vegna er hann svolítið tættur en það kemur ekki að sök.

Cowlingin er í stórum dráttum að verða tilbúin og var borin við til þess að sjá aðeins framan í flugvélina.
Eins og allir vita er Fokkerinn úr fyrri heimsstyrjöld en á næsta borði voru tvær aðrar styrjaldir ofar í huga viðstaddra. Það er Heinkelinn úr seinni heimsstyrjöld og Bird Dog úr Kóreustríðinu.
Næsta verk er að líma vængstýfurnar í skrokkinn, lóða endana saman og byrja hið vandasama verk að stilla vænginn endanlega af.
Kv,
Árni H