
100 mm hjól með læsingum á öllum fjórum. Þola 60 kíló hvert.
Pabbi átti slatta af gömlu Dexion hilluefni sem er eins og ofvaxið Mekano. Fullkomið efni til að útbúa grind úr. stærðin réðst nokkuð af lengdunum sem til voru.
Hér er svo útkoman. Þótt það líti ekki út fyrir það þá er borðið mjög stöðugt, sérstaklega þegar hjólunum er læst.

Platan er 30 mm spónaplata með 5 umferðum af vatnsþynnanlegu gólflakki.
Borðinu er hægt að renna inn í hornið við hitt vinnuborðið og þá er hægt að koma bíl í skúrinn (ef öllu öðru er komið af gólfinu

Svo er að koma Wayfarer smíðinni áfram. Þessi byrjaði sem spýtur í kassa, keyptar í Tómó einhvern tíma þegar ég var að byrja í menntó. Byrjaði fyrst á henni í hitteðfyrravetur og svona lítur hún út núna.

Á gólfinu vi. megin sést kleinupotturinn góði sem LiPo batterí eru hlaðin í. Sprautukannan sem hangir á borðinu er með rauðspritti í, alveg ómissandi til að hreinsa feiti og olíu af hverju sem er.
Skúffukassarnir eru gamlar IKEA mubblur. Fínar hirslur.
Nýr Thunder Tiger .46 mótor á að draga Wayfarer-inn. Gert er ráð fyrir að tálga vélarhlífar úr tveimur balsakubbum en ég ætla að snúa honum á hvolf og er að spekúlera í að búa til glertrefjakápu utan um hann. Það verður athyglisvert að prófa. Þarf bara að passa að hann fái nóga kælingu.
