Afhlaða og hlaða rafhlöður??

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 921
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Afhlaða og hlaða rafhlöður??

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Hvað er mér óhætt að afhlaða hratt? Ég er með 2600 mA. NI-MH battery
og Pro-Peak Prodigy II hleðslutæki. Ég get stillt afhleðsluna og líka hleðsluna(mA) og svo hvað ég vil láta tækið framkvæma þessa aðgerð oft.
Hvað segið þið stórgrúskarar um þetta???
Kv.
Gústi
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Afhlaða og hlaða rafhlöður??

Póstur eftir Þórir T »

ég hef haft það fyrir reglu að fara ekki yfir ca helming rýmdar, þá í þessu tilfelli 1300mah..
en ef ég þarf að hraða þessu þá nota ég hærri straum.
Ég veit að Ágúst rafgúrú, nafni þinn er með þetta alveg á kristaltæru og held ég að hann ætti
að svara þessu :-)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Afhlaða og hlaða rafhlöður??

Póstur eftir Agust »

Ég held að þetta sé mjög skynsamlegt hjá Þóri.

Það má geta þess að ég var í síðustu viku að bölva Bosch rafmagnsborvélinni minni. Ég hélt að rafhlaðan væri orðin alveg ónýt því hún var hætt að halda hleðslu. Gafst upp eftir fáeinar mínútur. Ég tæmdi hana því alveg með því að láta borinn ganga lausagang þar til hann stöðvaðist næstum. Hlóð þá batteríin einu sinni enn, og viti menn, þau yngdust um nokkur ár við þessa einföldu aðgerð.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara