Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ég hef alltaf verið á nálum þegar ég er að hlaða LiPo og sakna þess að hafa ekki eitthvað handhægt öryggistæki við hendina til að minnka líkur á eldsvoða.
Ég hef prófað sérstaka eldvarnarpoka sem ætlaðir eru fyrir LiPo en fannst þeir endast illa og viljað rifna. Oft fer ég með rafhlöðuna út úr húsi meðan ég er að hlaða, en það gerir maður ekki í rigningu. Stundum hef ég reynt að notast við gamlan stálvask sem ég legg yfir rafhlöðuna á bílskúrsgólfinu. Sem sagt, mjög frumstætt og ófullkomið.
Mér hefur dottið í hug hvort óhætt sé að nota áltöskur eins og fást t.d. í byggingavöruverslunum eða verkfæralagerum. Kosta um 5.000 kall. Töskuna mætti síðan nota til að geyma hleðslutækið, spennujafnarann og snúrur.
Sjálfsagt væri mun betra að hafa töskuna úr járni en áli. en hvar fær maður þannig tösku?
Hafið þið einhverja skoðun á þessu?
---
Ég fór að leita og fann þetta: Lipo Charger Station http://www.bloobirds.co.uk/page_16.html
Ég hef prófað sérstaka eldvarnarpoka sem ætlaðir eru fyrir LiPo en fannst þeir endast illa og viljað rifna. Oft fer ég með rafhlöðuna út úr húsi meðan ég er að hlaða, en það gerir maður ekki í rigningu. Stundum hef ég reynt að notast við gamlan stálvask sem ég legg yfir rafhlöðuna á bílskúrsgólfinu. Sem sagt, mjög frumstætt og ófullkomið.
Mér hefur dottið í hug hvort óhætt sé að nota áltöskur eins og fást t.d. í byggingavöruverslunum eða verkfæralagerum. Kosta um 5.000 kall. Töskuna mætti síðan nota til að geyma hleðslutækið, spennujafnarann og snúrur.
Sjálfsagt væri mun betra að hafa töskuna úr járni en áli. en hvar fær maður þannig tösku?
Hafið þið einhverja skoðun á þessu?
---
Ég fór að leita og fann þetta: Lipo Charger Station http://www.bloobirds.co.uk/page_16.html
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Heyrðu mig... þetta er auðvitað tær snilld (hlekkurinn Lipo Charger Station sem Ágúst bendir á :http://www.bloobirds.co.uk/page_16.html )
Besta lausn sem ég hef séð. Nú fæ ég mér svona box í næstu stóru ritfangaverslun.
Netið sem er fínmöskvað járnnet (þarf að þola háan hita) fæst væntanlega í málmtækni uppi á Höfða eða svipuðu fyrirtæki.
Ástæðan fyrir netinu er að loginn á ekki að geta skotist út fyrir það heldur brennur við netið eins og í gashitara.
Boxið verur að vera nógu stórt fyrir ballanserarann svo maður þurfi bara tvo víra inn í það.
Svo notar maður boxið til þess að geyma hlöðurnar í og til þess að bólstra um þær á ferðalgum getur maður lagt búta af gömlu eldvarnarteppi á milli þeirra.
Besta lausn sem ég hef séð. Nú fæ ég mér svona box í næstu stóru ritfangaverslun.
Netið sem er fínmöskvað járnnet (þarf að þola háan hita) fæst væntanlega í málmtækni uppi á Höfða eða svipuðu fyrirtæki.
Ástæðan fyrir netinu er að loginn á ekki að geta skotist út fyrir það heldur brennur við netið eins og í gashitara.
Boxið verur að vera nógu stórt fyrir ballanserarann svo maður þurfi bara tvo víra inn í það.
Svo notar maður boxið til þess að geyma hlöðurnar í og til þess að bólstra um þær á ferðalgum getur maður lagt búta af gömlu eldvarnarteppi á milli þeirra.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Svo er bara hægt að fara í IKEA eða annað svipað og kaupa sér ódýran pott með þungu loki. Smá rauf í lokið eða barminn á pottinum fyrir raflínuna og Lípóið getur brunnið upp til agna í pottinum án þess að setja nágrennið í hættu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ág á tvo svona "kleinupotta" sem ég hef notað í þessu augnamiði en
a. Þeir eru ljótir, stórir þungir óþjálir og óflottir
b. Lokið liggru laust á nema maður festi það einhvern vegin. Engin útbúnaður aöl til þess að koma í veg fyrir að sldtungurnar teyig sig útfyrir pottinn.
c. Enginn "ég smíðaði þetta flotta tæki sjálfur" þáttur
d. Ekki hægt (hentugt) að flytja hlöðurnar í pottinum. Gott að hafa þær í öruggu boxi
og svo framvegis.
Ég hef lengi verið að velt fyrir mér útbúnaði til þess að rjúfa strauminn og vara við ef hlaðan fer að bólgna út. Í þessu dæmi gæti maður auðveldlega útbúið svoleiðis. Þá rofnar straumurinn áður en hlaðan springur og kemur kannski í veg fyrir bruna.
a. Þeir eru ljótir, stórir þungir óþjálir og óflottir
b. Lokið liggru laust á nema maður festi það einhvern vegin. Engin útbúnaður aöl til þess að koma í veg fyrir að sldtungurnar teyig sig útfyrir pottinn.
c. Enginn "ég smíðaði þetta flotta tæki sjálfur" þáttur
d. Ekki hægt (hentugt) að flytja hlöðurnar í pottinum. Gott að hafa þær í öruggu boxi
og svo framvegis.
Ég hef lengi verið að velt fyrir mér útbúnaði til þess að rjúfa strauminn og vara við ef hlaðan fer að bólgna út. Í þessu dæmi gæti maður auðveldlega útbúið svoleiðis. Þá rofnar straumurinn áður en hlaðan springur og kemur kannski í veg fyrir bruna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ég sé að A4 selur peningakassa:
http://www.skola.is/a4/products/?produc ... ingakassar
Einnig Penninn:
http://www.penninn.is/Vorur-og-thjonust ... ingakassar
Ódýrari í A4 sýnisst mér.
http://www.skola.is/a4/products/?produc ... ingakassar
Einnig Penninn:
http://www.penninn.is/Vorur-og-thjonust ... ingakassar
Ódýrari í A4 sýnisst mér.
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ég skrapp í dag í verslunina A4 á Smáratorgi, við hliðina á Rúmfatalagernum, og keypti stærstu gerð (30 cm) af svona peningakassa. Kostaði rúmar 5.000 krónur. Mjög sterklegur járnkassi.
- Gunni Binni
- Póstar: 597
- Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ég fór á lagerhreinsun Byko í Breidd í dag og sá þetta forláta brauðbox á 1500- sem mér dag í hug að gæti líka verið lipur geymsla.
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=654
Það er úr blikki og tiltölulega lipurt með opnun að framan, en forljótt sem brauðbox. Það er áreiðanlega ekki eins sterkt og peningaskápur, en sennilega nógu sterkt samt.
kveðja
Gunni Binni
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=654
Það er úr blikki og tiltölulega lipurt með opnun að framan, en forljótt sem brauðbox. Það er áreiðanlega ekki eins sterkt og peningaskápur, en sennilega nógu sterkt samt.
kveðja
Gunni Binni
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
[quote=Gunni Binni]Ég fór á lagerhreinsun Byko í Breidd í dag og sá þetta forláta brauðbox á 1500- sem mér dag í hug að gæti líka verið lipur geymsla.
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=654
Það er úr blikki og tiltölulega lipurt með opnun að framan, en forljótt sem brauðbox. Það er áreiðanlega ekki eins sterkt og peningaskápur, en sennilega nógu sterkt samt.
kveðja
Gunni Binni[/quote]
Svo geturðu geymt samlokurnar í því....
Ehe...
Hefur einhver haft upp á svona fínmöskvuðu járnneti?
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=654
Það er úr blikki og tiltölulega lipurt með opnun að framan, en forljótt sem brauðbox. Það er áreiðanlega ekki eins sterkt og peningaskápur, en sennilega nógu sterkt samt.
kveðja
Gunni Binni[/quote]
Svo geturðu geymt samlokurnar í því....
Ehe...

Hefur einhver haft upp á svona fínmöskvuðu járnneti?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Ég var að horfa á eitthvað svona net um daginn. Líklega í Byko í Garðabæ. Var á hlaupum þannig að ég náði ekki að skoða það vel.
Re: Hleðsla á LiPo: Eldhætta og eldvarnir...
Nokkrar myndir:

Þetta er stærsta gerð af kassa frá A4 búðinni... Gott pláss.

Að innanverðu er þykkt gúmmi sem hlífir vírnum.

Það stendur ekkert ljótt á kassanum. F en ekki V í orðinu

Þetta er stærsta gerð af kassa frá A4 búðinni... Gott pláss.

Að innanverðu er þykkt gúmmi sem hlífir vírnum.

Það stendur ekkert ljótt á kassanum. F en ekki V í orðinu
