Hvað finnst ykkur... skiptir stærðin máli?
Ég á auðvitað við stærðina á flugvélunum okkar. Sumir fjúga gríðarstórum flugvélum, aðrir agnarsmáum, en flestir eru einhvers staðar þar á milli.
Hvaða stærð finnst ykkur henta best?
Það er auðvitað gaman að sjá stórar flugvélar fljúga, en þeim fylgja ókostir, svo sem geymslu- og flutningavandamál, svo ekki sé minnst á kostnað. Svo stafar auðvitað meiri hætta af þeim.
Mjög litlar flugvélar henta illa í vindi. Sumar tegundir eru þó mun betri en aðrar, eins og gengur...
Það er auðvitað mikill kostur að geta flutt flugvélarnar samsettar í bílnum. Ekkert vesen við að setja saman. Þetta á sérstaklega við um tvíþekjur.
Ragmagnsflugvélar eru eðli málsins samkvæmt enn sem komið er í minna lagi.
Er hægt að notfæra sér rafeindatæknina til þess að litlar flugvélar fái eiginleika stærri? Þá á ég við væng-gíró og þessháttar.
Hvað finnst ykkur flugmenn? Skiptir stærðin máli?
Hvaða stærð hentar ykkur best og hvers vegna?
Skiptir stærðin máli?
Re: Skiptir stærðin máli?
Það er ekki stærðin það er tæknin! 
Finnst nú ekki alveg rétt að segja að stórar vélar séu hættulegri, það hafa orðið mjög slæm slys með minni vélum út í heim. Menn gleyma sér oft í kringum þessar „litlu“, meira að segja rafmagnsvélar geta verið stórhættulegar, mótorinn drepur nefnilega ekki á sér ef hann lendir í fyrirstöðu. :/
Stærri vélar fljúga betur en þær minni, um það verður ekki deilt.
33% og 39% finnst mér alveg ásættanlegar stærðir á rafmagnsvélum... en ekki verðið.
Gíró geta gert minni vélar(og stærri) stöðugri en það breytir því ekki að þær eru minni(og yfirleitt léttari) og þess vegna hafa náttúruöflin stundum meira um flugið að segja heldur en flugmaðurinn. Þegar það er farið að gerast, óháð stærð, þá er fjörið búið!
Þannig að svona almennt séð þá myndi ég segja 2 metrar plús á diskinn minn fyrir kannski utan þoturnar, þær geta verið fyrir neðan þessi mörk.

Finnst nú ekki alveg rétt að segja að stórar vélar séu hættulegri, það hafa orðið mjög slæm slys með minni vélum út í heim. Menn gleyma sér oft í kringum þessar „litlu“, meira að segja rafmagnsvélar geta verið stórhættulegar, mótorinn drepur nefnilega ekki á sér ef hann lendir í fyrirstöðu. :/
Stærri vélar fljúga betur en þær minni, um það verður ekki deilt.

33% og 39% finnst mér alveg ásættanlegar stærðir á rafmagnsvélum... en ekki verðið.

Gíró geta gert minni vélar(og stærri) stöðugri en það breytir því ekki að þær eru minni(og yfirleitt léttari) og þess vegna hafa náttúruöflin stundum meira um flugið að segja heldur en flugmaðurinn. Þegar það er farið að gerast, óháð stærð, þá er fjörið búið!
Þannig að svona almennt séð þá myndi ég segja 2 metrar plús á diskinn minn fyrir kannski utan þoturnar, þær geta verið fyrir neðan þessi mörk.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Skiptir stærðin máli?
Ég á nú kannski frekar við hvaða stærð hentar best miðað við fyrirhöfn og kostnað. Þ.e. hvernig er hægt að hámarka ánægjuna. Það fylgija ýmsir ókostir stórri flugvél (kostnaður og fyrirhöfn) sem vaxa jafnvel hraðar en stærðarhlutfallið. Ánægjan vex líka, en kannski hægar.
Einfalt dæmi: Ef við tvöföldum stærð (t.d. úr 1/6 í 1/3) og kostnað væntanlega enn meir, tvöföldum við þá líka ánægjuna?
Kannski of erfið spurning, en ég á við eitthvað í þessum dúr.
Einfalt dæmi: Ef við tvöföldum stærð (t.d. úr 1/6 í 1/3) og kostnað væntanlega enn meir, tvöföldum við þá líka ánægjuna?
Kannski of erfið spurning, en ég á við eitthvað í þessum dúr.

- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 943
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Skiptir stærðin máli?
Ég hef nú trú á því að þegar við verðum komnir af stað með inniflugið, munum við skemta okkur konunglega með litlu frauðvélarnar og þá skiptir máli að vera ekki með stórt og þungt.
Það fer semsagt eftir aðstæðum hverju sinni hvort við veljum að fljúga stóru eða smáu, en altaf jafn gaman
Það fer semsagt eftir aðstæðum hverju sinni hvort við veljum að fljúga stóru eða smáu, en altaf jafn gaman
Kv.
Gústi
Gústi
Re: Skiptir stærðin máli?
Mér allveg jafn gaman að fljúga þessu smærra dóti (ég segi dóti því það er ekki allt hefðbundnar flugvélar sem ég flý). Ég hef reyndar aldrei átt flugvél né flogið flugvél sem er með yfir 2m vænghaf, nema þá fullskala. Ég hef því aldrei verið í vandræðum með flutning, nema kannski árið sem ég var á reiðhjóli.
Mín ánægja fellst ekki í stærðinni heldur það að geta haft vald á því sem maður er að gera (master it). Þess vegna heilla þyrlurnar mig núna, því ég hef ekki enn náð valdi yfir þeim og þær bjóða mér upp á endalausa möguleika.
Einnig heilla rafmagnasvélar mig líka því það er miklu minni fyrirhöfn, þó svo að það þurfi að bíða eftir hleðslu. Tæknin þar er líka nærri því sem ég hef lært og hef áhuga á.
Litlar vélar geta verið jafn þægar á flugi og þær stærri, þó svo að veðrið spili meira inn í þegar vélarnar léttast og minnka. Ég held líka að það sé meiri kúnst að fljúga minni vélum
.
Mín ánægja fellst ekki í stærðinni heldur það að geta haft vald á því sem maður er að gera (master it). Þess vegna heilla þyrlurnar mig núna, því ég hef ekki enn náð valdi yfir þeim og þær bjóða mér upp á endalausa möguleika.
Einnig heilla rafmagnasvélar mig líka því það er miklu minni fyrirhöfn, þó svo að það þurfi að bíða eftir hleðslu. Tæknin þar er líka nærri því sem ég hef lært og hef áhuga á.
Litlar vélar geta verið jafn þægar á flugi og þær stærri, þó svo að veðrið spili meira inn í þegar vélarnar léttast og minnka. Ég held líka að það sé meiri kúnst að fljúga minni vélum
