Birtu er farið að bregða frekar snemma nú um mundir en ég náði að skjótast út á völl seinni partinn og ná í endann á góða veðrinu sem var í dag. Prófaði líka nýja vetrarvindpokann og virðist hann virka þokkalega, hann fer auðvitað á örlítið hærri stað.
Svo er bara að standa klár um helgina en veðurspáin lofar góðu bæði fyrir laugardag og sunnudag!
