Sagittaríus rísandi! Mjög forvitnileg bók.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sagittaríus rísandi! Mjög forvitnileg bók.

Póstur eftir Agust »

Út er komin bókin Sagittaríus rísandi, sem á frummálinu heitir Sagittarius Rising.

Halldór Jónsson þýddi bókina. Halldór er mikill flugdellumaður og er með einkaflugmannspróf og hefur kennsluréttindi. Hefur réttindi á 2ja hreyfla vélar og gott ef hann hefur ekki líka komið nálægt þyrlum. Hann fjallar um bókina hér: http://halldorjonsson.blog.is/blog/hall ... ry/969408/


Þetta er örugglega mjög áhugaverð bók fyrir alla flugáhugamenn, sérstaklega þá sem hafa yndi af fyrrastríðsvélum. Flugmódelmenn eru þar fremstir í flokki.

Mynd



Aftan á bókinni er þessi texti:

" Æskudraumar Lewis voru um flug. Hann laug til um aldur og sótti um inngöngu í Royal Flying Corps 1915. Hann fór einflug eftir einnar og hálfrar klukkustundar kennslu og sendur yfir til Frakklands 1916 með 13 klukkustunda flugreynslu. Lífslíkur flugmannsnýliða í Frakklandi voru þá 3 vikur. Nærri 10 milljónir hermanna féllu í Styrjöldinni Miklu 1914-1918 og 7 miljónir óbreyttra borgara til viðbótar.

Lewis tekst með góðra manna hjálp að afla sér frekari flugreynslu og verða að flugmanni, áður en hann er sendur í orrustur. Hann lifir af hætturnar, sem voru ekki minni af flugvélunum sjálfum en byssukúlunum. Hann flýgur stríðið á enda og oft í fremstu víglínu. Lewis elskar flugið sjálft og það er honum uppspretta fegurðar og lífsfyllingar. Hann sér í bólstraskýinu glitrandi hallir og ókunn lönd með dölum og giljum, hann sér fegurð himinsins og foldarinnar fyrir neðan úr margra mílna hæð, þaðan sem stríðið er ekki lengur sýnilegt. Hann gleðst yfir valmúanum, blómstrandi úr sprengigígunum, sem þekja sviðna eyðimörk orrustuvallanna í Flanders og lævirkjanum, sem flýgur óvænt upp og syngur skerandi yfir drynjandi fallbyssudunurnar.

Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köflum, að lesandanum finnst hann kominn til þessara tíma sjálfur. Hann skynjar það tryllta afl, sem beitt er í stríðsrekstrinum., getur heyrt fyrir sér til hundrað flugvélahreyfla og vélbyssuskothríðar í hringleikahúsi Richthofens, fallbyssugnýinn sem heyrist frá Frakklandi til Englands á kyrrum kvöldum, séð fyrir sér leitarljósin á næturhimninum yfir myrkvaðri London og gul eiturgasskýin yfir skotgröfunum, skynjað lyktina af útblæstri hreyflanna, angan blómanna og gróðursins við Somme. Og skilið það og undrast hversu lítið mannlífið sjálft hefur breyst frá tíma frásagnarinnar.

Þegar þessi bók var skrifuð 1936 var skapað sígilt bókmenntaverk. Hún er talin ein besta minningabók úr hernaðarflugi allra tíma. Bókin hefur aldrei verið úr prentun síðan þá. Kvikmyndin ‘Aces High’ var byggð á henni 1976. Georg Bernard Shaw lýsti Lewis þannig: ‘Þessi prins meðal flugmanna átti heillandi líf í öllum skilningi; Hann er hugsuður, herra orðanna og hérumbil ljóðskáld.’

Lewis hlaut Óskarsverðlaunin 1938 fyrir kvikmyndahandrit sitt að Pygmalion(My fair Lady), sem byggt er á samnefndu verki Shaw. Lewis var einn af stofnendum BBC 1922 og fyrirlesari þar fram yfir nírætt. Hann gekk aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng sinn alla seinni heimsstyrjöldina, alls fimmtíu og þremur flugvélategundum í meira en þúsund flugstundir en það er önnur saga.

Þetta er bók fyrir karlmenn á þroskaaldri, bók um hetjudáðir, hrylling, vináttu, fegurð, rómantík. Og lýsingar Lewis á fluginu sjálfu eru einstakalega sannar.

Þessi bók lætur engann ósnortinn enda fjallar hún fremur um lífið en ekki dauðann. Lewis segir: ‘Lifðu hátíðarlega, höfðinglega, hættulega,-öryggið aftast!’ "






Mynd


Waiting for the Zeppelins and the Gothas. (Shades of pictures of Battle of Britain squadrons) Right to left: Capt CJQ Brand, Capt T Gran (Norwegian), Lieut RGH Adams, Lieut GR Craig (white scarf), Lieut CC Banks, Lieut LF Lomas, Lieut CA Lewis (author of "Sagittarius Rising", sitting with his back towards us), unknown.



Mynd

Skemmtilegar myndir prýða þessa bók sem var skrifuð 1936
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sagittaríus rísandi! Mjög forvitnileg bók.

Póstur eftir Agust »

Hverjir ykkar hafa yndi af fyrrastríðsvélum? Hvað ætli margar slíkar hafi verið smíðaðar hér á landi? Er eitthvað til af myndum?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11709
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sagittaríus rísandi! Mjög forvitnileg bók.

Póstur eftir Sverrir »

Kíktu á myndir frá stríðsfuglaflugkomunum, Skjöldur er manna duglegastur þegar kemur að þessu tímabili.
Icelandic Volcano Yeti
Svara