Staðsetning á bensíntanki

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Gaui K »

Er hér með eina spökulasjón:

í stuttu máli þá smíðaði ég 1stk ugly-stick og endaði á að setja Thunder ticer 54 fjórg.mótor í græjuna sem var í góðu lagi síðast þegar ég notaði hann. ca2ár síðann en nú hagar hann sér þannig að hann fer í gang og gengur fínt hæga gang og líka reyndar þegar hann er kominn á fullan snúning en bara mislengi þe.ég er búinn að halda honum á fullri gjöf og held á vélinn og set hana upp á rönd og ekkert virðist trufla svo ég setti kvikindið bara á loft (tvisvar )en þá drepur hann á sér rétt eftir flugtak í 10-20 m hæð.'Eg get ekki séð neitt sem gæti verið að nema kannski að bensíntankur sé of neðarlega mv. blöndung? í þessu tilfelli er efri brún á tanki í flútti við blöndung.Mig minnir að hafa lesið að þetta geti skipt máli svo ég spyr hvort einhver kannist við þetta?

kv,Gaui K.
Mynd
Gudjon11

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Gudjon11 »

ég lenti í þessu sama dæmi þegar ég setti treinerinn minn á loft í mínu fyrsta flugi þá skrúfaði ég nálina á blöndungnum hálfan hring út og gekk allt vel.

mér var sagt að þega rmaður stillir mótorinn þá skrúfar maður stilli nálina 3 hringi út og svo setur maður mótorinn í botn skrúfar hana hægt inn þar til að mótorinn er kominn á fullan snúning og svo skrúfa hana út um 1/2 hring þá á mótorinnn að ganga, þetta er vegna þess að mótorinn á auðveldara með að fara á yfirsnúning þegar vélin er á ferð en ekki stopp eins og þegar maður stillir blöndungin

KV guðjón
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Ingþór »

bara skella henni á bakið um leið og þú ert kominn í loftið, þá er neðribrún tanksins í flútti við blöndunginn.... málið leyst ;)

hvernig bensín ertu annars með? spurning um að, ef ekki er hægt að laga þetta með að ríkja blönduna, að fá bensín með meira olíu-innihaldi (hærri nitro tala)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Steinar »

[quote=Gudjon11]mér var sagt að þega rmaður stillir mótorinn þá skrúfar maður stilli nálina 3 hringi út og svo setur maður mótorinn í botn skrúfar hana hægt inn þar til að mótorinn er kominn á fullan snúning og svo skrúfa hana út um 1/2 hring þá á mótorinnn að ganga, þetta er vegna þess að mótorinn á auðveldara með að fara á yfirsnúning þegar vélin er á ferð en ekki stopp eins og þegar maður stillir blöndungin

KV guðjón[/quote]
Ekki alveg rétt. þú skrúfar nálina til baka vegna þess að þá verður blandan aðeins ríkari og þá er bruninn ekki eins heitur og mótorinn á að endast betur.

Hefur ekkert með yfirsnúning að gera.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Gudjon11

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Gudjon11 »

óki haha ég er nýr í þessu sporti bara búinn að fljúga 10 flug eða einhvað álíka en mér var sagt þetta og já líka uppá betri endingu á mótornum minna álag líka
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Gaui K]Er hér með eina spökulasjón:

í stuttu máli þá smíðaði ég 1stk ugly-stick og endaði á að setja Thunder ticer 54 fjórg.mótor í græjuna sem var í góðu lagi síðast þegar ég notaði hann. ca2ár síðann en nú hagar hann sér þannig að hann fer í gang og gengur fínt hæga gang og líka reyndar þegar hann er kominn á fullan snúning en bara mislengi þe.ég er búinn að halda honum á fullri gjöf og held á vélinn og set hana upp á rönd og ekkert virðist trufla svo ég setti kvikindið bara á loft (tvisvar )en þá drepur hann á sér rétt eftir flugtak í 10-20 m hæð.'Eg get ekki séð neitt sem gæti verið að nema kannski að bensíntankur sé of neðarlega mv. blöndung? í þessu tilfelli er efri brún á tanki í flútti við blöndung.Mig minnir að hafa lesið að þetta geti skipt máli svo ég spyr hvort einhver kannist við þetta?

kv,Gaui K.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 562461.jpg[/quote]
Sæll Gaui K

Það er alltaf verra að hafa tankinn of NEÐARLEGA því þá ætla mótorinn ekki í gang, enn þegar þeir eru komnir í gang þá er skiptir staðsetning tanksins ekki svo miklu á flugi.
Ef tankurinn er of OFARLEGA þá er það mikið verra og beinlínis hættulegt því þá er mótorinn yfirleitt yfirfullur og gæti skotið proppnum af með tilheyrandi hættu og það á sérstaklega við 4 gengis mótora.
Þar sem mótorinn þinn gekk vel áður, þá er þetta bara stillingar atriði.
Byrjaðu á því að stilla ventlana og ath hvort að soggreinin eða blöndungurinn taki falst loft (Sem gæti verið ástæðan) áður enn þú ferð að stilla nálarnar.

Kveðja Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Staðsetning á bensíntanki

Póstur eftir Gaui K »

Já góður púnktur Gummi er ekki búinn að stilla ventla það er næsta mál.Er reyndar búin að staðsetja tankinn aðeins ofar núna og það virðist koma betur út. Svo er bara að fara og prufa aftur og skellenni bara á bakið strax ef hún verður með múður :)
Svara