Skruppum á Melana...

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Árni H »

Við Mummi og Gaui skruppum á Melana í blíðuveðri og súperaðstæðum. Þær nýttust þó ekki sem skyldi vegna alls konar erfiðleika, flutters og lausra vélarhluta. Það er nokkuð ljóst að það er komið að ársskoðun á Ugly Stick. Samt góður dagur!

Mynd

Mynd

Kv,

Árni H
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Þórir T »

Gaui, hvað heitir þessu fjólubláa þarna aftur ?? og hvaða mótorstærð er í henni?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11709
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Árni H »

Sú fjólubláa svínvirkar - svo mikið er víst! Gaui hristi þessa fram úr erminni þegar við Mumminn litum undan s.l. vetur :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3894
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Gaui »

Smá sýnishorn af því sem fór úr skeiðinni.

Stikkinn hans Árna var allt í einu farinn að hafa mikið meiri hávaða en eðlilegt þótti, svo hann flaug henni til lendingar. Á leiðinni fanst honum hún haga sér undarlega: þyngdarpunkturinn virtist rokka fram og aftur. Skýringin var augljós: hljóðkúturinn datt af og hékk bara á slöngunni:

Mynd

Ég tók hinsvegar eftir að hleðslan á græjunum mínum var ekki það sem hún átti að vera, svo ég gat ekkert annað en sett í hleðslu. Þá borgar sig að hafa kaffi meðferðis:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]... hljóðkúturinn datt af og hékk bara á slöngunni...[/quote]
Ef einhver var að spá í til hvers þetta slöngutengi er, þá veit hann það núna. Mjög praktískt til að týna ekki kútnum. Og í leiðinni gefa smá trukk í tankinn.
Verst með skrúfurnar...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Þórir T »

Mig langar í svona/þessa Kwik Fli.. :D
Passamynd
maggikri
Póstar: 6100
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]... hljóðkúturinn datt af og hékk bara á slöngunni...[/quote]
Ef einhver var að spá í til hvers þetta slöngutengi er, þá veit hann það núna. Mjög praktískt til að týna ekki kútnum. Og í leiðinni gefa smá trukk í tankinn.
Verst með skrúfurnar...[/quote]
Skrúfurnar virðast hafa hangið í mótornum.
kv
MK
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir Árni H »

[quote=maggikri][quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]... hljóðkúturinn datt af og hékk bara á slöngunni...[/quote]
Ef einhver var að spá í til hvers þetta slöngutengi er, þá veit hann það núna. Mjög praktískt til að týna ekki kútnum. Og í leiðinni gefa smá trukk í tankinn.
Verst með skrúfurnar...[/quote]
Skrúfurnar virðast hafa hangið í mótornum.
kv
MK[/quote]
Sem betur fer og ekki síst vegna hnitmiðaðrar staðsetningar og útspekúleraðs gráðuhalla á mótorunum tolldu skrúfurnar á sínum stað þannig að viðgerðin tók ekki nema nokkrar sekúndur. Það var líka óneitanlega svolítið fyndið að sjá Stikkinn koma inn til lendingar með allt lafandi og dinglandi!

Þetta kennir manni að fara reglulega yfir skrúfur og tengi í vélunum. Ég hafði ekki gert það síðan í vor á þessari vél. Ég hefði náttúrulega átt að gera það strax þegar ég var að taka dótið til heima vegna þess að þá rak ég augun í að kristallinn var á leiðinni út úr móttakaranum - hékk eiginlega bara á síðusta kvartmillímetranum! Best að setja límband yfir kristallinn í ársskoðuninni... ;)

Ofan á allt þetta kom svo þetta líka svaka flutter í vélina í fyrsta flugi þegar kúturinn var kominn á sinn stað. Þá voru kontrolhornin á báðum hallastýrum orðin laflaus! Poltergeist einhver?

Moralen er: Herðið reglulega allar skrúfur og gangið tryggilega frá þeim!

Kveðjur,

Árni Hrólfur
Passamynd
maggikri
Póstar: 6100
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Skruppum á Melana...

Póstur eftir maggikri »

[quote=Árni H][quote=maggikri][quote=Björn G Leifsson]Ef einhver var að spá í til hvers þetta slöngutengi er, þá veit hann það núna. Mjög praktískt til að týna ekki kútnum. Og í leiðinni gefa smá trukk í tankinn.
Verst með skrúfurnar...[/quote]
Skrúfurnar virðast hafa hangið í mótornum.
kv
MK[/quote]
Sem betur fer og ekki síst vegna hnitmiðaðrar staðsetningar og útspekúleraðs gráðuhalla á mótorunum tolldu skrúfurnar á sínum stað þannig að viðgerðin tók ekki nema nokkrar sekúndur. Það var líka óneitanlega svolítið fyndið að sjá Stikkinn koma inn til lendingar með allt lafandi og dinglandi!

Þetta kennir manni að fara reglulega yfir skrúfur og tengi í vélunum. Ég hafði ekki gert það síðan í vor á þessari vél. Ég hefði náttúrulega átt að gera það strax þegar ég var að taka dótið til heima vegna þess að þá rak ég augun í að kristallinn var á leiðinni út úr móttakaranum - hékk eiginlega bara á síðusta kvartmillímetranum! Best að setja límband yfir kristallinn í ársskoðuninni... ;)

Ofan á allt þetta kom svo þetta líka svaka flutter í vélina í fyrsta flugi þegar kúturinn var kominn á sinn stað. Þá voru kontrolhornin á báðum hallastýrum orðin laflaus! Poltergeist einhver?

Moralen er: Herðið reglulega allar skrúfur og gangið tryggilega frá þeim!

Kveðjur,

Árni Hrólfur[/quote]
Árni! hver er eiginlega "mekkinn á þessari vél"?
kv
MK
Svara