
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hefur boðið okkur að koma næsta fimmtudagskvöld 5. nóvember í kynningu á nýjustu kennsluflugvélum sínum.
Diamond DA20-C1 vélar Flugakademíu eru smíðaðar úr koltrefjaefnum sem gerir framleiðandanum kleift að gera þær einstaklega straumlínulagaðar og sterkar. Það gerir vélarnar hagkvæmari, umhverfisvænni og að sama skapi hljóðlátari en eldri vélar. Diamond vélar eru knúnar umhverfisvænum og sparneytnum díselhreyflum.
Gert er ráð fyrir því að við förum saman í rútu frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar klukkan 19:00.
Ef þú sér þér fært á að mæta verður þú að boða þáttöku þína með því að senda Eysteini tölvupóst með nafni og kennitölu. Það er nauðsýnlegt til þess að fá aðgang að svæðinu, allir fara svo í gegnum vopnaleit.
eysteinnh@internet.is