Alvöru hleðslutæki f. batterí og viðhald battería

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Alvöru hleðslutæki f. batterí og viðhald battería

Póstur eftir Gunnarb »

Daginn félagar.

Ég er að hafa áhyggjur af því að batteríin mín drepist í vetur þar sem það er fyrirséð að ég muni fljúga lítið í vetur. Hleðslutækin mín eru gömul og frekar primitív (22ma - 500ma ) hleðsla og síðan verð ég bara að passa tímann sem ég hef dótið í hleðslu...

TIl að freista þess að bjarga batteríunum mínum kemur tvennt til greina, kaupa sér alvöru úrhleðslu/hleðslutæki með einhverjum inbyggðum "intelligence". Geta menn mælt með einhverju slíku ?

Næsta spurning, hvernig er best að halda batteríunum lifandi ef ég nota eitthvert af gömlu tækjunum - á maður að hlaða út þessu, eða smella þessu á létta viðhaldshleðslu eða ??

nb batteríin eru ýmist NICA sem eru sennilega vandmeðförnust og síðan eitthvað af nimh sem þola væntanlega að bíða ónotuð lengur. ...

-G
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Alvöru hleðslutæki f. batterí og viðhald battería

Póstur eftir Agust »

Sæll

Ef þú ert að spá í hleðsluteki þá er gott úrval á þessum síðum:

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... rentCat=85

Til dæmis þetta hér sem kostar $35 og er með stillingu fyrir geymslu á Lithíum Pólymer rafhlöðum, en þá er rafhlaðan höfð um hálfhlaðin.

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... er/Charger


Ég hef engar sérstakar áhyggjur haft af NiCd eða NiMh rafhlöðum. Geymi þær ýmist hlaðnar eða hálfhlaðnar.

Þannig rafhlöður hafa þó gott af því að tæmast nánast alveg annað slagið. Þægilegast er að nota alhliða hleðslutæki til þess, eins og ég vísaði á hér fyrir ofan.

Í sumar var Bosch borvélin mín orðin ónothæf. Hélt ekki hleðslu. Ég lét hana snúast þar til hún stoppaði, fullhlóð og tæmdi aftur á sama hátt. Hlóð einu sinni enn, og borvélin eins og ný.

Sömu meðferð fékk Philips snúrulausa rakvélin mín um daginn og yngdist við það um nokkur ár.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Alvöru hleðslutæki f. batterí og viðhald battería

Póstur eftir Gunnarb »

Takk fyrir þetta Ágúst.

-G
Svara