Hamranesið - 20.nóvember 2009

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
lulli
Póstar: 1324
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranesið - 20.nóvember 2009

Póstur eftir lulli »

Já það skapaðist nokkurskonar stríðsástand þegar Þýski Úlfurinn (focke wulf 190)
mætti klár með endurbættan retrack ,en vitni að síðasta flugi sáu hve nauðsynlegt er að hjóla-retr.
læsist ef lendingin á að takast vel. (slapp þó án skemda) Klár í loftið...........
Mynd
Kátur yfir hvað retrackinn var nú orðinn húsbóndahollur,, hjólin upp-- hjól niður,
allt eins og í sögu flaug ég þessari þungu en skalalegu meintri orrustumaskínu
sem reyndar hafði ekki aðra hildi háð en að slá gras með spaðanum hingaðtil....
eftir að liðið var nokkuð á annan tank gerðist það , RADADADA..þvílíku óhljóðin og
lætin gjölluðu um himnana svo engu taki tók. Er mótorinn að bræða úrsér? hugsaði ég
helv..dugarhann nú st.. ,ha? varpar hún sprengjum líka hverslags stríðstól erþetta eiginlega.
Muffler sprengju hafði verið varpað á Hamranesið.
Nauðlending af versta toga undirbúinn ,,hundhlíðna hjólaretrakkið fór strax upp og magalending
á grasi virtist óumflýjanleg.
En þá fyrst varð mér öllum lokið þegar ódýri kínverjamótorinn ´neitaði að drepast jafnvel
mufflerslaus,emjandi og gjallandi .
Jæjaþá hjól niður aftur. Og í aðluginu hugsaði ég:hún er nú nokkuð cool svona hávær.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
lulli
Póstar: 1324
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranesið - 20.nóvember 2009

Póstur eftir lulli »

Mynd
Bara hálfur muffler, en samt gekk hún eins og klukka.
En ég var samt ekki eins heppinn og árni með stikkinn ,því nippillinn fyrir slönguna
er fyrir fremri hluta mufflers á þessum motor og því hékk ekki þessi kútur með til lendingar
og er tyndur.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Hamranesið - 20.nóvember 2009

Póstur eftir Eysteinn »

Sæll Lúlli,

Þetta hefur verið ansi spennandi !!
Ég var með púst frá ASP í Rauðu hættunni og þurfti aðeins að breyta því. Sagaði nokkrar gráður af því og sauð saman.
Mynd

Vonandi áttu annað púst sem passar við þennan mótor. Þetta púst sem ég breytti er fyrir 46 mótor og gengur því ekki við mótorinn þinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
lulli
Póstar: 1324
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranesið - 20.nóvember 2009

Póstur eftir lulli »

Það er ekki amalegt að taka létta gönguferð í hauststillunni. Sérstaklega ef hugsað er út í verðlaunin
Aðalverðlaun: bætt helsufar. Aukaverðlaun: Kútur. (muffler)
Eftir nokkuð væna göngu um hraun og lendur Hamraness hafði ég þegar rekist á
rauðar-bláar-og hvítar leifar af ætluðum Xvélum ,en þá rakst ég á þetta.........






.........ekki minn reyndar :D :D :D
Mynd

en greinilegt er, að fleiri en Úlfurin hafa svifið háværir inn á Vesturbrautina :D :D
ef einhver kannast við gripinn má nálgast hann hjá mér.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Guðni
Póstar: 384
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Hamranesið - 20.nóvember 2009

Póstur eftir Guðni »

Sæll lulli...:)
Þarna sýnist mér vera kúturinn undan Stearman, en ég missti hann undan
vélinni einhverstaðar vestan megin við akveginn inn á svæðið.
Þð var vegna tæringar í röri...:)
Mynd
Eina myndin sem ég átti af honum...
Fæ að skoða hann hjá þér við tækifæri...

Kv. Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Svara