Árið byrjaði aldeilis ljómandi vel þó örlítið kaldara hafi verið inn á milli heldur en í gær. Við létum það nú ekki á okkur fá og tóku nokkrar góðar rispur út á Arnarvelli í dag. Mikill gestagangur var, m.a. sýndi smyrill smá loftfimleika, svo var hefðbundið spjall og mikið var drukkið af kaffi með því.
Engillinn átti fyrsta flug ársins.
MX2 á stærsta flug ársins.
Keppt var í Suðurnesjavíkingnum í... víðförlustu flugmenn ársins, völlur nr.2 á árinu.
Það er líka helingur af snjó hér í óbyggðum Eyjafjarðar. Hérna er mynd af bílastæðinu fyrir framan skúrinn minn -- Það er Mister Bístí Pæjur-Ó þarna undir þessu öllu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Fulltrúi flugmódelfélag suðurnesja er staddur á Siglufirði og var um þessar mundir að koma inn eftir vel heppnuð flug ef til vill fyrstu flug ársins úti á landsbyggðini.