Brushless (burstalausir) eru ekki með bursta því rafseglarnir eru kyrrir og beintengdir rafleiðslunum en föstu seglarnir snúast.
Þeir skiptaast í tvær sortir, Inrunner og Outrunner báðir með rafseglana kyrra en í öðru tilvikinu eru þeir utanum föstu seglana sem snúast og heita þá inrunner.
Eða þá að rafseglarnir eru innaní og föstu seglarnir eru innaná kápu sem snýst og kallast þá outrunner.
Burstamótor:

Það sem snýst (rotorinn) eru rafseglar sem fá straum gegnum "burstana" sem í þessum eru koparfjaðrir sem liggja á litlu plötunum á öxlinum. Staða rotorsins ræður hvaða segull er virkur hverju sinni.
Inrunner:

Fasti (permanent) segullinn snýst inni í rafseglunum sem eru fastir
Outrunner:

Rafseglarnir eru kyrrir eins og í inrunner en eru innaná og föstu seglarnir eru innaná kápunni sem snýst.
Hér er þokkaleg skýring á því hvernig dótið virkar: http://www.stefanv.com/rcstuff/qf200212.html
Straumstýring fyrir burstaða mótor er (yfirleitt) einfaldari og sendir jafnan straum í tvær leiðslur. Hraðinn/aflið ræðst af styrk spennunar eða þá með því að kveikja og slökkva mishratt á straumnum til mótorsins en halda spennunni jafnri.
Straumstýring fyrir burstalausa mótora sendir rafstrauminn til skiptis í þrjár leiðslur og tíðni þessara sendinga og eðli þeirra ræður hraða mótorsins.