Geymsla á módelum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
helgirunar
Póstar: 12
Skráður: 3. Des. 2009 06:47:34

Re: Geymsla á módelum

Póstur eftir helgirunar »

Sælir strákar...

Er einhver með brilliant lausn hvernig er best að geyma flugmódel þannig að þau verða ekki fyrir hnjaski í bílskúrnum. Sumstaðar hefur maður séð menn með langa sprota út úr veggnum upp við loftið á á þeim geyma þeir flugvélar og vængina. Svo sauma sumir voða fínt utan um vængina (svampur & efni ) þannig að það sé ólíklegra að þetta skemmist...

Einhver fleiri ráð?

Kveðja,
Helgi R
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Geymsla á módelum

Póstur eftir INE »

Sæll.

Gott topic, er einmitt búinn að vera mikið hugsa út í þessa hluti. Varðandi vængina þá leysti ég það þannig með þvi að láta sauma fyrir mig poka í Póllandi:

http://www.revoc.eu/

En það er sjálfur skrokkurinn á vélinni sem ég hef verið líka að velta fyrir mér hvernig er best að geyma til lengri tíma. Raki og hitasveiflur er víst eh sem líka þarf líka að skoða þegar að valinn er geymslustaður.

Svo er spurning hvort betra sé að hengjar þær úr lofti eða setja upp stóra hillu vinkla með svampi utan um..

Það verður gagnlegt að heyra hvernig aðrir fara að.

Kveðja

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Geymsla á módelum

Póstur eftir ErlingJ »

nota svona rekka sístem held að þetta sé kallað uglur, set svo röra einangrun upp á járnin .
þetta getur maður hækað og lækkað að vild og bætt inn í fleirrum járnum.

Mynd
Svara