Miracle Airways stofnað

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11709
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Miracle Airways stofnað

Póstur eftir Sverrir »

Miracle hefur haft það fyrir sið á seinni árum að efna til smá teitis fyrir viðskiptavini sína og klikka sjaldan á boðsbréfinu, þar sem það tengist flugi og flugmódelum að þessu sinni þótti mér rétt að deila því fyrst að Gunni var ekki búinn að því. ;)

* * *

Kæri vinur/ vinkona,
Okkur í Miracle genginu hefur þótt það fín regla að bjóða vinum okkar til teitis á hverju hausti, svona til að starta vetrinum formlega og fagna því að enginn okkar ellismellanna hefur fallið úr hor á útmánuðum. Við höfum fyllt húsið af bjór og Kardó, en eins og allir vita slógu kardimommudroparnir rækilega í gegn í fyrra. Þar sem kreppunni er nú lokið (það segir Jón Bjarnason allavega) ætlum við að vera grand á því og bjóða líka uppá vanilludropa og möndludropa.

Eins og alþjóð veit varð Miracle í öðru sæti á eftir því ágæta fyrirtæki Speli í keppni um fyrirtæki ársins 2010. Nú höfum við hinsvegar hafið gagnsókn og ætlum okkur titilinn fyrirtæki ársins í ár. Við erum búin að grandskoða niðurstöðurnar og í ljós kom að það sem færði Speli sigurinn var mun betri vinnuaðstaða sem þeir bjóða starfsfólki sínu upp á. Við sendum því út flugumenn og spæjara til að rannsaka hvernig vinnuaðstæður þar eru. Við erum búin að kópíera aðferðarfræðina og verður hún kynnt og prófuð næstkomandi föstudag, einmitt þegar við höldum haustfagnaðinn okkar. Þú kæri vinur ert að sjálfsögðu boðinn hjartanlega velkominn. Starfsmenn NPO fyrirtækja (Non Profit Organizations), s.s. þeim sem lífeyrissjóðirnir hafa keypt eða lokið hafa fjárhagslegri endurskipulagningu, eru boðnir sérstaklega velkomnir enda veigarnar ókeypis.

Stórfrétt
Miracle Airways - 08.10.2010
Við ætlum að verða alvöru biznessmenn. Við höfum endurskipulagt tekjumódel fyrirtækisins og höfum horft til fjármálasnillinga eins og Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar. Við tókum eftir því að Pálmi er "hættur" í fjárfestingum og komin í flugfélaga "bíznesinn". Það segir okkur að næsta bóla verði einmitt þar, og þegar það gerist verðum við tilbúnir. Við höfum því ákveðið að breyta Miracle í flugfélag. Þó þetta sé töluverð breyting teljum við okkur komna nær markmiðinu en margan grunar. Við erum með einn flugmann í vinnu, eigum litla fjarstýrða flugvél og margir starfsmanna okkar hafa ferðast í alvöru flugvélum, jafnt innanlands sem utan. Við gerum okkur þó grein fyrir að svona strategíuverkefni þarf að vinnast í áföngum. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið en það er að aðlaga verðskrá okkar að verðskrá flugfélaga. Til að byrja með geta aðeins önnur flugfélög notið þeirra kjara sem verðskráin býður uppá. Gangi tilraunin vel, bjóðum við einnig öðrum viðskiptavinum að njóta.

Tímagjaldi verður breytt, gagnagrunnsráðgjafi kostar frá 1500 krónum + skattar og gjöld* (hehe, too bad að það eru aðeins 2 tímar í boði á þessu verði og þeir eru þegar seldir, hah!) Ef viðskiptavinur kaupir bara ráðgjafa aðra leiðina (þ.e.a.s. frá Miracle og til sín) þá situr hann þar og neitar að fara (og kostar því stórfé). Eina leiðin til að komast hjá þessum andstyggðarkostnaði er að bóka ráðgjafann bæði fram og til baka.

Sagaklass
Þrefalt dýrari en viðskiptavinur fær spennandi fríðindi. Ráðgjafi mætir nefnilega með bindi og samlokukassa sem viðskiptavinurinn getur vaðið í að vild.

Neyðarútköll
Óskaplega dýr, nema þau séu bókuð með 30 daga fyrirvara (og séu yfir aðfaranótt sunnudags)

Miracle bútík
Viðskitpavinir geta keypt gagnagrunnsleyfi og hugbúnað svart (án vsk. Sennilega munum við líka bjóða snyrtivörur, við vitum ekki afhverju, en Pálmi gerir það svo það hlýtur að vera gott trix)

Snilldarpunktar
Rausnarlegir snilldarpunktar verða veittir fyrir öll viðskipti. Þú getur reyndar aldrei notað þá í neitt sem gagnast þér, en zæææælllll hvað við getum auglýst mikið útá þá, "tvöfaldir snilldarpunktar í október".

Forfallagjald
Ef ráðgjafi frá okkur mætir ekki þarftu samt að borga fyrir tímann hans nema þú hafir keypt forfallatryggingu.

Almennt
Ef við vanáætlum verkið ( t.d. það að koma þér á staðinn á réttum tíma) þá er séns að við bjóðum uppá samloku og vatn (það er þó ólíklegt því við höfum kennt ráðgjöfum okkar að fresta verkinu alltaf um 2 tíma í senn)

? Skattar og gjöld innifelur (en útilokar ekki fleiri kostnaðarliði)

akstur
fatapeningar ráðgjafa
notkun fartölvu ráðgjafa
notkun farsíma ráðgjafa
notkun gleraugna ráðgjafa
leiga á stýrikerfi og hugbúnaði
sérfræðiþóknun
matarkostnaður
virðisauka (nema í miraclebútíkk)

Við minnum á að teitið hefst kl. 16 og þú ert velkomin(n).
-Starfs“fólk“ Miracle
Icelandic Volcano Yeti
Svara