[quote=maggikri]Þetta er orðinn svo mikill tækjabúnaður um borð í svona vél að þetta er að verða eins og að líta í flugstjórnarklefann á Boeing þotu. Liggur við að menn þurfa að vera lærðir "mekkar" til að operata slíkar vélar.[/quote]
Er ekki allt flókið sem menn þekkja ekki...
[quote=Jónas J]En hvernig er það þarf ekki annsi langa snúru í lyklaborðið...[/quote]
Auðvitað verður þráðlaust 2.4 ghz lyklaborð(með magnara).
[quote=Sverrir]Félagar í Eurosport „klúbbnum“ hittust í kvöld og báru saman bækur sínar. https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 678108.jpg[/quote] Eurosport klúbbi ?? Eru fleiri ??
Af hverju er ekki búið að setja hana (þær) á smíðaþráðinn ???
Ég er svo sem búinn að setja straum á og prófa sbr. retract vídeóið og á bara eftir að fínstilla hreyfingarnar, hins vegar er það blessaður þyngdarpunkturinn sem bíður eftir rafhlöðunum.
Rafhlöðurnar skiluðu sér loksins fyrir helgi svo ég gat hent öllu í vélina og skellt henni saman og athugað hvar þyngdarpunkturinn væri. Hann reyndist vera nánast á punktinum svo þá var ekkert að vanbúnaði að klára að ganga frá rafhlöðunum og eldsneytiskerfinu.
Plata fyrir rafhlöðurnar sem verður svo límd í nefið.
Rafhlöðurnar komnar á sinn stað.
Platan komin í nefið, svörtu rennilásarnir eru meira til að sýnast, hinir duga og vel það.
Svo þarf að tengja þetta inn á kerfið, snúrurnar ná ekki alla leið svo okkur vantar framlengingar.
Mike Delta.
Eldsneytiskerfið komið á sinn stað, dælan fram í nefi og svo platan með lokunum.
Splitterinn kominn á sinn stað framan á loftinntakinu.
Canard-arnir tengdir og þarna sést í áfyllingarslönguna fyrir eldsneytið.