CA hinges vs. pin hinges

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Loffinn

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Loffinn »

Sælir

Nú er ég loksins að setja saman U CAN DO 3D 60ARF sem ég keypti fyrir 5-6árum :)

það eru nokkrir hlutir sem ég er að velta fyrir mér, ég man að menn voru oft í vandræðum með sýrulímslamirnar þeas. þær losnuðu oft, er meira vit í að nota venjulegar lamir eða voru menn að klúðra límingunni á CA lömunum ?

Svo ég er með digital servó frá Futaba en þar er sérstaklega tekið fram að það verði að nota 4.8v NiCad batterí...ég er nú hrifnari af LiPo og MiMh....afhverju vilja Futaba menn NiCad ?

er eitthvað annað varðandi þessar vélar sem menn hafa endurbætt ?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Sverrir »

Menn hafa verið að klúðra límingunum, ekki spurning. Þú þarft að nota þunnt sýrulím(líka til sérstakt lamalím frá BSI, fæst t.d. í Handverkshúsinu), gott er að bora 2mm gat inn í timbrið fyrir miðri löm svo límið komist vel inn, sumar lamir eru með rauf í miðju einmitt út af þessu.
Einnig er gott að strika miðja lömina með blýant eða vaxlit, þá verður hún sveigjanlegri og minni líkur á að hún brotni. Annað trix er að stinga mjóum prjónum í gegnum miðlínu lamarinnar svo þú ýtir henni ekki inn við samsetningu.
Lömin þarf líka að límast á sama tíma í báða fletinu, ekki skal líma hana t.d. í hallastýrið og setja það svo á vænginn og líma aftur. Heldur setja fletina saman og líma lömina í báða fleti báðu megin frá. Svo þarf líka að passa að raufin sem er skorin sé alls ekki of víð fyrir lömina.

Það er misjafnt eftir servóum hvað þau þola mikla spennu, það eru líka til servó frá öðrum framleiðendum með sömu skilyrðum. Fullhlaðnar fjögura sellu rafhlöður fara langt í 6 voltin, 5 sellu enn ofar. Það er hægt að keyra tegundirnar sem þú nefnir niður með spennubreytum, getur notað þær óhræddur þannig þó þær séu ekki NiCad.

Bara til gamans þá er hérna mynd af tveimur vélum sem eru með sýrulímslamir og hanga enn.

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sýrulímslamir eru fínar,,,, ef maður notar þær rétt.

Ég hef smám saman, (held ég) lært að nota þær.

Og ég bjó reyndar til aðferðarlýsingu fyrir nokkrum árum sem er algerlega í samræmi við að sem Sverrir segir.

Þessi aðferð er að mínu mati algerlega örugg. Hef aldrei lent í því að sýrulamir losnað. Það sem maður getur bætt við aðferðina sem ég lýsti (ef maður er hræddur um flötter til dæmis) er að bora tvö 2mm göt í gegnum lömina hvorum megin (4 fyrir hverja löm) og stinga tannstöngli gengum, skera tannstöngulinn slétt við yfirborðið og setja einn dropa af sýrulími á hvorn enda af hverjum tannstöngli. einfalt, ekki satt?

En... ég set gjarnan pinnalamir ef ég nenni. Þar tel ég PU-lím (td Gorilla Glue) best
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Loffinn

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Loffinn »

Þakka frábær svör :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Loffinn]Svo ég er með digital servó frá Futaba en þar er sérstaklega tekið fram að það verði að nota 4.8v NiCad batterí...ég er nú hrifnari af LiPo og MiMh....afhverju vilja Futaba menn NiCad ?[/quote]
Þetta er eithvað skrýtið.
Digital servó þola venjulega (og þrífast vel á) 6 volt. Þetta eru þá væntanlega frekar gömul servó ef þetta er rétt??

NiCad batterí fást ekki lengur þar sem Kadmíum-málmurinn í þeim er talinn skaðlegur umhverfinu. NiMh eru með sömu nafn-spennu og því alveg sambærileg þannig að þú getur notað þau í staðinn án vandræða.
LiPo eru með hærri nafn-spennu á hverja sellu (3,7 volt í stað 1,2) svo þú verður þá að nota spennujafnara sem færir spennuna á tveggja sellu LiPo pakka úr 7,4V niður í 4,8 eða 6V. Það er nýlega búið að ræða það atriði til þrautar hérna.

Hvaða servó eru þetta? Ég væri hissa ef þú getur ekki keyrt þau á 5 sellu NiMh pakka sem gefur 6 volt í stað 4 sellu sem "bara" gefur 4,8 volt. Kosturinn (ef græjurnar þola það) er að þau eru miklu hraðari og sterkari.
Þú þarft faktískt nokkuð góð servó í Júkandúinn. Það er allnokkur hætta á svokölluðu "Flutter" með þessa stóru stýrisfleti og servóin geta hreinlega gefist upp ef svoleiðis skeður.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Loffinn

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Loffinn »

Já þetta eru gömul servó, voru keypt 2005.
þetta eru Futaba S9252 og svo S9151 í rudder...
Passamynd
Iceman
Póstar: 9
Skráður: 1. Mar. 2006 16:48:58

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Iceman »

Sælir

Þetta eru gamlar varúðar leiðbeiningar frá þeim tíma sem NiHM og Li-Po voru nýleg batterý, þá var NiCd skothellt hvað varðar straum, þ.e.a.s. þau gátu gefið frá sér það sem þurfti. Síðan komu Digital servó sem tóku mikinn straum og önnur batterý (LiPo og LiIo og NiMh) voru ekki allveg að höndla þetta fyrst um sinn (ekkert mál í dag). Futaba er með þetta útskýrt ef ég man rétt á heimasíðunni hjá sér. (fyrir ykkur JR kallanna þá á þetta við ykkur líka ;) )

Passaðu bara að það batterý sem þú notar geti gefið frá sér þann straum sem þarf (miðað við fjölda servóa, digital eða ekki digital o.s.f)

Það er ágætt að kíkja á heimasíður framleiðandans og athuga með volta tölurnar fyrir þau, það eru nokkur servó á markaðnum sem er ráðlagt að fara ekki í 6 volta spennu.

Kv.

Jón
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta eru fín og öflug servó með legum og alles.

Iceman hefur rétt fyrir sér en bara ekki rugla saman straum og spennu. Iceman bendir á að mörg servó draga talsverðan straum (amper). Það er ekki sama og spenna (voltin)
Digital servó draga meiri straum en analog servó en eru líka miklu betri. Því meiri straum sem servóin draga, því fyrr klárast af batteríinu. Því þarf batterí með meira rými (mAh) þvi dótið dregur meira magn af rafmagni þeas meiri straum á tímaeiningu.
(Samanber vatnsmagn í fötu. Straumurinn segir hversu mikið magn af rafmagni flæðir út, spennan segir hversu mikill "þrýstingur" er á því. )

Ef spennan er hærri þá geta servóin skilað meiri vinnu fyrir sama straum. Vinnan er oft mæld í vöttum en það er önnur saga. Þess vegna er betra að vera með hærri spennu.


OK... þetta með voltin er ekki alveg einhlítt. Málið er að þessi servó þola 6Volt en ekki meira. NiCd og NiMh fimm sellu pakkar eiga að vera 6 volt en eru raunverulega nærri 7V þegar þeir eru nýhlaðnir og það getur steikt rásirnar í servóinu. Þess vegna segir Futaba ekki nota meira en 4,8V. Ef þú ert með regulator þá á þetta ekki að vera vandamál því hann sér til þess að skila aldrei meira en akkúrat 6V.
Því áttu að vara í góðum málum með regulator (stundum kallað BEC) fyrir 6V og getur þá notað LiPo pakka því regúlatórinn sér til þess að skila bara 6 voltum alveg eins og þrýstijafnarinn á hitaveitulögninni í húsinu þínu sér til þess að jafna þrýstninginn.
Bara sjá til þess að nota ekki of lítinn regulator, hann verður að geta skilað talsverðum straum. Hversu mikið getur þú reiknað út með því að finna út hver hámarksstraumdrægnin er og margfalda með fjölda servóa. Þessi servó draga mjög mikinn straum (ég nenni ekki að leita að tölulegum upplýsingum um það núna). Sérstaklega rödderservóið sem er 9,5 kg snúníngsafli miðað við hin sem skila 5,5kg

Svo er annað, Af því straumurinn verður að komast óhindrað gegnum vírana þá verður þú að nota öfluga víra, ekki þessi englahár sem oft eru seld sem framlengingar heldur þykka góða víra. Best að kaupa svoleiðis td í Íhlutum og lóða framlengingu sjálfur. Heldur alls ekki nota Y-tengi í halla- og hæðarstýrin (sitt hvort servóið hægra og vinstra megin), heldur setja þau á sitt hvora rásina og prógrammera saman. Þess vegna dugir ekki minna en sex rása stýring en helst sjö því maður á endilega að prógrammera inn flaperons og spoilerons líka.

Ástæðan fyrir Y-tengjabanninu er sú sama, þessi servó draga heilmikinn straum og ein rás á flestum móttökurum getur ekki þjónað tveimur servóum.

PS... getur auðvitað notað 5V regulator og verið þar með fjær hættumörkunum hvað spennuna varðar.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Loffinn

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Loffinn »

Sælir

hvar fæ ég CA-hinges(sýrulímslamir) annarstaðar en í Tómó ? (fékk síðustu þar en vantar 7 stk )
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CA hinges vs. pin hinges

Póstur eftir Sverrir »

Erlendum netverslunum, t.d. Towerhobbies.com.
Icelandic Volcano Yeti
Svara