06.05.2006 - Sumarið nálgast

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.05.2006 - Sumarið nálgast

Póstur eftir Sverrir »

Nú virðist vera farið að stytta í sumarið og er spáð alveg frábæru veðri á morgun svo eflaust verður nóg að gera á módelflugvöllum landsins.

Um næstu helgi er svo komið að hinu árlega Kríumóti ásamt því sem Flugmódelfélag Suðurnesja verður með sýningu á flugmódelum á Tómstundadegi Reykjanesbæjar. Helgina þar á eftir verður svo hin árlega flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja en allt stefnir í það að hún verði haldin á Seltjörn í ár en þangað tekur ekki nema rúmlega 15 mínútur að keyra frá Hafnarfirði.

Í fyrramálið mun Flugmódelklúbburinn Smástund halda félagsfund og vinnudag út á flugvelli og mun hann hefjst kl.10 í fyrramálið. Félagsmenn og áhugasamir eru hvattir til að mæta. Einnig eru menn minntir á að líta af og til á vefsíðu Flugmódelfélags Akureyrar en nú stefnir í mikin uppgang hjá þeim Norðanmönnum en ferskir vorvindar blása þar og veita gott uppstreymi.

Stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja ásamt vallarnefnd er á fullu þessa dagana að skipuleggja og leggja fram drög að nýju svæði félagsins við Seltjörn. Gaman verður að fylgjast með á næstunni og sjá hvað gerist.

Sjö félagar frá Flugmódelfélagi Suðurnesja skutust vestur um haf um síðustu helgi og fóru á Top Gun ásamt því sem ýmis flugsöfn og módelbúðir voru heimsóktar. Myndir munu birtast frá því ferðalagi von bráðar á heimasíðu þeirra og hver veit nema við fáum einhverja ferðasögu í kaupbæti.

Á síðustu vikum hefur örlítið sést til módelmanna á síðum dagblaða landsins og sjá má dæmi um það hér. Endilega látið okkur vita og leyfið okkur að fylgjast með þegar þið rekist á greinar sem tengjast módelflugi á einhvern hátt á síðum dagblaðanna.

Að lokum má sjá nokkrar flottarmyndir frá Chino flugsýningunni 2005, http://aafo.com/airshows/2005/pre-chino/
Icelandic Volcano Yeti
Svara