dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Gaui »

Góðir punktar Doktor Björn.

Það er nokkuð síðan ég þýddi og staðfærði A og B prófin frá BMFA (flugmódelsamtökum Breta). Þar verða allir sem ætla að fljuga módelum á ábyrgan hátt að taka þessi próf. Prófin eru afar létt og einföld og það getur hver sem er flogið þau á hvaða módeli sem er. Það sem þau undirstrika sérstaklega er umgengnin vi módelið, framkoma á flugstað og ábyrg hegðun í hvívetna. Ákveðin grunn færni er æfð og með því að æfa vel það sem fyrir er lagt í þessum prófum leggja nýliðar grunn að frekara flugi.

Þessar tillögur voru inn á vef FMFA, en duttu út í „vandræðunum“. Ég set þær aftur upp í kvöld og legg þær fram sem frekari umræðugrundvöll.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Gaui »

Vegna flugkomu á Melunum

Eitt dæmi um „óvelkomin öryggisatriði“ er krafa sem gerð hefur verið á flugkomu á Melunum undanfarin ár að haldið sé 20 MHz bili á sendum sem verið er að nota. Margir hafa kvartað sáran undan þessari kröfu en við höfum ekki gefið okkur ennþá og munum líklegast halda þessari kröfu til streitu á komandi flugkomu þann 12. ágúst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

Þeir sem vilja lesa sér aðeins til um breska kerfið geta litið á þetta, http://www.bmfa.org/achievement/files/RCASMar06.pdf
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Gaui »

Tillögur mínar að prófi byggðu á BMFA reglunum eru komnar inn á vef VMFA. Skoðið undir Greinar. Ég þarf aðprenta BMFA reglurnar út aftur og athuga hvort þeir hafa breytt miklu. Það þyrfti líka að gera svipaðar reglur fyrir þyrlurnar, en þar sem mig skortir þekkingu á þeim, þá lét ég vera að fikta í því.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Vegna flugkomu á Melunum

Eitt dæmi um „óvelkomin öryggisatriði“ er krafa sem gerð hefur verið á flugkomu á Melunum undanfarin ár að haldið sé 20 MHz bili á sendum sem verið er að nota. Margir hafa kvartað sáran undan þessari kröfu en við höfum ekki gefið okkur ennþá og munum líklegast halda þessari kröfu til streitu á komandi flugkomu þann 12. ágúst.[/quote]
Hef þegar tekið frá þessa helgi og sníkt húsbílinn af pabba.

Ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist þessi regla íþyngjandi þessi tvö skipti sem ég hef verið með. Ef reglan byggir á vísindum og sannreyndri reynslu (eins og það heitir í læknisfræðinni) þá er hún ekki óvelkomin.
Það sem mætti bæta við tíðnireglurnar er hámarkstími sem halda má tíðni, td 15 mínútur og kannski líka að maður geti lagt inn pöntun/sett sig á biðlista fyrir tíðninni.
Seinna atriðið kannski erfiðara í framkvæmd þegar á að ná í þann sem er næstur með tíðnina. Yrði kannski óttalegt vesen með að hringja og láta vita að tíðnin sé nú laus...

Hvað finnst ykkur annars um bann við farsímum? Mér skilst að kunnáttumenn hafi litlar áhyggjur af truflun frá þeim og þau skipti sem ég hef gleymt að leggja frá mér gemsan þá hefur ekkert skeð þó hann hafi hringt, nokkra sentimetra frá sendi í notkun.
Ég hef séð nokkrar vallarreglur erlendar þar sem lagt er blátt bann við farsímaburði á vellinum.
Mér finnst þó eðlilegt að slökkva á farsíma í vasanum til frekara öryggis, ekki að tala um þegar stóru módeli er flogið á sýningu eða þvílíkt í húfi.

Megi þið lenda mjúklega.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Þórir T »

Varðandi þetta tíðnibil, þá hef ég aldrei lent í nokkrum vandræðum þó við höfuð staðið með 3 tíðnir í röð og allir að fljúga í einu..
En á flugkomu á melunum, að mig minnir 2002 eða 3 þá var einn módelmaður með tíðni við hliðina á minni og varð var við fullt af trufli og þá frá mér, eða þannig.
Ég segi, hans búnaður var einfaldlega lélegur eða bilaður hið minnsta. Hann hefði ekki átt að nota neitt af því dóti.
Var því ákveðið að hafa þetta bil á milli, ég tek það fram að enginn annar virtist fá truflanir út af sambærilegu.
Einnig var þessi ágæti módelmaður hálfan daginn við uppsetningar og stillingar á módelinu sínu og ég því "grándaður" á meðan hann var að bagsa út á braut.
Þetta finnst mér frekar fúlt, sérstaklega þegar maður leggur á sig að aka 4-500 kílómetra eftir svona samkomum að bjóða öðrum uppá svona einokun á tíðni.
Varðandi þetta reglugerða tal, þá er þetta nokkuð einfalt í mínum huga, við erum með manndrápsverkfæri í höndunum og það að sýna augnabliks gáleysi er ávísun á slys. Notum nú það sem er á milli eyrnanna á okkur og gerum þetta að skynsemi. Ekki drekkja sportinu í einhverjum evrópuráðs stöðlum sem enginn endist í að fara eftir. Höfum gaman að þessu og gerum þetta af skynsemi og miðlum þeirri skynsemi til náungans og þeirra sem hyggjast byrja í sportinu.

Auðvitað er sjálfsagður hlutur að hafa failsafe í öllum stærri módelum, en það er ekki víst að það myndi duga ef illa færi, en það myndi hjálpa.
Það er ekki sjálfsagður hlutur að þetta "reddist" alltaf og sleppi.... sbr nýjasta dæmið í Ungverjalandi. Það hefur oft munað mjög mjóu. Látum það ekki verða meira en það.

MBK
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

Ef ég er einn út á velli þá er ég með símann á mér, annars er hann í töskunni á meðan að ég flýg.
Ég hef aldrei séð farsíma hafa áhrif, hvorki á stýringar né módel, en það sannar hvorki né afsannar neitt ;) Hef svarað í hann þegar þannig hefur staðið á, þægileg vél í loftinu og ekkert annað að flækjast fyrir.

Já ég er sammála Birni(og Þóri) með að það megi athuga með tímastjórnun á tíðnunum, ég sá nokkra verða ansi pirraða í fyrra þegar þeir voru búnir að vera að bíða eftir að komast að. Ef að menn panta tíma þá ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir þá að vera tilbúnir þegar að þeim kemur, þeir voru jú að panta sér þann tíma en þá þarf líka að skila tíðninni á réttum tíma :D

Svo er nú annað í þessum tíðnimálum, þeim er alltaf að fjölga stýringum sem geta stjórnað á hvaða tíðni þær senda út og þá er nú eins gott að menn gleymi sér ekki og fari að skipta á milli á miðjum flugdegi.

Bendi líka á póst frá Ágúst þar sem hann kemur aðeins inn á truflanir og hluti sem geta brenglað merkið, http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=706#p706
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Ingþór »

ég held að 20 mhz tíðnibil er svolítið overkill, það á ekki að hafa áhrif ef kveikt er á tvem sendum hlið við hlið með 10mhz millibili, nema eins og þórir segir að það sé eitthvað alvarlega bilað og þá held ég að 10mhz til eða frá skipti minnsta máli.
Og svo með farsímana, þá eru þeir á allt öðru sviði og eiga ekki að hafa áhrif, og mér skilst að engum hafi tekist að sanna að þeir geti haft það. Ég veit meirasegja um nýlegt íslenskt dæmi þarsem farsími var með flugfarinu einn túr og lenti með 2 missed calls... hann var í video upptökuham. þannig að bann við farsímum er allveg týpiskt svona sænskt regglugerðarbákn sem hefur engan tilgang.

En varðandi PCM þá á það undantekningarlaust að DREPA Á mótor, ekki setja hann í hægagang eða skilja eftir á síðustu stillingu, hugsum um PCM sem öryggistæki fólksins, ekki módelana. og mér finnst að það ætti að skilda öll stærri módel til að vera með PCM eða annan cut off búnað sem virkjast við truflanir virkan, og ættu öryggisfulltrúar klúbba/flugsýninga að gera athuganir á því fyrir flug á flugsýningum og random tékk útá velli....
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Agust »

Ástæðan fyrir truflun milli rása þegar aðskilnaður er 10KHz getur m.a. verið eftirfarandi:

1) Viðtækið er lélegt og illa hannað. Það ræður einfaldlega ekki við að skilja að nálægar stöðvar. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort tækið er PPM eða PCM, single eða dual conversion. Trúlega er þó meira lagt í dual conversion PCM viðtæki en "venjuleg", og hættan því minni. Það er aðgreiningarhæfni (selectivity) svokallaðs millitíðnimagnara í viðtækinu (oftast á 455 kHz) sem ræður mest.

2) Viðtökukrsitall ekki á nákvæmlega réttri tíðni. Viðtækið sér þá aðeins inn á aðra nálægu 10kHz rásina og verður næmt fyrir truflunum þaðan.

3) Sendikristall ekki á nákvæmlega á réttri tíðni. Sendiaflið lekur þá að hluta inn á nálægar rásir. Við fundum fyrir truflun eitt sinn milli rása á móti á Hamranesi. Skanni félagsins var tiltækur á mótinu, og þegar merkin frá sendunum voru skoðuð kom í ljós að tíðnin frá öðrum var nánast á milli rása. Þetta sést með sérstökum ljósum á skannanum sem sýna tíðnifrávik. Viðkomandi hætti að fljúga.

4) Ef menn standa ekki þétt saman á flugbrautinni getur illa farið, sérstaklega ef notaðar eru nálægar rásir. Hugsum okkur að menn standi t.d. með 25m millibili meðfram flugbrautinni og séu að nota nálægar rásir. Módel annars kemur í lágflugi, fyrst 3 metra fyrir framan eigandann og síðan 3 metra fyrir framan félagann. Í fyrra tilvikinu fær módel eigandans vel sterkt merki frá réttum sendi, sem er bara gott, en í síðara tilvikinu verður merkið frá ranga sendinum miklu sterkara en merkið frá rétta sendinum, þar sem rangi sendirinn er í 3ja metra fjarlægð, en rétti sendirinn í um 25 metra fjarlægð. Styrkurinn frá ranga sendinum er um 20db meiri, eða 100 sinnum meiri. Það þarf gott viðtæki til að þola svona sterkt merki á tíðni sem er aðeins 10kHz í burtu. Stöndum því saman!

Bestu kveðjur

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara