Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Bara þær sem nota iOS stýrikerfið, s.s. þær sem eru með snertiskjá.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
[quote=Agust]Eru Apple tölvurnar virkilega svona bæklaðar?[/quote]
Þetta er ekki bæklun heldur meðvituð ákvörðun hjá Steve Jobs. Því að þegar flash keyrir þá, af einhverju orsökum, eyðist hraðar út af batteríinu, og Adobe vill ekki laga það.
Lestu greinina sem ég vísaði á og undrastu eins og ég.
Þetta er ekki bæklun heldur meðvituð ákvörðun hjá Steve Jobs. Því að þegar flash keyrir þá, af einhverju orsökum, eyðist hraðar út af batteríinu, og Adobe vill ekki laga það.
Lestu greinina sem ég vísaði á og undrastu eins og ég.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Fyrst vil ég biðjast undan einhverju eplakasti þó ég vogi mér að segja frá minni reynslu og skoðun.
Löngu áður en ég eignaðist æflón þá setti ég forrit í þær tölvur sem ég umgengst, sem lokar fyrir allt Flash-efni á netsíðum. Þess vegna saknaði ég þess ekki þegar til kom.
Á Mac heitir það ClickToFlash og virkar þannig að Flashefni hleðst ekki inn heldur sýnir auðan reit. Ef þú samt villt setja í gang flassið þá smellir þú bara á reitinn. Þetta minnkar auglýsingasuðið og álagið og ég vildi ekki vera án þess. Það er sjaldan sem ég finn eitthvað Flash sem er áhugavert að smella á. iPaddan er í mikilli notkun við netvafur, blaðalestur og sjónvarpsgláp og þá sjaldan ég rekst á eitthvað Flash-efni sem virðist nauðsynlegt að líta á þá fer ég bara í tölvuna.
Allir erlendir miðlar sem ég skoða reglulega, nota annað (HTML5?) í stað eða samhliða Flash. T.d. virkar jútjúb þannig að ef þú ert að nota epladót þá velur það hentugra form að senda þér.
Þeir sem velja að eyða tímanum í Flash-netleiki nota hvort eð er fæstir íþróttanammi
Apple valdi einfaldlega að ýta Flash út úr dæminu þar sem það hentar þeim ekki og rökin eru skilst mér fyrst og fremst að það er of þungt í vinnslu og veldur of miklum vandræðum.
Svo er hægt að fjargviðrast út af því endalaust hvort það er skynsamlegt eða ekki, oftast er uppveðruð gagnrýnin frá fólki með eplaofnæmi sem stafar af því að það hefur lífsviðurværi sitt af því að laga hitt dótið. Verður fróðlegt að sjá hvort lifir lengur Flashið eða Flashlausa epladótið.
Löngu áður en ég eignaðist æflón þá setti ég forrit í þær tölvur sem ég umgengst, sem lokar fyrir allt Flash-efni á netsíðum. Þess vegna saknaði ég þess ekki þegar til kom.
Á Mac heitir það ClickToFlash og virkar þannig að Flashefni hleðst ekki inn heldur sýnir auðan reit. Ef þú samt villt setja í gang flassið þá smellir þú bara á reitinn. Þetta minnkar auglýsingasuðið og álagið og ég vildi ekki vera án þess. Það er sjaldan sem ég finn eitthvað Flash sem er áhugavert að smella á. iPaddan er í mikilli notkun við netvafur, blaðalestur og sjónvarpsgláp og þá sjaldan ég rekst á eitthvað Flash-efni sem virðist nauðsynlegt að líta á þá fer ég bara í tölvuna.
Allir erlendir miðlar sem ég skoða reglulega, nota annað (HTML5?) í stað eða samhliða Flash. T.d. virkar jútjúb þannig að ef þú ert að nota epladót þá velur það hentugra form að senda þér.
Þeir sem velja að eyða tímanum í Flash-netleiki nota hvort eð er fæstir íþróttanammi

Apple valdi einfaldlega að ýta Flash út úr dæminu þar sem það hentar þeim ekki og rökin eru skilst mér fyrst og fremst að það er of þungt í vinnslu og veldur of miklum vandræðum.
Svo er hægt að fjargviðrast út af því endalaust hvort það er skynsamlegt eða ekki, oftast er uppveðruð gagnrýnin frá fólki með eplaofnæmi sem stafar af því að það hefur lífsviðurværi sitt af því að laga hitt dótið. Verður fróðlegt að sjá hvort lifir lengur Flashið eða Flashlausa epladótið.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
[quote=Agust]...
Hvað er til ráða?[/quote]
Forrita vefsíðuna með annarri tækni. Það er til alveg eins gott eða betra sem iOS tækin sýna.
Mjög margir vefir eru hættir að nota Flash eða bjóða upp á ekki-Flash sýn eins og Jútjúb og þessi (sjá takkaröðina undir myndinni)
Að sjálfsögðu þarf ekki að þráast við að nota Flash ef maður ætlar að setja upp vefmyndavélarsíðu sem á að vera þægilegt að nota fyrir alla.
Hvað er til ráða?[/quote]
Forrita vefsíðuna með annarri tækni. Það er til alveg eins gott eða betra sem iOS tækin sýna.
Mjög margir vefir eru hættir að nota Flash eða bjóða upp á ekki-Flash sýn eins og Jútjúb og þessi (sjá takkaröðina undir myndinni)
Að sjálfsögðu þarf ekki að þráast við að nota Flash ef maður ætlar að setja upp vefmyndavélarsíðu sem á að vera þægilegt að nota fyrir alla.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Allar vefmyndavélarnar (eða vefsíðurnar) hjá Mílu, sem notaðar eru m.a í landkynningu nota Flash. Þær eru því ósýnilegar öllum sem eru að reyna að opna þær með iPad.
Þetta eru allnokkrar vefmyndavélar hjá Mílu sem eru ósýnilegar iPad:
* Bláa Lónið
* Reykjavíkurtjörn
* Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli
* Jökulsárlón
* Gullfoss
* Austurvöllur
* Geysir
(Ef ég hægri-smelli á einhverja myndina frá vefmyndavélinni með PC tölvunni minni, þá sé ég m.a. "About Adobe Plash Player").
Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa í huga ef ætlunin er að setja upp vefmyndavélar fyrir módelflugvelli.
Annars stendur þetta á vefsíðu Adobe:
"Adobe® Flash® Player is a cross-platform, browser-based application runtime that provides uncompromised viewing of expressive applications, content, and videos across browsers and operating systems. Flash Player 10.3 delivers beautiful HD video, faster graphics rendering, and high performance on mobile devices and personal computers and is designed to take advantage of native device capabilities — enabling richer, more immersive user experiences".
http://www.adobe.com/products/flashplayer/
Varðandi iOS:
http://blogs.adobe.com/flashplayer/2011 ... pport.html
Þetta eru allnokkrar vefmyndavélar hjá Mílu sem eru ósýnilegar iPad:
* Bláa Lónið
* Reykjavíkurtjörn
* Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli
* Jökulsárlón
* Gullfoss
* Austurvöllur
* Geysir
(Ef ég hægri-smelli á einhverja myndina frá vefmyndavélinni með PC tölvunni minni, þá sé ég m.a. "About Adobe Plash Player").
Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa í huga ef ætlunin er að setja upp vefmyndavélar fyrir módelflugvelli.
Annars stendur þetta á vefsíðu Adobe:
"Adobe® Flash® Player is a cross-platform, browser-based application runtime that provides uncompromised viewing of expressive applications, content, and videos across browsers and operating systems. Flash Player 10.3 delivers beautiful HD video, faster graphics rendering, and high performance on mobile devices and personal computers and is designed to take advantage of native device capabilities — enabling richer, more immersive user experiences".
http://www.adobe.com/products/flashplayer/
Varðandi iOS:
http://blogs.adobe.com/flashplayer/2011 ... pport.html
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Nú er Ágúst enn eina ferðina búinn að ýta mér út í að kynna mér eitthvað flókið og merkilegt. Ekki langt síðan hann atti mér út í (reyndar á öðrumvettvangi) lestur ýmissa fræðigreina um loftslagsmál, mér til ánægju og fróðleiks 
Nú er það sem sagt Flash umræðan.
Með aðstoð gúgel frænda fór ég í enn eina skemmtilega fróðleiksleit. Það má eins og venjulega finna nokkrar milljónir tilvitnana um málið.
Auðvitað alveg skelflega mikið af "Ég hata Apple"-vefkroti og óballanseruðu bloggbulli. En ef maður skoðar það sem hugsandi fólk skrifar, sérstaklega vefhönnuðir, þá er nú frekar auðvelt að átta sig. Kjarninn í málinu er settur fram nokkuð vel í þessari ársgömlu grein, sem er ballanseruð og ágætlega fram sett.
Í samantekt má segja að Flash er verkfærið sem frá upphafi setti staðalinn og var lengi vel eina leiðin til þess að koma hreyfimyndum og "aktívu" efni á framfæri. Flash er hins vegar "propietary" þeas eign eins fyrirtækis meðan tólin sem eru að taka við af því, sem menn kalla "Web standards" einu nafni eru það sem nafnið bendir til, opin og stöðluð almenn veftól. Flash er viðbót sem þú þarft að sækja hjá Adobe en hitt er innbyggt í vafurtæknina. Vefstaðlarnir (arftakar Flash) eru í þróun sem ekki er nærri lokið en það er Flahs líka. Flash þarf líka að aðlaga sig nýjum kröfum.
Flash er sem sagt hægt og sígandi á undanhaldi, fleiri vefhönnuðir uppgötva að þeir þurfa ekki að nota Flash til að koma á framfæri flottu efni. Til að mæta nýjum kröfum þarf Adobe að breyta Flash en við það hafa þeir hingað til þverskallast. Nú stendur það þó til að mér skilst.
Auðvitað halda Adobe fram ágæti Flash eins og tilvitnun Ágústar sýnir en það er sem sagt ekki lengur eina aðferðin til að búa til fjölskrúðugt vefefni og spurning hvort það lifi af til lengdar þrátt fyrir þá aðlögun sem virðist framundan.
Tvær ástæður halda fyrst og fremst í því lífinu: Að það er svo mikið efni þegar á netinu á því formi og að eldri vafrar styðja ekki nýju vefstaðlana.
Ásetningur Apple er einfaldlega, eins og svo oft áður að ýta við þróuninni. Hver man ekki þegar þeir hentu út disklingadrifunum og allt varð vitlaust í smá tíma?
Hér eru nokkrar lykilmálsgreinar úr ofan tilvitnaðri grein.
[quote]If you want to “go big” visually with a website, delivering complex interaction and a rich experience across a wide range of browsers, Flash is the only way to go. Right? Nope. Given the widespread adoption and advancements of modern browsers and JavaScript libraries, using Flash makes little sense. But it does have its place on the Web, considering the need for progressive enhancement.[/quote]
[quote]Just because Flash-driven websites are gradually disappearing doesn’t mean that Flash will disappear altogether. Too much content and infrastructure have been set up to magically vanish. Without vast restructuring or realigning of organizations and processes, plenty of Flash developers will continue to be employed, and plenty of Flash advertising will be directed at those ready to ignore it.[/quote]
[quote]Web standards and Flash (and other plug-in technologies) are simply tools to create content for the Web. Even if Flash is on the decline for websites, Flash developers have no reason to worry about becoming obsolete.
Everything that is true for creating rich Internet applications holds true for whatever other tool you use, and transitioning to Web standards development may be easier than you think.[/quote]
[quote][quote]“HTML5 vs. Flash” is the wrong discussion. “Accessible rich media” is the right one.
— Jeffrey Zeldman (via Twitter)[/quote]
[/quote]
WesserbisserDog rests his case

Nú er það sem sagt Flash umræðan.
Með aðstoð gúgel frænda fór ég í enn eina skemmtilega fróðleiksleit. Það má eins og venjulega finna nokkrar milljónir tilvitnana um málið.
Auðvitað alveg skelflega mikið af "Ég hata Apple"-vefkroti og óballanseruðu bloggbulli. En ef maður skoðar það sem hugsandi fólk skrifar, sérstaklega vefhönnuðir, þá er nú frekar auðvelt að átta sig. Kjarninn í málinu er settur fram nokkuð vel í þessari ársgömlu grein, sem er ballanseruð og ágætlega fram sett.
Í samantekt má segja að Flash er verkfærið sem frá upphafi setti staðalinn og var lengi vel eina leiðin til þess að koma hreyfimyndum og "aktívu" efni á framfæri. Flash er hins vegar "propietary" þeas eign eins fyrirtækis meðan tólin sem eru að taka við af því, sem menn kalla "Web standards" einu nafni eru það sem nafnið bendir til, opin og stöðluð almenn veftól. Flash er viðbót sem þú þarft að sækja hjá Adobe en hitt er innbyggt í vafurtæknina. Vefstaðlarnir (arftakar Flash) eru í þróun sem ekki er nærri lokið en það er Flahs líka. Flash þarf líka að aðlaga sig nýjum kröfum.
Flash er sem sagt hægt og sígandi á undanhaldi, fleiri vefhönnuðir uppgötva að þeir þurfa ekki að nota Flash til að koma á framfæri flottu efni. Til að mæta nýjum kröfum þarf Adobe að breyta Flash en við það hafa þeir hingað til þverskallast. Nú stendur það þó til að mér skilst.
Auðvitað halda Adobe fram ágæti Flash eins og tilvitnun Ágústar sýnir en það er sem sagt ekki lengur eina aðferðin til að búa til fjölskrúðugt vefefni og spurning hvort það lifi af til lengdar þrátt fyrir þá aðlögun sem virðist framundan.
Tvær ástæður halda fyrst og fremst í því lífinu: Að það er svo mikið efni þegar á netinu á því formi og að eldri vafrar styðja ekki nýju vefstaðlana.
Ásetningur Apple er einfaldlega, eins og svo oft áður að ýta við þróuninni. Hver man ekki þegar þeir hentu út disklingadrifunum og allt varð vitlaust í smá tíma?
Hér eru nokkrar lykilmálsgreinar úr ofan tilvitnaðri grein.
[quote]If you want to “go big” visually with a website, delivering complex interaction and a rich experience across a wide range of browsers, Flash is the only way to go. Right? Nope. Given the widespread adoption and advancements of modern browsers and JavaScript libraries, using Flash makes little sense. But it does have its place on the Web, considering the need for progressive enhancement.[/quote]
[quote]Just because Flash-driven websites are gradually disappearing doesn’t mean that Flash will disappear altogether. Too much content and infrastructure have been set up to magically vanish. Without vast restructuring or realigning of organizations and processes, plenty of Flash developers will continue to be employed, and plenty of Flash advertising will be directed at those ready to ignore it.[/quote]
[quote]Web standards and Flash (and other plug-in technologies) are simply tools to create content for the Web. Even if Flash is on the decline for websites, Flash developers have no reason to worry about becoming obsolete.
Everything that is true for creating rich Internet applications holds true for whatever other tool you use, and transitioning to Web standards development may be easier than you think.[/quote]
[quote][quote]“HTML5 vs. Flash” is the wrong discussion. “Accessible rich media” is the right one.
— Jeffrey Zeldman (via Twitter)[/quote]
[/quote]
WesserbisserDog rests his case
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Það eru til leiðir til að skoða Flash í ios tækjum (mis góðar). Gúúglið bara eftir þessu. Það er hægt að kaupa apps á istore sem "streyma" þessu í browserinn, og fyrir þá sem eru búnir að "djeilbreika" síma/ipadda eru til enn aðrar apps. í þetta.
ps. Þó ég sé afar ánægður með apple tækin mín, hata ég framkomu steve jobbs gagnvart kúnnunum sínum (hann hlýtur að vera antikristur
ps. Þó ég sé afar ánægður með apple tækin mín, hata ég framkomu steve jobbs gagnvart kúnnunum sínum (hann hlýtur að vera antikristur

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Gaman að fylgjast með þessari umræðu, sérstaklega þar sem ég hef aldrei verið neinn sérlegur aðdáandi Apple varanna (það var einokunin og uppskrúfað verðið sem ég setti fyrir mig) og lengi verið mikill hatursmaður Microsoft (yfirgangurinn í þeim fer í mínar fínustu). Veriði bara fegnir að það er þó Adobe Flash sem verið er að tala um en ekki MS Direct X.
En, eins og Doktorinn, þá bara hamle ég Flash niðurhali á vefskoðurum mínum (opinn hugbúnaður og ókeypis !!!
) og smelli á það sem ég vil sjá.
Lifi frelsið !
En, eins og Doktorinn, þá bara hamle ég Flash niðurhali á vefskoðurum mínum (opinn hugbúnaður og ókeypis !!!

Lifi frelsið !
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Ég er ekkert óánægður með iPadinn minn, þvert á móti Hann er mikið notaður. FaceTime hefur komið að mestu í stað Skype til að hafa videosamband mill landa. Svo er ég með gamlan iPhone. Fyrst átti ég Mac-128k (árið 1984) sem ég breytti í Mac-512k með því að fjarlægja aragrúa minniskubba af móðurborðinu og lóða inn nýja, síðan uppgærði ég nokkru seinna í Mac Plús. iPhone minn er af fyrstu kynslóð. Við vorum með fyrirrennara Mac (Lisa) í vinnunni á sínum tíma og síðan ýmsar útgáfur af Mac, þar til við skiptum yfir í PC.
Þekki því þennan epplaheim nokkuð vel. - Kann þó ekki að horfa á vefmyndavélar Mílu á iPad.
Þekki því þennan epplaheim nokkuð vel. - Kann þó ekki að horfa á vefmyndavélar Mílu á iPad.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Niðurstaðan af þessu er sem sagt að vefefni, svo sem módelflugvallavefmyndavélavefsíður þarf framvegis að útbúa samkvæmt nútíma vefstöðlum
svo allir geti verið ánægðir. Eftir því sem ég best fæ séð ætti það að vera leikur einn fyrir vefhönnuði sem nenna að fylgjast með.
Nú er bara að vinda sér í verkefnið með módelflugvallavefmyndavélabúnaðaruppsetningu fyrir alþjóðaflugvöllinn að Hamranesi. Ætli áhuginn sé nægur fyrir því að menn leggi í púkkið? Mín hugmynd er frjáls framlög í verkefnasjóð. Viðmiðunarupphæð þyrfti að ráðast af kostnaðaráætlun en ég gæti alveg hugsað mér sjálfur að leggja til dæmis aukaárgjald í svona þarft vekefni. Svo má fá hjálp td hjá NOVA. Ég veit að þeir eru opnir fyrir svona eins og Lalli hefur bent á. Það væri jú flott auglýsing fyrir slíkan styrktaraðila með skilti við hliðið sem segði td: "Svæðið er vaktað með búnaði frá XXXXX". Fyrir svo utan viðbótaröryggið sem það gæfi okkur.

Nú er bara að vinda sér í verkefnið með módelflugvallavefmyndavélabúnaðaruppsetningu fyrir alþjóðaflugvöllinn að Hamranesi. Ætli áhuginn sé nægur fyrir því að menn leggi í púkkið? Mín hugmynd er frjáls framlög í verkefnasjóð. Viðmiðunarupphæð þyrfti að ráðast af kostnaðaráætlun en ég gæti alveg hugsað mér sjálfur að leggja til dæmis aukaárgjald í svona þarft vekefni. Svo má fá hjálp td hjá NOVA. Ég veit að þeir eru opnir fyrir svona eins og Lalli hefur bent á. Það væri jú flott auglýsing fyrir slíkan styrktaraðila með skilti við hliðið sem segði td: "Svæðið er vaktað með búnaði frá XXXXX". Fyrir svo utan viðbótaröryggið sem það gæfi okkur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken