Sælir félagar
Sopwith Pup flaug á Melunum í kvöld.
Þetta er svakaleg flugvél, alveg gegt æðisleg (eða þannig). Ég byrjaði á því að taxa fram og aftur og komst að því að það er smávegis hægt að stjórna henni á grasinu, en alls ekki á malbikinu. Síðan beindi ég henni upp í goluna sem lék um okkur til tilbreytingar og gaf allt í botn. Hún rúllaði nokkra metra (tvo til þrjá í mesta lagi), lyfti stélinu og var allt í einu byrjuð að fljúga.
Ég hef aldrei trúað því þegar menn skrifa um fyrsta flug á einhverju módeli og segja að það hafi flogið rétt og vel án þess að þurfa nokkurt trimm, en nú þarf ég einmitt að segja þetta. Áður en ég tók á loft tók ég eftir því að hliðarstýrið var aðeins í aðra áttina, svo ég lagaði það með trimminu. Eftir það snerti ég ekki eitt einasta trimm. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Venjulega þegar ég flýg nýju modeli í fyrsta sinn,þá þarf ég að berjast við það með annarri hendinni á meðan ég nota hina til að dæla inn trimminu þar til það flýgur nokkurnvegin skammlaust. Í öfgatilfellum hef ég meira að segja þurft að fá aðstoðarmann til að trimma fyrir mig á meðan ég hélt við pinnana. En ekki núna. Pupinn flaug eins og sönn hefðardama án allra leiðréttinga.
Eftir nokkra hringi og lágflug fyrir myndavélarnar var kominn tími til að prófa lendingu. Ég vildi að ég gæti sagt að hún hafi lent eins og dama, en vegna þess að ég vissi ekki alveg hvað ég vara að gera fór lendingin ekki eins og til var sáð. Það er nefnilega lítið hægt að gera þegar maður er komiunn niður undir jörð á næstum engum hraða og kominn með hæðarstýrispinnann í magann. Pupinn endaði á nefinu og spaðinn brotnaði.
Seinna flugið fór betur. Ég prófaði ofris, og hún bara kinkaði kolli og setti hægri vænginn örlítið niður. Annars gerðist ekkert. Nokkur lágflug í viðbót og tvær lendingar sem tókust alveg bærilega. Síðasta lendingin var eins og sú fyrsta og aftur endaði Pupinn á nefinu og spaðinn brotnaði. Nú fór Sverrir að tala um að setja af stað landssöfnun til að fjármagna spaðakaup fyrir mig.
Maður þarf virkilega að fljúga þessu módeli. Það þýðir ekki bara að henda því um loftið með hallastýrum og hæðarstýri. Ef maður notar ekki hliðarstýrið líka, þá eru beygjur hálfvitalegar þegar best lætur.
Ég ætlaði að taka fullt af myndum, en var eiginlega of önnum kafinn við að fljúga til þess. Ég ætlaði að taka myndir af vélinni eftir fyrsta flugið, en þegar ég var búinn að taka þessa hér, þá gáfu batteríin í myndavélinni upp öndina.
Það voru nokkrir með myndavél þarna og þeir ætla að senda mér eintök af þeim. Hugsanlega setur Sverrir inn myndir í safnið eða eitthvað. Það verður alla vega vídeó á vef FMFA
Sopwith Pup flaug á Melunum
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
[quote=Gaui]Venjulega þegar ég flýg nýju modeli í fyrsta sinn,þá þarf ég að berjast við það með annarri hendinni á meðan ég nota hiina til að dæla inn rtimminu þar til það flúgur niokkurnvegin skammlaust. Í öfgatilfellum hef ég meira að segja þurf tða fá aðstoðarmann til að trimma fyrir mig á meðan ég hlelt við pinnana. En ekki núna. Pupinn flaug eins og sönn hefðardama án allra leiðréttinga..[/quote]
Þér fer greinilega fram í smíðinni he-he-he.
Hjartanlega til hamingju. Sannarlega flott módel... ef dæma má myndir sme ég hef séð þá er þetta topp klassi.
Þér fer greinilega fram í smíðinni he-he-he.
Hjartanlega til hamingju. Sannarlega flott módel... ef dæma má myndir sme ég hef séð þá er þetta topp klassi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Hérna er ein mynd af flugtakinu:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Fleiri myndir:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Stórglæsileg vél og til hamingju með fyrstu flugin. Hægt er að sjá fleiri myndir inn á Myndasafninu.
Engin smásmíði
Ein eldri fær svo að fljóta með.
Engin smásmíði
Ein eldri fær svo að fljóta með.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Rosalega flott - verst að ég var á Suður-Íslandi... Hvað um það, það er virkilega ánægjulegt að svona vel hafi gengið - ég get vottað að ekki var kastað til höndunum við smíðina
Til hamingju með vel heppnaða smíð, Gaui!
Til hamingju með vel heppnaða smíð, Gaui!
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Frábært testflug í góðu veðri til hamingju Gaui
Kv Gummi
Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
glæsileg vél! til hamingju með hana Gaui!
fótó fótó fótó sjopp, úúúha
fótó fótó fótó sjopp, úúúha
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Sopwith Pup flaug á Melunum
Til haminjgu með fyrsta flugið Gaui. Frábærar myndir.
Stebbi Sæm sagði mér í dag að það hefði verið hreint æðislegt að sjá hana fljúga.
Ég hlakka til að sjá hana í Ágúst..
Stebbi Sæm sagði mér í dag að það hefði verið hreint æðislegt að sjá hana fljúga.
Ég hlakka til að sjá hana í Ágúst..
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."