Í gær ákvað ég að smíða mér svona flugmódelstand til að auðvelda mér fiktið í gömlu Extrunni minni. Ég átti leið framhjá byggingavöruverslun, sótti mér plötu af 10mm MDF, nokkrar lamir, skrúfur og frauðhólk. Síðan studdist ég við hugmynd frá breskum pistlahöfundi, Greg Tracey.
Fyrst voru grófar útlínur teiknaðar á plötuna:

Svo var farið út á pall og sagað. Venjuleg stingsög rennur í gegnum svona MDF eins og það væri smjör. Beinar línur bara teknar eftir "good, old MK.1 eyeball"


Búið að efna niður í standinn - tók u.þ.b. 10 mínútur.

Síðan voru lamirnar skrúfaðar í á strategískt réttum stöðum, frauðhólkunum komið fyrir og Extran mátuð í. Hún smellpassar en auðvitað er ekkert mál að nota standinn fyrir nánast hvaða vél sem er.

Það besta er svo að vegna lamanna er hægt að leggja standinn saman þannig að hann er flatur (ermmm... næstum því flatur) þegar hann er í geymslu eða inni í bíl. Neðsta spýtan læsir standinum þegar hann er í uppréttri stöðu. Svo er hægt að lakka eða mála eftir "smag og behag"...

Tími samtals: U.þ.b. 30 mínútur.
Efniskostnaður: Ca. 1000 krónur.
Ánægjufaktor: 100%
Kv,
Árni H