Laugardagsföndrið

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir Árni H »

Sælir!

Í gær ákvað ég að smíða mér svona flugmódelstand til að auðvelda mér fiktið í gömlu Extrunni minni. Ég átti leið framhjá byggingavöruverslun, sótti mér plötu af 10mm MDF, nokkrar lamir, skrúfur og frauðhólk. Síðan studdist ég við hugmynd frá breskum pistlahöfundi, Greg Tracey.

Fyrst voru grófar útlínur teiknaðar á plötuna:
Mynd

Svo var farið út á pall og sagað. Venjuleg stingsög rennur í gegnum svona MDF eins og það væri smjör. Beinar línur bara teknar eftir "good, old MK.1 eyeball" :)
Mynd

Búið að efna niður í standinn - tók u.þ.b. 10 mínútur.
Mynd

Síðan voru lamirnar skrúfaðar í á strategískt réttum stöðum, frauðhólkunum komið fyrir og Extran mátuð í. Hún smellpassar en auðvitað er ekkert mál að nota standinn fyrir nánast hvaða vél sem er.
Mynd

Það besta er svo að vegna lamanna er hægt að leggja standinn saman þannig að hann er flatur (ermmm... næstum því flatur) þegar hann er í geymslu eða inni í bíl. Neðsta spýtan læsir standinum þegar hann er í uppréttri stöðu. Svo er hægt að lakka eða mála eftir "smag og behag"...
Mynd

Tími samtals: U.þ.b. 30 mínútur.
Efniskostnaður: Ca. 1000 krónur.
Ánægjufaktor: 100%


Kv,
Árni H
Passamynd
maggikri
Póstar: 5680
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir maggikri »

Ansi flottur smíðaþráður hjá þér Árni!. Smíðaðir þú líka hægindastólinn sem er i horninu á pallinum hjá þér?

kv

MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einmitt sniðut að hafa svona hillu neðst til þess að leggja frá sér drykkjardósina ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3668
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir Gaui »

Björn -- það heitir BAUKUR hér fyrir norðan

skilst mér.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Björn -- það heitir BAUKUR hér fyrir norðan

skilst mér.

:cool:[/quote]
Þetta líka?:

Mynd :lol:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Laugardagsföndrið

Póstur eftir Árni H »

[quote=maggikri]Ansi flottur smíðaþráður hjá þér Árni!. Smíðaðir þú líka hægindastólinn sem er i horninu á pallinum hjá þér?

kv

MK[/quote]
Takk - það er gaman að setja svona örþræði þegar maður er eitthvað að bauka ;)

Hægindastólinn var svona annað laugardagsföndur hjá okkur Mumma (teikning: http://www.buildeazy.com/fp_adirondackchair_std.html). Við ætluðum að smíða fjóra svona en bara frumsmíðin er tilbúin enda hefur Mumminn verið upptekinn við að undirbúa undanhald til flatari landa undanfarna daga. Þetta er lygilega þægilegur stóll með nóg pláss fyrir bjór, farsíma og bók módelblað á armrestinu :D

Hillan á módelstandinum er hönnuð fyrir svona glös (ég reyndi að ná mynd af því með Laphroaig í, en það tókst ekki):
Mynd

Mvh,
Árni H
Svara