Ekki svo falleg lengur

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11687
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Sverrir »

Eins og menn hafa kannski heyrt þá brotlenti Big Beautiful Doll eftir samflug við Skyraider á Duxford um helgina. Sem betur fer varð ekki manntjón því BBD flugmaðurinn henti sér út á síðustu stundu og Skyraider-inn náði að lenda.

Nóg var af vídeóvélum og myndavélum á svona stórri samkomu og er eitthvað af efni komið á netið.

Seinna vídeóið er talsvert betra en ég læt það fyrra fylgja með þar sem það er frá öðru sjónarhorni og sýnir kannski líka aðeins afhverju frásagnir af atburðum geta verið jafn margar og sjónarvottarnir.





Mynd

[quote]The unfortunate loss of surely the most superbly painted Mustang 'Big Beautiful Doll'. The former owner, Rob Davies's recovery and subsequent fast taking to the chute at only 800 feet has to be marvelled at...well done Rob! Also the French Skyraider owned by Amicale Jean Baptiste Salis regained control and landed with a few feet missing from the wing[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Árni H »

Úff! Þarna er tvennt sem vekur athygli - annars vegar hversu flugmaðurinn á Mustanginum er fljótur að losa sig við canopiuna á meðan hann fer greinilega yfir stöðuna áður en hann fleygir sér út og hins vegar að Skyraderinn geti lent svona mikið skemmdur. Greinilega vel smíðuð vél!

Gott að ekki varð mannskaði við þetta en það er eftirsjá að Mustanginum.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11687
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Sverrir »

Viðtal við Rob Davis sem var flugmaður BBD.

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir einarak »

Mustanginn virðist samt vera í þokkalega heilu lagi, þ.e. allir hlutar þokkalega á sínum stað. Spurning hvað hafi valdið því að hún varð óflughæf
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11687
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Sverrir »

Kemur sennilega ekki í ljós fyrr en skýrslan kemur út en það má vel vera að það hafi ekki verið neinn heppilegur lendingarstaður framundan miðað við hæð og hraða auk þess sem hann mátti ekki vera mikið seinni að henda sér út til að sleppa.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Olddog »

Skyrider vængendinn hittir skrokkinn á Mustangnum neðanfrá og kemur nánast þar sem olíukæishlífin mætir afturbúknum, svona c.a. þar sem cowlflapsinn á olíukælirnum er og gerir þar heljarinnar gat. Ef mér ekki skjátlast, þá liggja stýrirvírarnir fyrir stélin einmitt þarna og hann gæti hafa misst einhver stjórntæki. Hann er þó með stjórn á vélinni þangað til hann hoppar ú og það sést greynilega að um leið og hann hoppar út (eða veltirsér yfir gluggakarminn) þá fer nefið á vélinni skarpt niðurávið (pitch down). En einsog Sverrir segir er ekki hægt að fá neinn botn fyrr en skýrslan kemur. Þessir gömlu kallar eru þjakaðir af reynslu og algerir proffar, og búnir að æfa svona "emergency egress" og átomatið fer einfaldlega í gang og menn hugsa bara um að komast frá málinu, það sést vel að hann skýtur kanópíinu af svona 2 -3 sekúndum eftir að höggið kemur og er að reyna að halda vélinni level meðann hann losar beltin, hann er kominn út á vænginn á kannski 5-7 sec. eftir höggið.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Messarinn »

Standard prosess hjá flugmönnum í stríðinu var að ýta stýrisstönginni fram og þá varpar miðflóttar aflið flugmanninum út úr cockpittinu og hann sleppur við að lenda á stélinu. mér sýnist að hann gera það í myndbandinu og þá er hæðarstýrið (elevator) allavega virkt??
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Olddog »

Já þetta er án efa rétt, og af stélflötunum er hæðarstýrið það eina sem skiptir máli og það virðist hafa virkað að einhverju leyti. Eitthvað hefur þó verið að, því hann er mjög lágt til að hoppa með einhverju öryggi og hann hefur væntanlega metið stöðuna þannig að það væri samt eini valkosturinn í stöðunni.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11687
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Sverrir »

Ef maður ætti að skjóta þá myndi ég halda að hann hafi ekki séð neina örugga bletti til að koma vélinni, og sér, heilli niður. Svo má auðvitað ekki gleyma að í þessari hæð er ákvörðunartíminn ekki langur og þetta er flugmaður með mikla reynslu á þessa vél. Efast ekki um að ákvörðunin var rétt miðað við aðstæður.

Eins og máltækið segir:
There are old pilots and there are bold pilots. But there are no old, bold pilots.

Eða næstum því > http://www.oldboldpilots.com/ ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ekki svo falleg lengur

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Sverrir]Eins og máltækið segir:
There are old pilots and there are bold pilots. But there are no old, bold pilots.

Eða næstum því > http://www.oldboldpilots.com/ ;)[/quote]
Þetta er svo satt
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara