Vísindaveröld

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vísindaveröld

Póstur eftir Agust »

Þið kannist kanski við vísindaveröldina í Húsdýragarðinum. Vefsíðan er hér:
http://www.mu.is/visindaverold . Þetta er eins konar vísir að Science Museum, en þar er oft deild þar sem börn fá að kynnast vísindum og tækni með því að snerta á hlutunum. Þar fá börn á öllum aldri að fikta og prófa. Fátt er bannað. Flest af því sem er til sýnis í Vísindatjaldinu er styrkt af fáeinum fyrirtækjum, þar á meðal fyrirtækinu sem ég starfa hjá www.rt.is

Við smíðuðum og gáfum þeim eitt vinsælasta tækið, þ.e. tröllið sem maður stingur höfðinu í ginið á og öskrar af öllum lífs og sálar kröftum. Tveggja metra há ljóssúla sýnir árangurinn í desibelum. http://www.mu.is/visindaverold/taekin/nr/89

Sjálfur hef ég í sjálfboðavinnu skrifað skýringartexta við allmörg (flestöll?) tækjanna og reynt að hafa það eins stutt og skýrt og kostur er.


Jæja, þá er loks komið að erindinu:

Mér hefur oft komið til hugar, að fróðlegt geti verið fyrir börn á öllum aldri að kynnast flugeðlisfræði í Vísindaveröldinni. Mér hefur komið til hugar módel, með rafmagnsmótor, sem hengi uppi í rjáfri. Á borðinu væri fjarstýring. Þarna væri hægt að prófa að "fjarstýra" módelinu og hreyfa alla stýrifleti og breyta hraða mótors. Einnig væri þarna tölva með módel-flughermi. Auðvitað einnig kynning á flugmódel-íþróttinni.

Þetta væri auðvitað góð kynning á flugmódelsportinu, auk þess að vera fræðandi fyrir ungdóminn. Við gætum, sem styrktaraðilar, fengið góða kynningu og vafalítið velvilja hjá borgaryfirvöldum. Eg veit að okkur yrði mjög vel tekið.

Hvað finnst mönnum um þetta?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vísindaveröld

Póstur eftir Agust »

Það sem ég er með í huga er hvort einhver eigi módel sem hann vill lána Vísindaveröldinni. Ég á líklega gamla fjarstýringu sem mætti nota. Það gæti verið snjallt að setja lítinn rafmagnsmótor í nefið á vélinni ásamt hraðastýringu. Þetta yrði síðan allt saman tengt 220VAC / 4,8 og 9,6V aflgjafa.

Ég er sannfærður um að þetta gæti verið mjög góð kynning fyrir okkur flugmódeláhugamenn.

Svo væri snjallt ef einhver á gamlan flughermi sem hann notar ekki.

Slide-show með myndum / video af flugmódelum væri örugglega vinsælt.

Þarna mætti hafa gamla mótora o.fl. til sýnis.

Vísindaveröldin getur örugglega greitt fyrir efni sem við leggjum til.

Þetta þarf hvorki að vera flókið né merkilegt. Þeir sem standa að Vísindaveröldinni eru allir hálfgerðir dellukallar eins og við flugmódelmenn.

Logo flugmódelfélaganna yrðu auðvitað áberandi.

Orðið er laust....
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vísindaveröld

Póstur eftir Ingþór »

ég á í kassa mjög gamla futaba stýringu með móttakara í óþekktu ástandi, slatta af hinum og þessum servóum í sama ástandi og 3 stk cox mótora eða aðeins stærra sem ég er alveg til í að dónera í svona verkefni ef einhver áhugi er fyrir því, þvímiður á ég ekkert annað af listanum sem ég get látið frá mér.

Og mér finnst þetta mjög góð hugmynd hjá þér Ágúst.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Vísindaveröld

Póstur eftir kip »

Þetta er mjög góð hugmynd og hljómar einnig framkvæmanleg!
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: Vísindaveröld

Póstur eftir Jón Björgvin »

mjög Sniðugt :o
Svara