Hvað varðar heimilistrygginguna, þá er það mín reynsla að hún dekkar ekkert tjón, alveg sama hvað það er, ef tryggingafélögunum lýst svo á. Þau bara skilgreina og flokka tjón eftir því hvað hentar þeim best. Ef Ingolfur flýgur þotunni inn um glugga í Grindavík og kveikir í húsinu (vörst keis senaríó), þá er ég nokkuð viss um að tryggingafélagið hans setji hendur sínar í stóra þvottavél og sæki síðan andvirði tjónsins í vasa hans með látum og offorsi.
En það sem gæti komið up, jafnvel þó tjón á Grindvískum húsum sé lítið og léttvægt, er að regluóðir stjórnsýslukóngar fari að skoða þetta með flugmódelin og hvort ekki beri að setja yfir þá lög, reglugerðir og gjöld. Þess vegna hef ég amast við flugi beinbrjóta á Miklatúni og félaga minna hér fyrir norðan inní miðjum íbúðahverfum. Við erum ósýnilegir og viljum vera það áfram.
Nú er ég ekki (endurtek EKKI) að banna Ingolfi að fljúga á bleðlinum sínum í Grindavík -- og raunar öfunda ég hann af að hafa svona sléttan flöt til að fljúga af (hér hallar allt í mínu nágrenni

