Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sælir félagar.

Félagi minn kaupir stundum alls konar dra... eh dót frá vinaþjóð okkar í austri. Nýlega keypti hann batterí til þess að drífa spennujafnara sem svo er tengdur i DSLR myndavél fyrir langar time-lapse tökur.

Hleðslutæki fylgdi. Eins og gerist með langmest af því sem hingað er flutt frá landinu stóra þá fór tækið upp í reyk um leið og það var sett í samband.
Andinn slapp sem sagt úr flöskunni í orðsins fyllstu merkingu.
Hinn mikilvægi hvíti reykur sem heldur kínatækjum gangandi, slapp út úr hleðslutækinu og út í andrúmsloftið og þar með var sælan búin. Eftir situr hann með rafhlöðuna sem virðist ekki hafa orðið fyrir skaða (ennþá?).

Mynd

Þar sem þessi vinur minn telur mig vera alvitran á þessu sviði :) kom hann auðvitað til mín með hlunkinn í von um úrlausn.

En nú verðið þið að hjálpa mér að halda mannorðinu.

Ég ætlaði að láta hann hafa gamalt hleðslutæki með LiIon stillingu en þegar ég las á miðann á hlöðunni runnu á mig tvær grímur.
Vandinn er sá að kvikyndið er samkvæmt miðanum af gerðinni Lithium Ion og spennan er sögð 12 volt sem ekki alveg stemmir við það sem við erum vanir eða hvað?
LiIon stillingin á mínum tækjum er fyrir 11.1 volt. Það eru rétt rúm 12 volt á hlöðunni án álags.

Kannast einhver við LiIon hlöður sem eru 12 volt "nominal"? Hvaða hleðslutæki væri óhætt að nota?
Á hlöðunni stendur að hlaða eigi með 12.6v inn. Kannski er óhætt að nota tímarofa á þetta en öryggisvitund mín hvíslar því að mér að það væri frekar óviturlegt að treysta á guð og lukkuna í svona.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Valgeir »

Ég mundi prófa að hlaða það á 11.1v stillingunni, ef að battery í símum eru 3.7v þá dettur mér í hug að þetta sé bara vitlaust merkt 3s liIon en þó veit ég ekkert um þetta drasl og er bara að sega það sem að ég held. :)
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Agust »

Getur ekki verið að þetta sé öflugur kínverji með rafmagnshvellhettu sem er fyrir 12,6V eins og margir útvarpslampar (ef þið vitið hvað það er) voru gerðir fyrir sem glóðarspennu. Passaðu þig að vera ekki nálægt þegar þú tengir spennugjafann.

Svo mætti prófa að smella hér: http://www.yisenneng.com/En/ProductList.asp?SortID=53
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Gaui »

Ég myndi bara henda þessu strax í ruslið og ekki gera neinar lífshættulegar tilraunir með þetta rafmagnsdra...dót.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir hrafnkell »

Þetta er líklega lipo/liion, þar er fullhlaðin cella 4.2v (3x4.2 = 12.6v). Ættir að geta notað hvaða lipo hleðslutæki sem er í þetta.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=hrafnkell]Þetta er líklega lipo/liion, þar er fullhlaðin cella 4.2v (3x4.2 = 12.6v). Ættir að geta notað hvaða lipo hleðslutæki sem er í þetta.[/quote]
Auðvitað grunar mann að þetta sé bara "rangt" merkt þriggja sellu batterí. Við erum vanir því að LiIon og LiPo séu taldar 3,7v nominal charge per sellu sem gerir 11.1 volt í þriggja sellu hlöðu. Fullhlaðnar eru þær jú rúm 12 volt en undir álagi skila þær ekki fullum 12 voltum nema rétt í upphafi.
Áhyggjurnar snúast frekar um hversu góðar sellur eru í þessu og hvort venjuleg LiIon stilling á hleðslutæki sé raunverulega örugg.
Skiptir eiginlega ekki höfuðmáli heldur langaði mig að fá fram smá umræðu um þetta kínadra... eh, ég meina dót og heyra hugsanlegar reynslusögur.
Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um fánýti þess að panta frá þeim skáeygu. Ef ég tæki saman allt sem ég hef sjálfur keypt og drægi frá það sem hefur reynst ónýtt og bæti smávegis við fyrir ergelsi og úrslitna hárlokka þá held ég að það sé bara hagstæðara að halda sig við ekki-Kína/ekki-NoName.

Ætli ég láti ekki félagann fá gamla triton tækið mitt gegn loforði um að hann hlaði aldrei inni í Landkrúsernum eða innan húss.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Agust »

Ætli það sé gert ráð fyrir balancer í þessu batteríi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Ætli það sé gert ráð fyrir balancer í þessu batteríi?[/quote]
Nei :(
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir hrafnkell »

ódýrt batterí og ekkert balance plögg er ekki séns sem ég myndi taka. Þótt þú myndir bara hlaða batteríið upp í 12v (í staðinn fyrir að "fylla" það upp í 12.6v), þá getur maður ekkert fylgst með því hvort ein cellan sé farin að skríða afturúr eða framúr. Ef maður væri viss um að þetta séu hágæða cellur, þá kannski myndi maður kannski þora að hlaða þetta aftur og aftur án balance :)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstur eftir Agust »

Björn

Ef þú þekkir einhvern sem á beittan hníf (eins og notaður er til að opna fólk) og lóðbolta, þá er kannski ekki flókið að bæta við balance snúru. Það mætti endurnýta snúruna og tengið úr ónýtu kínabatteríi.

Fyrst konurnar í Kína geta gert það, þá ættu karlmenn á Íslandi að ráða við það.

Ef vinur þinn ætlar að nota þetta til að taka hikmyndir þá verður einhver að kippa þessu í liðinn.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara