byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

tvær spurning þegar maður pantar frá Bretlandi þarf maður að borga þetta "vat" eða dregst það frá ??

eru einhverjar atvinnumanna upptöku þyrlur hér á klakanum sem vitað er um ??

það væri ekkért að því að eiga eins og eina svona.

http://www.kopterworx.com/RTF-ready-to- ... /-retracts
hægt að taka fínar myndir í jóla kortin og ómissandi í ferðalögin
http://vimeo.com/30987747
http://vimeo.com/23358353

eini gallin er kannski verð miðinn, en hver á ekki nóg af peningum í dag ;)
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Tóti »

Ég held að það fari bara eftir versluninni hvort þeir dragi skattinn "vat" frá eða ekki.
Stundum þarftu að haka í eitthvað box til að fá skattinn af, og stundum gerist það líka sjálfkrafa þegar þú velur að senda til Íslands.
Það eru nokkrar "atvinnumanna upptöku þyrlur" komnar á klakan. Sumar búnar að vera hér lengi. 2011 komu allavega 2 til landsins. Engin af þessum þyrlum eru hins vegar í notkun svo ég viti.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

okey en ég veit að "Vat" er inní verðinu sem ég er með. spurningin mín er borgum við þennan "vat" skatt þegar hlutir eru fluttir til íslands eða er þetta einhvað sem við sleppum við ?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Sverrir »

VAT er virðisaukaskattur þeirra Breta(20%), við útflutning til landa utan ESB þá dregst hann frá verði vörunnar. Þegar varan kemur hingað heim geta lagst á hana vörugjöld(tollar) og svo bætist alltaf okkar virðisaukaskattur við.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Gaui »

Ég hef aldrei þurft að minna Bretana á að taka VAT af vörum sem ég hef keypt frá þeim.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

Sælir strákar ég held bara áfram að spyrja þar sem ég fæ alltaf svar við spurningunum :) en ég skal halda mig við módelin í bili. ég var að spá varðandi sendingar á batteríum nú er ég smiður og þekki það að þegar betterí fer í borvél hjá manni er nánast betra að kaupa nýja vél frekar en að kaupa nýtt batterí þar sem það kostar svipað og ný vél. Mér hefur alltaf verið tjáð það af afgreiðslu mönnum að það sé svo dýrt að flytja batterí inn til landsins allskonar mengunar gjöld og o.s.frv.
en spurninginn er eru eitthver slík gjöld að leggjast á stærri batteríinn t.d. 22v 5200ma lipo eða er þetta bara vaskurinn og þessi venjulegu gjöld sem leggjast ofaná þetta ??

(eða á það kannski ekki við þessi batterí þar sem þau eru umhverfisvæn) ?

Kv. Sigurður
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Sverrir »

Já maður hefur heyrt þessa iðnaðarmannasögu í gegnum tíðina og þetta virðist jafnvel eiga við um nýrri rafhlöðugerðir ef marka má það sem maður hefur heyrt nýlega en hvað um það. Lítið mál að komast að þessu með því að skoða Tollskrána!

Lithíum rafhlöður bera ekki vörugjöld skv. tollaskrá heldur eingöngu VSK og úrvinnslugjald(per kg), sjá tollskrárnúmer 8506.5000.

Þannig að ef þú ert ekki að flytja inn fleiri, fleiri kg af rafhlöðum þá ætti þetta ekki að vera vesen. Athugaðu hins vegar að það er heimild í tolllögum til að afgreiða minni sendingar með blönduðu innihaldi á einu tollskrárnúmeri og það bar 10% vörugjöld síðast þegar „ég“ var flokkaður í það.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir einarak »

Ég held að þessi iðnaðarmanna saga sé hreinlega orðin að einhverri þjóðsögu...
Eins og Sverrir segir þá bera liþium rahlöður ekki þessi vörugjöld. En hinsvegar í dag þá eru flest svona high end rafmagnsverkfæri farin að ganga á liþium rahlöðum og því ætti þetta ekki lengur að vera vandamál í þeim geiranum.
Svara