Batterís geymsla

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir S.A.S. »

Sælir félagar
Ég er búinn að vera að lesa mig til um Lipo batterí og hvernig best er að umgangast þau og hlaða. Eins og þið vitið kannski flestir þarf að umgangast þau með varúð og hafa orðið margir brunar út frá slíkum batteríum. Margir hafa útbúið sér bruna helda hleðslu staði og geyma batteríin í bruna heldum töskum eða kössum ég sá svolítið sniðuga lausn hjá Birni G leifsyni (https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 015130.jpg)
ég var að spá ef maður fengi sér kannski svona eða aðeins stærri svona hyrslu og boraði eins og 2 svona túpusjónvarps slökkutæki í toppinn eins og maður setur fyrir ofan lampann. væri maður ekki helv, öruggur þannig eða ættu slökkutækinn kannski ekkért í bállið sem blossar upp úr þessu ??

þetta gæti kannski sparað manni þau batterí og tæki sem væru með í kassanum!

Kv. Sigurður
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir Tómas E »

Ég nota bara svona http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=4134
Lipo batterí eru örugg ef ekkert hefur komið fyrir þau og þú ferð rétt með þau.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir Haraldur »

Viltu ekki bara kalla út slökkviliðið þegar þú þarft að hlaða. Þá ertu allveg öruggur. :)

Að gamni slepptu. Ef þú ferð vel með batteríin, notar viðurkennd hleðslugræju, hleður á þeirri stillingu sem framleiðendur mæla um og ert ekki með neina tilraunastarfsemi þá á allt að vera í lagi. Eins ef þú verður var að batteríin bólgni út eða hafa verið fyrir hnaski þá henda þeim strax.
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir S.A.S. »

ég geri mér svo sem grein fyrir því að þetta er ekkért eins og að handleika dýnamít en það er ekki eins og það kvikni í annarri hverri íbúð sammt er ég með reykskynjara og slökkutæki heima hjá mér :) annars var spurninginn eiginlega sú hvort þetta gerði eitthvert gagn ef á versta veg færi ef maður væri með svona batterís aðstöðu til að bæði geyma þau og hlaða.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir Björn G Leifsson »

LiPo batterí eru EKKI örugg þó þau hafi ekki orðið fyrir hnjaski og þó maður fari "rétt" með þau.

Það eru sennilega tvö atriði sem valda flestum LiPo brunum:
Að hleðslutækið bili og að viðkomandi stilli hleðslutækið óvart vitlaust.
Mesta hættan er sem sagt meðan verið er að hlaða þau en skammhlaup getur valdið bruna og þess vegna er mikilvægt að ganga þannig frá þeim að pólarnir geti ekki snert hver annan í geymslu og flutningi. Innra skammhlaup er líka aðalhættan við batterípakka sem hafa orðið fyrir hnjaski.

Það getur öllum orðið á í messunni eða orðið fyrir hreinu óhappi. Afleiðingarnar geta verið dýrkeyptar, til dæmis bara svona smotterí eins og brunnið heimili eða bíll. Þess vegna ver maður sig gegn því sem getur gerst, þó það sé "sjaldgæft"!

Ef manni er annt um dótið sitt og heimilið þá les maður það sem hér og annars staðar hefur verið skrifað um meðferð battería. Maður lærir að þekkja og bera virðingu fyrir því sem maður er með í höndunum.
Meðal annars hleður maður ALDREI batterí annars staðar en þar sem það má brenna. Maður fer aldrei langt frá meðan draslið er í sambandi. Það er ekki úr vegi að hafa batteríið ofaní einhvers konar brunahamlandi íláti ef maður er með það innanhúss og passa að ekkert sé nálægt sem eldtungur geti læst sig í. Ég set það á mitt gólfið í bílskúrnum, í gamlan járnpott og fyrir ofan er reykskynjari.

Ég man í fljótu bragði eftir tveimur LiPo-brunum hér á landi síðustu örfá ár þar sem næstum varð stórtjón. Um þá báða hefur verið skrifað hér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sló inn "lipo fire" hjá gúgel frænda og þar er af nógu að taka.

Til dæmis:

Bílskúr sem sprakk í loft upp
http://www.helifreak.com/showthread.php?t=291770

Bíll í ljósum logum á módelvelli:
http://rc.runryder.com/helicopter/t519305p1/

Þessi hefur tekið saman og greint 118 tilfellli sem fjallað hefur verið um á módelsíðunum:
http://www.wattflyer.com/forums/showthread.php?t=1584

Eru enn einhverjir sem efast?

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir S.A.S. »

já þetta passar allt eins og ég sagði í byrjun þráðsins að það þarf að meðhöndla lipo með varúð. Ég er ekki byrjaður í sportinu en er búinn að lesa mig til um það góða og slæma í þessu það er spurning hvort menn fari ekki upp úr þessu að googla hvað þeir eru með í höndunum !!

það getur skemmt daginn svolítið hjá manni ef kofinn eða bíllinn fuðrar upp ;)
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir raRaRa »

Það eru nokkrir punktar sem er gott að fylgja.

Ef þú ert að hlaða eða afhlaða batterí, þá skaltu alltaf vera viðstaddur.
Ef batterí er skaddað, þá er (í mínu áliti) best að henda því til að koma í veg fyrir hættu.
Alltaf geyma batteríin á öruggum stað þar sem ekkert nálægt gæti valdið stórbruna. Jafnvel geyma þau inn í svona LiPo safe poka.

Ef þú ert ekki að nota batteríið í langan tíma þá er sennilega best að hlaða það niður í 40% eða velja "Storage" á hleðslutækinu ef það bíður upp á það. Það hjálpar við að bæta lífstímann á batteríinu.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Batterís geymsla

Póstur eftir Agust »

Ég fer nokkurn vegin að þegar ég hleð LiPo eins og Björn lýsir hér að ofan. Á miðju bílskúrsgólfinu eða fyrir utan sumarbústaðinn, og nota yfirleitt bláan peningaakssa https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 015130.jpg eða gráan poka.

Annars hef ég þrisvar lent í smá havaríi með venjulegar NiCd rafhlöður.

Eitt sinn sló ekki hraðhleðslutækið af þegar batteríið var fullhlaðið. Það hitnaði það mikið að það aflagaðist allt saman. Það sem verra var að ég hafði asnast til að hlaða það í skottinu á skutbílnum og lá batteríið á teppinu. Stór svartur brunablettur myndaðist. Þetta gerðist á Hamranesi fyrir tveim áratugum.

Eitt sinn steig reykur upp úr sendi sem var í hleðslu í bílskúrnum. Skammhlaup hafði orðið í hleðslutenginu sem er í enda snúrunnar. Rafhlaðan skammhleyptist og vírarnir frá hleðslutenginu um rofann í sendinum að rafhlöðunni fuðruðu upp og hleðslurafhlaðan aflagaðist öll af völdum hitans.

Fyrir ári eða tveim bilaði viðtækis-rafhlaðan í svifflugunni minni. Rofasnúran hafði trosnað og skammhlaup varð milli svarta og rauða vírsins. Sem betur fer gerðist þetta ekki á flugi, en það lá við að eldur kæmi upp í vélinni. Batteríið sjóðandi heitt og endaði í ruslinu.



http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3033


-

Fyrir allmörgum árum kviknaði í togara þar sem hann lá í höfn. Gríðarlegt tjón varð. RLR rannsakaði málið ítarlega og niðurstaðan var að hugsanlega hefði komið upp eldur þar sem NiCd rafhlöðupakki hafði verið skilinn eftir í hleðslu.

Sem sagt, það getur líka farið illa þegar NiCd rafhlöður eru hlaðnar. Þá er það skammhlaup milli víra sem er varasamt.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara