Fljúgandi keðjusagir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Agust »

Fátt er eins hvimleitt og að heyra í illa hljóðdeyfðum tvígengismótorum, eins og oft eru notaðir í keðjusagir. Gildir þá einu hvort um er að ræða breytta iðnaðarmótora eða sérsmíðaða mótora fyrir flugmódel. Stundum minnir hljóðið óþægilega mikið á gamlan Trabant.

Tvennt er til ráða. Annað hvort að nota marghólfa hljóðdeyfi eða fjórgengismótor. Það er þó galli á gjöf Njaraðr, að flestir fjórgengismótorar súpa rándýrt metanól. Stórir fjórgengismótorar eru því dýrir í rekstri.

Nú er að verða breyting á. Kominn er á markaðinn alvöru bensín fjórgengismótor sérhannaður fyrir flugmódel. Sjá
http://www.moki.co.uk/50-4S.htm

Mynd


At last! The engine you have all been waiting for, four stroke sound with petrol reliability and economy. This lightweight powerhouse weighing just 1.5 kg is mow available for that special scale model, ideal for aircraft from 12- 20 lbs. weight. Its very slim profile and low weight makes it ideal to power aircraft designed for traditional 30-35 cc glow two-stroke engines. Proven Mackay Four-stroke technology offers quiet running for today’s strict noise environment. It is unique in being the only purpose designed petrol model aircraft four-stroke engine currently available. The lubrication system allows inverted installation in the model. Each engine comes complete with a computerised ignition system with automatic advance/retard to enable easy starting, optimum power and low reliable idle It boasts one of the highest power/weight ratios for a petrol engine of this capacity.

Technical Specification:
Purpose designed 50 cc petrol four stroke, Walbro pumped carburettor, computerised electronic ignition (4.8 V Nicad required), weight 1.5 kg inc. ignition less battery.


Recommended props 18/10 (7000 rpm) - 22/12 (5000 rpm). Distance from prop face to: Rear of crankcase 112 mm. Cylinder axis 80 mm. Rear of carb. 155mm. Height from centre-line of crank 127 mm. Crankcase width 65 mm.

M4 mounting bolts width between centres 75 mm

Hver verður fyrstur til að prófa svona grip?
.
.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Agust »

Krækjur

Stuart Mackay demonstrated his new 50cc petrol four stroke which sounded superb, just like a vintage motorcycle engine revving-up. This will give a lot of scale modellers a more authentic sound for their aircraft.

http://www.largemodelassociation.com/haigh06.htm

---

http://www.moki.co.uk/mackay.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Sverrir »

Svo má líka benda á að til eru Fuji fjórgengismótorar.

Ein frá Cosford :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Agust »

Ég held að þessi Fuji Imvac henti ekki vel í öll flugmódel. Hann er með olíupönnu og þolir væntanlega ekki flug á hvolfi.

"Head up mounting only. (no side or inverted mounting)"

Sástu þennan Mackay mótor í gangi á Cosford, eða heyrðir þú í honum?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

McKay-inn er þá væntanlega mjög léttur fyrir sitt rúmtak ef það er satt að hann er 1,5 kg...
Venjulega eru 4-gegnismótorar þyngri miðað við 2-gengis af sömu stærð vegna aukahluta svo sem stærra hedd, innsogsrör, knastás, undirlyftur, rokkera, ventla, osfrv sem ekki þarf á 2-gengis.

DA-50 með sama rúmtak hefur verið mjög vinsæll og er talinn fisléttur fyrir sína stærð, vegur 48 únsur sem er um 1360 grömm. Þar er nánast ekkert til sparað að létta hann. Ég efast um að hann héldi sig innan við 1,5 kg ef bætt væri á hann öllu 4-gengiskraminu.
Mynd

Eru einhverjir með í að ræna svo sem einn banka með mér - eða tvo???? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Sverrir »

Nei hann er dálítið takmarkandi greyið, þeir voru ekki með hann í gangi á Cosford en ég sá vídeóið sem þú vísar í á sínum tíma.

Einn eða tvo banka!?

Hvað ætlarðu eiginlega að kaupa marga mótora Björn? Á að fara að smíða Do X í skala? :D

Mynd Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Agust »

Hugsið ykkur muninn á hljóðinu í þessari, annars vega með 8 stykkjum af keðjusagarmótorum og hins vegar með átta Mackay fjórgengismótorum.

Mynd

Mynd

Hvaða mælikvarði ætli sé hæfilegur, ef einhverjum skyldi takast að ræna banka?




http://www.sprucegoose.org/aircraft_art ... ibits.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Sverrir »

Held að mínir 12 hreyflar vinni þína 8 hreyfla :D

Tony nokkur Nijhuis smíðaði rafmagnsmódel af Spruce Goose á sínum tíma
Mynd

En það slær samt ekki út módelið sem var smíðað fyrir Aviator, sú vél var með 8x AXI mótora af stærstu gerð, 30 rafhlöður per mótor, 7.5 metra vænghaf og vó 375 pund.

Er ekki bara málið að smíða Gæs með 8x DA-50 mótorum :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]Er ekki bara málið að smíða Gæs með 8x DA-50 mótorum[/quote]
Nehh... Maður fengi tennisolnboga af að snúa þeim öllum í gang. Og svo yrði bensínið langt komið á þeim fyrsta þegar sá síðasti færi í gang,,, nema maður hefði einn tank fyrir alla... eða þannig?.?.?.?...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fljúgandi keðjusagir

Póstur eftir Sverrir »

Hva, það hlítur að vera nógur afgangur eftir bankaránið til að borga 8 aðstoðarmönnum fyrir að snúa í gang ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara