Er einhver hérna sem veit hvað maður er að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
Ég er kominn þessa fínu rafmagnsþýrlu sem er að keyra á 10s lipo. (2 stykki 5s raðteingd)
Batteríin eru 5Ah og eiga víst að þola 8C hleðslu en ég er reyndar bara með hleðslutæki sem hlaða á 10 amperum.
Ef ég hleð tvö 5s lipo samtímis á 10A er það 370wött (37v*10A=370)
370wött á 12v er um 30A.
Er einhver séns á ná 30A úr bíl í hægagangi eða þarf ég að halda einhverjum ákveðnum snúningi á vélinni, eða er þetta kannski bara ekkert sniðugt?
Hvað er hægt að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hvað er hægt að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
Í meginatriðum geturðu dregið alveg nógan straum úr hressu bílabatteríi en bar í takmarkaðan tíma. Þú verður að passa að draga ekki straum of lengi úr startgeymi því hann þolir illa djúpa úrhleðslu. Það eru til geymar sem þola það betur, kallaðir neyslugeymar og notaðir t.d. í hjolhýsi fyrir ljós og annað. Þeir eru yfirleitt dýrari.
Ef þú ert með bílinn í gangi og rafgeymirinn er búinn að draga straum úr geyminum þá fer alternatorinn að taka við og það er ekki víst að hann þoli álagið. Í pikköppnum mínum er 100 ampera alternator einmitt til að þola meira álag. Venjulegir fólksbílar eru með miklu minni alternatorum og þola því kannski ekki þetta. Aðrir geta eflaust svarað þessu af meiri þekkingu en þetta er það sem ég þykist vita.
Ath. Hleðslutækið dregur meiri straum en þú pumpar í batteríið svo ef þú hleður á 370 wöttum í rafhlöðunaþá getur það dregið allt að 450-500W úr aflgjafanum.
Mitt nýja hleðslutæki getur hlaðið allt að 10S og þolir 1kW en til þess að fara upp fyrir 500w hleðslu þarf 24V aflgjafa. Þegar maður er kominn upp í þessar stærðir er eins gott að passa sig með að tengja og stilla rétt og ganga frá dótinu svo það megi brenna upp að ósekju því brunahættan er margfalt meiri.
En ertu ekki eitthvað að blanda hugtökunum með þessa rafhlöðu. Er þetta 10S1P þeas 10 raðtengdar sellur í einum pakka upp á samtals 37 volt eða eru þetta tveir hliðtengdir 5 sellu pakkar (5S2P) upp á 18,5volt?
Ef þú ert með bílinn í gangi og rafgeymirinn er búinn að draga straum úr geyminum þá fer alternatorinn að taka við og það er ekki víst að hann þoli álagið. Í pikköppnum mínum er 100 ampera alternator einmitt til að þola meira álag. Venjulegir fólksbílar eru með miklu minni alternatorum og þola því kannski ekki þetta. Aðrir geta eflaust svarað þessu af meiri þekkingu en þetta er það sem ég þykist vita.
Ath. Hleðslutækið dregur meiri straum en þú pumpar í batteríið svo ef þú hleður á 370 wöttum í rafhlöðunaþá getur það dregið allt að 450-500W úr aflgjafanum.
Mitt nýja hleðslutæki getur hlaðið allt að 10S og þolir 1kW en til þess að fara upp fyrir 500w hleðslu þarf 24V aflgjafa. Þegar maður er kominn upp í þessar stærðir er eins gott að passa sig með að tengja og stilla rétt og ganga frá dótinu svo það megi brenna upp að ósekju því brunahættan er margfalt meiri.
En ertu ekki eitthvað að blanda hugtökunum með þessa rafhlöðu. Er þetta 10S1P þeas 10 raðtengdar sellur í einum pakka upp á samtals 37 volt eða eru þetta tveir hliðtengdir 5 sellu pakkar (5S2P) upp á 18,5volt?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hvað er hægt að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
Takk fyrir þessar upplýsing Björn.
Í þyrluna fara tvær 5S1P 5Ah rafhlöður og eru þær raðteingdar, þannig að mótorinn er að fá 37volt eða 10S. Hugmyndin var að hlaða tvær rafhlöður í einu á sitthvoru hleðslutækinu. 18,5volt * 10A * 2 = 370wött
Í þyrluna fara tvær 5S1P 5Ah rafhlöður og eru þær raðteingdar, þannig að mótorinn er að fá 37volt eða 10S. Hugmyndin var að hlaða tvær rafhlöður í einu á sitthvoru hleðslutækinu. 18,5volt * 10A * 2 = 370wött
Re: Hvað er hægt að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
Einsog þú talar um í fyrsta pósti, 370w/12v = 30amp + kanski 10% í tap, þá erum við að tala um að þú þarft allavega 33amp straum. Ef þú ert t.d. með 60 amperstunda rafgeymir í 100% standi (algeng stærð í fólksbíl) þá gætiru hlaðið á 60amp í eina klukkustund, 30amp í tvo klukkutíma osf... Og ef við snúum þessu við aftur, að til að full hlaða "tómar" 5ah rahlöður á 10a hvora þá þarftu að hlaða í rúman hálftíma. Sæm ætti að gera úttak uppá 17-20 amperstundir á 12v, eða 1/3 af rýmd rafgeymisin. Það ætti ekki að skaða neitt en ég mundi ekki þora að hlaða tvisvar á sömu rafgeymahleðslunni. Svo reyndar ef bíllin er í gangi á meðan, þá hækkar spennan í 14v og þá ætti amp drawið líka að minka aðeins, en það munar ekki öllu.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hvað er hægt að fá mörg amper úr bíl í hægagangi?
Þarft sem sagt að passa að hlaða ekki of mikið úr bílgeyminum þeir þola víst ekki mikla úrhleðslu til lengdar. Mér skilst að menn í útlöndum séu að mæla með því að vera með neyslugeyma (Deep-cycle) enimitt í svona. Hægt að láta hann hlaða sig úr bílnum í rólegheitum meðan maður flýgur, fær sér kaffi og svo framvegis.
Tapið við svona hleðslu getur verið mun meira en þessi 10% sem Einar nefnir.
Ég steikti 10A spennugjafa um daginn á því að draga það sem átti að vera mest 7.5A* svo hann hefur sennilega farið vel yfir 40% meiri straumdrátt. Sennilega í "höggi" því öryggið náði ekki að hlífa spennugjafanum.
Gæti svo sem líka hafa verið lélegur íhlutur í spennugjafanum.
Það segir manni að maður á ekki að vinna nálægt mörkunum og það er líka hollt að passa að hafa allar leiðslur vel sverar og lóðningar góðar. Tapið í of löngum eða grönnum vírum getur verið umtalsvert.
*Stillti á 6 A hleðslu og mældi að hann var að draga rúm 7A meðan ég fylgdist með.
Tapið við svona hleðslu getur verið mun meira en þessi 10% sem Einar nefnir.
Ég steikti 10A spennugjafa um daginn á því að draga það sem átti að vera mest 7.5A* svo hann hefur sennilega farið vel yfir 40% meiri straumdrátt. Sennilega í "höggi" því öryggið náði ekki að hlífa spennugjafanum.
Gæti svo sem líka hafa verið lélegur íhlutur í spennugjafanum.
Það segir manni að maður á ekki að vinna nálægt mörkunum og það er líka hollt að passa að hafa allar leiðslur vel sverar og lóðningar góðar. Tapið í of löngum eða grönnum vírum getur verið umtalsvert.
*Stillti á 6 A hleðslu og mældi að hann var að draga rúm 7A meðan ég fylgdist með.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken