Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Gunnarb »

Sælir fjelagar.

Ég er að fljúga FPV með 35mhz stýringunni minni og rakst á þessa síðu þegar ég var að leita eftir heppilegu viðtæki til að sækja RSSI signal til að geta lesið inn í OSD. Þarna neðst á síðunni er reiknivél sem sýnir hvaða lengd á að vera á loftneti viðtækis til að auka næmi. Hafið þið skoðun á því hvort svona tölur standist?

http://team-blacksheep.com/article/page:20

Annað - þið sem hafið verið að fikta við FPV, hafið þið breytt einhverjum 35Mhz viðtækjum til að lesa af þeim RSSI styrk?

-G
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Haraldur »

Lengd loftnets ræðst af bylgjulengd á þeirri tíðni sem loftnetið á að taka við.
Næmi móttökunar ræðst ekki af lengd loftnets heldur hversu góður loftnetsmagnarinn er. Hversu góður er hann að filtera út rétta tíðni og magna hana upp án þess að magna fullt af suði með.
Ef loftnetið er ekki af réttri lengd þá nær það ekki að fanga bylgjulengdina og hætta er að standbylgjur myndast í leiðaranum og sem getur deift og jafnvel eitt út signalinu. Einnig er mikilvægt að sendisloft og móttöku loftnet snúi eins í rúminu, þ.e. bæði séu lóðrétt eða lárétt.
Einnig eru til lotnet sem geta magna upp bylgjuna, sbr. sjónvarsloftnet og eru þau yfirleitt stefnuvirk, þ.e. búast við signali frá ákveðinni átt og get blokkað signöl úr öðrum áttu til að koma i veg fyrir endurkast bylgjur sem geta myndað "drauga" á sjónvarpsmóttökunni.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Sverrir »

Ef þú skoðar tölurnar sem koma út úr reikninum þá sérðu að þetta er tvöföldun í hvert skipti, ef minnið svíkur ekki þeimur meira eru 35 mhz rx loftnetin eru yfirleitt kvartbylgja 1/8 af lengd bylgjunnar(um metrann).

LMA vinir okkar í Bretlandi lengja stundum sín rx loftnet en geta kannski ekki leyft sér að tvö- eða fjórfalda þau og setja þá 27 pico farad (27pf) þétti á endann á rx loftnetinu og bæta svo vír við hin endann, lengdin skiptir þá ekki máli. Hef svo sem ekki kafað dýpra ofan í fræði á bak við þetta, þ.e.a.s. hvort þetta valdi því að auka lengdin núllast út eða loftnetið margfaldast við þetta.

Hvar er Ágúst eiginlega? ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kpv
Póstar: 82
Skráður: 30. Mar. 2011 11:11:01

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir kpv »

Ég veit ekkert um skjáflug eða FPV. En hef verið að horfa á myndbönd frá Bruce Simpson. Hann notar heimasmíðuð loftnet sem sjá má smíðalýsingu á þessari vefsíðu.

http://www.rcexplorer.se/page14/CPantennas/CL/CL.html

Kristján P. Vigfússon.
Módelsmiðja Vestfjarða.

"Árangur er að gera hver mistökin á fætur öðrum af miklum eldmóði."-Winston Churchill
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Úr loftnetsfræði 101 eftir Olla ofvita:
(Þeir sem ekki nenna að lesa hoppi niður í **)

Lengd loftnets þarf að passa sem best við sveiflulengd bylgjunnar sem það ætlar að meðhöndla. Hún þarf nefnilega að "óma" í takt við óm loftnetsins ef svo má segja. Svona eins og gítarstrengur eða þannig.
Lengd bylgjunnar er hraði ljóssins í m/s deilt með sveiflutíðni bylgjunnar í sveiflum á sekúndu. Þá liggur í augum uppi að til þess að fá út bylgjulengdina deilir maður hraða ljóssins með tíðninni, sekúndurnar styttast út og eftir verða metrar/sveiflu.
Hraði ljóssins er sem næst 300 milljón metrum á sekundu. 300 milljón metrar á sekúndu deilt með 35 milljón sveiflum/sekúndu (MHz stundum kallað "megarið") verður 300/35 = 8,57 metrar. Nú er ekki hlaupið að því að sveifla tæplega níu metra spjóti á fjarstýringunni. Það vill svo til að það er oft hagstæðast að nota bara fjórðung lengdarinnar sem þá er ca 2,14 metrar en það er enn of langt svo helmingurinn af því er kannski praktískari, sem sagt 1,07 metrar. Sem sagt einn áttundi sveiflunnar en það er ekki sérlega hagstætt svo sem.
En málið flækist enn meir þar sem við erum ekki í tómarúmi svo aðeins styttra loftnet gæti dugað betur.
Og svo er spurning um rakastigið og...
Og svo væri kannski hægt að safna hluta loftnetsins upp á spólu í sendinum og svo þarf þverviðnámið að stemma og... og svo.. og svo framvegis.

**
Staðreyndin er að loftnetssmíði er svaka vísindagrein.
Þegar sendir/móttakari eru hannaðir þá er reynt að nálgast bestu stærðir út frá ýmis konar málamiðlun. Til dæmis hvort hægt er að halda á draslinu. Það sem svo er gert er að stilla ("tjúna") loftnetið með spólum og græjum svo það nái sem bestri nýtni.
Þetta þýðir að ef maður ætlar að fikta eitthvað með að ná betri nýtni með því að breyta lengd eða formi netsins er eiginlega óhjákvæmilegt að geta mælt svokallað standbylgjuhlutfall SWR-ratio og stilla eftir því. Maður sér oft í umræðu um loftnet talað um SWR hlutfall, sem þarf að vera sem næst 1,0.

Sem sagt. Það borgar sig yfirleitt ekki að fikta í draslinu sjálfur. If it works don't fix it.
Alla vega ekki þegar gott og fallegt flugmódel er í húfi.

Svo er annað mál hvort maður kaupir eða smíðar samkvæmt hönnun manna eins og Alex (IBCrazy) Greve sem kann þetta og á standbylgjumæla og hefur mælt og pælt.
Hringpólaríseruðu loftnetin eru til dæmis góð fyrir 2,4-5,8 GHz senda en ef maður ætlar að smíða svoleiðis fyrir átta og hálfs metra langa byglju 35 MHz í fjarstýringunum, þá þarf ansi mikið pláss.
Bylgjulengd 5,8 Gígariða vídeósendis er rúmir fimm sentimetrar.

Gott að hafa eitthvað að dunda við þegar maður bíðu efitr flugi

Kveðjur frá Kastrup.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Agust »

Svarið er bæði einfalt of flókið.

Einfalda svarið er að maður stefnir að því að hafa vírinn 1/4 öldulengd (kvartbylgjuloftnet), því þá er straumurinn frá loftnetinu inn á viðtækið mestur. Maður reiknar það þannig út að maður deilir tíðninni upp í ljóshraðann sem er 300.000.000 metrar á sekúndu til að fá út heilbylgju, og deilir svo með 4 í þessa tölu til að fá 1/4 úr öldulengd.

300.000.000 m/sek / 35.000.000 Hz = 300 / 35 = 8,57 metrar.

1/4 af því er 2,14 metrar sem er lengdin á kvartbylgjuloftneti.

Nú er eitt vandamál: Viðtækið hefði helst þurft að vera jarðtengt eða tengt í góðan og mikinn málm-massa. Annars virkar kvartbylgjuloftnetið ekki vel. Dæmi um kvartbylgjuloftnet sem virkar er um 2,6 metra löng stöng á stuðara bíls sem er með CB stöð á 27 MHz bandinu.

En, í staðinn fyrir jörð gætum við notað annan kvartbylgjulangan vír og tengt hann í mínusinn á betteríinu. Þá er reyndar kominn dípóll sem er gott og mikið notað loftnet. La´tum vírana liggja í sitt hvora áttina, sem er ekki auðvelt ef við notum þetta í flugmódel.

Eða við gætum prófað að nota hálfbylgjulangan vír ásamt tuner, þ.e. um 4,3 metra vír. Við þurfum tuner vegna þess að impedansinn í endanum á hálfbylgjuvír er mjög hár þannig að straumurinn er lítill. Svona loftnet getur virkað vel og þarf ekki mótvægi. Tuner (gert úr spólu og þétti) er þó ekki endilega auðvelt að smíða svo vel sé.

Svo er enn eitt vandamál. Viðtækið er gert fyrir vír sem er um 1 metri að lengd (1/8 öldulengd), og því styttri en kvartbylgja. Hugsanlega er "lengingarspóla" eða tuner í inngangi viðtækisins sem er sniðin fyrir þessa víralengd. Þess vegna virkar kannski ekki vel að tengja kvartbylgjuvír inn á viðtækið því impedansinn er ekki réttur. Þá gæti gagnast að nota lítinn þétti af réttri stærð til að tjúna inngangsspóluna / loftnetið þannig að þetta passi saman. Það er þó ekki auðvelt að reikna það út og best að fara eftir því sem öðrum hefur reynst best, en nota bene, fyrir ákveðna gerð viðtækis. Það er nefnilega ekki endilega víst að það sem hentar Fuatba henti JR þar sem inngangsrásin getur verið mismunandi.

Nú, svo er auðvitað alltaf gaman að gera tilraunir...

Að lokum. Það má auka sendistyrkinn með því að nota 1/4 bylgju loftnet og tengja 1/4 vír í stellið á sendinum. Láta vírinn lafa niður. Bara það að nota 1/4 bylgju vír sem mótvægi (jarðsamband) getur aukið sendistyrkinn töluvert. Þetta hafa radíóamatörar prófað að gera við handtalstöðvar á 144MHz bandinu með góðum árangri.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Agust]
Að lokum. Það má auka sendistyrkinn með því að nota 1/4 bylgju loftnet og tengja 1/4 vír í stellið á sendinum. Láta vírinn lafa niður. Bara það að nota 1/4 bylgju vír sem mótvægi (jarðsamband) getur aukið sendistyrkinn töluvert. Þetta hafa radíóamatörar prófað að gera við handtalstöðvar á 144MHz bandinu með góðum árangri.[/quote]

Bíddu ha? ég fatta ekki. Ertu að meina að lóða annað loftnet í viðbót við hitt og láta það lafa niður á jörðina? :|
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Valgeir][quote=Agust]
Að lokum. Það má auka sendistyrkinn með því að nota 1/4 bylgju loftnet og tengja 1/4 vír í stellið á sendinum. Láta vírinn lafa niður. Bara það að nota 1/4 bylgju vír sem mótvægi (jarðsamband) getur aukið sendistyrkinn töluvert. Þetta hafa radíóamatörar prófað að gera við handtalstöðvar á 144MHz bandinu með góðum árangri.[/quote]

Bíddu ha? ég fatta ekki. Ertu að meina að lóða annað loftnet í viðbót við hitt og láta það lafa niður á jörðina? :|[/quote]

Passa bara að það sé rétt loftnet sem lafir niður? :) ;)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Agust »

[quote=Haraldur][quote=Valgeir][quote=Agust]
Að lokum. Það má auka sendistyrkinn með því að nota 1/4 bylgju loftnet og tengja 1/4 vír í stellið á sendinum. Láta vírinn lafa niður. Bara það að nota 1/4 bylgju vír sem mótvægi (jarðsamband) getur aukið sendistyrkinn töluvert. Þetta hafa radíóamatörar prófað að gera við handtalstöðvar á 144MHz bandinu með góðum árangri.[/quote]

Bíddu ha? ég fatta ekki. Ertu að meina að lóða annað loftnet í viðbót við hitt og láta það lafa niður á jörðina? :|[/quote]

Passa bara að það sé rétt loftnet sem lafir niður? :) ;)[/quote]


Ekki alveg þannig Haraldur.

Loftnetsbúnaðurinn á sendinum líður fyrir það að það er nánast ekkert mótvægi. Ekkert "jarðsamband". Eina mótvægið er smá massi í prentrás og rafhlöðu, en ekki mikið meira. Ef kassinn utan um sendinn er úr málmi og bundinn við prentrásina, þá hjálpar sá sem heldur á sendinum að mynda mótvægi. Ef við tengjum vírspotta sem er kvartbylgja á lengd við stellið í sendinum, þá erum við komnir með lágimpedans mótvægi. Við erum þá komnir með nokkurs konar dípól á sendinn, þar sem útdraganlega loftnetið er helmingurinn og hinn helmingurinn er vírinn sem lafir niður. Á þennan hátt verður útgeislunin frá sendinum öflugri.

Ég hef prófað þetta á handtalstöð með gúmmítotu loftneti. Tengdi kvartbylgju vír í BNC tengið á loftnetinu og lét það lafa niður. Virkaði.

Mér er það minnisstætt að þegar hinn vel þekkti konsertpíanóleikari Martin Berkofsky bjó hér á landi gerði hann þetta sama með handtalstöð á 2ja metra bandinu (144MHz). Hann var á leið úr landi með skipi og hafði samband við kunningja sína radíóamatöra meðan hann fjarlægðist landið. Þessi einfaldi búnaður gaf greinilegan ávinning.

Svona vír kallast oft counterpoise.







Mynd



Mynd


Sjá dæmi um counterpoise:

http://www.hamuniverse.com/htantennamod.html

http://omnum.ecrater.com/p/9085419/tige ... -dual-band

http://notforprofitauctions.com/auction ... _id=100122

http://blog.g4ilo.com/2011_08_01_archive.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Agust »

Af því mér varð á að minnast á Martin Berkofsky án þess að kynna hann nánar...

Fyrir utan að vera heimsþekktur píanóleikari þá kann hann að smíða almennileg loftnet!

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/651413/

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/842019/

https://www.google.is/search?q=%22marti ... 34&bih=868

Martin (TF3XUU / KC3RE) verður með tóleika í Hörpu 26. maí næstkomandi


http://www.harpa.is/midasala/framundan/nr/1712

http://www.krabb.is/leggduokkurlid/nana ... mai-2012.-
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara