Þetta hér undurverk ætlaði ég að prófa einhvern tíma á VHF handtækinu mínu:


Mér sýnist það eiga að virka sem counterpoise sem gerður er úr einhvers konar plötu sem límd er aftaná handstöðina og með lafandi vír, en þetta er ekki tengt í skermhulsuna á loftnetinu eða hvað maður nú kallar það. Það sem meira er, augað á rottunni á að lýsa þegar útsending er. Virðist of gott til að vera alveg satt en þeir sverja nú fyrir að þetta virki.
Ég skil ekki almennilega hvernig svona álímt appírat ætti að virka en ef svo er, væri þá hægt að nota eitthvað þvílíkt á 35 MHz tækin okkar Ágúst? Og getur þú útskýrt hvernig þetta á að virka?
Ég er sammála Ágústi að það er alltaf spennandi að gera tilraunirnar en eins og ég reyndi að útskýra í fyrri póstinum þá sé ég ekki hvers vegna við ættum að vera að fikta við að breyta 35MHz tækjunum til að fá betri drægni, hún er feykinóg fyrir það sem á að nota þau í þ.e.a.s. flug innan sjónsviðs og þar að auki ekki hlaupið að því að gera það almennilega. Ef maður ætlar að leggja í einhverjar sjónvarpsflugs-langferðir eru aðrar tæknilausnir skynsamlegri og öruggari, nema maður sé því betur útbúinn til að mæla út og stilla þær breytingar sem maður gerir á fjarstýringunni.