Hin árlega flotflugkoma FMS var á sínum stað. Reyndar voru haldnar tvær flotflugkomur í kvöld. Sú fyrsta hófst á settum tíma og þar var Maggi formaður einn mættur til leiks. Ca. 10 mínútum eftir að henni var slaufað mætti Eysteinn ferskur til leiks svo þá var seinni flotflugkoma kvöldsins, svokölluð Formannskoma sett á.
Arnarvöllur fékk einnig sinn skammt en að venju var vikulegt flugkvöld FMS.