Hvað er að DA 50cc mótornum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]
Svo setja rafkallarnir hátalara í módelin sín til að fá réttu hljóðin
[/quote]

Við notuðum spil í mínu ungdæmi, þ.e. á reiðhjólin.

Annars er alvöru flugvélahljóð frá spöðunum á stóru módeli, ekki mótornum. Það er að segja ef notaður er góður alvöru hljóðdeyfir. Er það ekki?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Smíðavinnu lokið. Næst testing og tuning.
Ég er með augastað á öðru röri til að lengja pústið en það verður ekki til fyrr en um mánaðarmótin, svo þetta verður að duga þangað til.

Mynd


Og að framan.
Mynd


Þrolluservo'ið er á afar skemmtilegum stað. Það kemur til greina að færa það á einhvern annan rólegri stað, eða þá að byggja kassa utan um það svona aðeins til að verja það.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir einarak »

[quote=Haraldur]

Þrolluservo'ið er á afar skemmtilegum stað. Það kemur til greina að færa það á einhvern annan rólegri stað, eða þá að byggja kassa utan um það svona aðeins til að verja það.[/quote]

Þekki ekki aðstæður, en væri ekki bara nóg að setja smá álteip yfir það til að verjast mesta hitanum?

Mæting á H-nes á morgun?
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

[quote=Haraldur][quote=maggikri]Ertu að tala um þetta, Gústi?

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 2672_0.jpg[/quote]

Ég er nú bara að gleðjast yfir góðum árangi. Mér þykir leiðinlegt ef það hefur móðgað einhvern og það kemur ekki fyrir aftur. Ég mun í framtíðinni bara gleðjast innra með mér og í kyrrþey heima hjá mér fyrir luktum dyrum.[/quote]
Halli minn. Ég er nú bara að stríða þér, bæði með gatið og 2.sætið. Ég hef bara svona einkennilegan húmor. Ég hafði mjög gaman að þessari hraðakepni enda 5. besti hraðaflugmaður landsins :cool:
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=einarak]Þekki ekki aðstæður, en væri ekki bara nóg að setja smá álteip yfir það til að verjast mesta hitanum?[/quote]

Myndir frekar setja álteip á balsaplötu(búa til kassa í leiðinni) og hafa smá bil á milli hennar og servós til að fá einangrun úr loftinu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Allt tilbúið fyrir test run og flug. Meira segja hjólaskálarnar komnar á og ýmislegt annað smíðað.
Vantar bara að leysa fullnægjandi framlenging á útgang á púströri. Þetta bláa dót sem ég er með núna er allveg glatað. Bæði þungt og ljót. En von er á pakka frá DA með vonandi betra siliconi. :)

Hita/kæli kassi utan um throttlu servo bíður aðeins. Ef ég set of stórann kassa utan um það þá næ ég hljóðkútnum ekki út. Þegar mér áskotnast álteip þá set ég utan um það til að mynda smá hitahlíf ef það festist eitthvað þarna sem allt er fullt af drullu.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

Festir kassann bara með smá límkitti eða sílikoni, þá er lítið mál að skera hann lausan ef þú ætlar að fjarlægja kútinn.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Loksins, loksins kom stóri prufudagurinn og Sverrir plataður í test pilot hlutverkið. :)

Mótorinn fór strax í gang og gekk mjög vel bæði hratt og hægt. Eftir nokkarar stillingar þá var hún tekin á loft, og Sverrir var ekkert að hlífa blessaðri vélinni. Allt prógrammið tekið og ekkert datt af eða úr vélinni.

Til að gera langa sögu stutta þá keyrir mótorinn betri nú, en nokkurn tímann áður með nægan kraft til staðar.

Mynd
Svara