Það voru ekki alveg svona margir að vinna í kvöld 14.júní til 15. júní. Formaðurinn og Sigurður Sindri kíktu með kerruna (moldarkerruna) og með tvær flugvélar. Flugdoktorinn hafði hringt fyrr um kvöldið og ætlaði að kíkja en ekkert varð úr því. Ég sem mætti, með Wayfarer. Flugdoktorinn gaf mér ráð varðandi lækningu á trjánum sem voru alveg að srælna niður vegna moldarleysis og sólþurrks. Þannig að við feðgar fórum ca 5-6 ferðir með fulla kerru af mold til þess að góðursetja trén og setja mold yfir ræturnar.
Sigurður Sindri, Öflugur hjálparmaður á skóflunni.

Komin mold að trjánum og þau fest niður. Vantar samt meiri mold.

Laufin voru orðin ansi lúin.

Ná í vatn til að vökva. Nóg af vatni þarna. Þarf að fara á réttan stað.

Vökva og vökva.

Og vökva.

Það eru fleiri en fuglarnir sem hreiðra um sig við flugvöllinn. Kona frá Finnlandi var með tjald við vatnið.

Wayfarer að taxera á nýja flughlaðinu inn á braut.

Miðnæturflug. kl. 00:50. Var bjart en samt sést ekki vel í vélina, skrýtin birta.

Sverrir var búinn að fara með sláttuvélina yfir allan völlinn og snurfusa helling fyrr í vikunni
kv
MK