Ég byrjaði á því að kasta henni sjálfur, en þá bara hlunkaðist hún í jörðina eftir nokkra metra.

Þá tók Bendi sig til og skutlaði flugunni af krafti.

Þá sveif hún eins og engill langar leiðir yfir túninu. Því miður tókst mér ekki að fá hana til að hætta því fyrr en hún var um það bil að fara fram af og hún hvarf sjónum okkar ofan í farveg Grísarár.

Við hlupum til og þetta blasti við:

Það eina sem kom í veg fyrir að flugan endaði í ánni var lítið jólatré sem sést efst til vinstri á myndinni. Björgunaraðgerðir voru framkvæmdar fljótt og fumlaust.

Og þá var hægt að taka mynd af módeli og smið:

Við hlökkum til að prófa að taka þessa flugu upp á spilinu okkar og í hanginu seinna meir.
