Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Ég veit að þetta er dálítið á skjön við venjulegt umræðuefni hér, en ég hef tröllatrú á visku flugmódelmanna. Vona að Sverrir leyfi svona fyrirspurn...


Málið er að Hyundai Terracan jeppinn minn er orðinn óttalegur sóði og dóni. Hann er árgerð 2004 og ekinn 150Þ.

Dónaskapurinn liggur í því, að þegar ég gef inn til að auka hraðann, þá spúir hann miklu svörtu reykskýi aftur úr sér. Í hægagangi sést enginn reykur, en dálítill þegar ekið er á jöfnum hraða. Þetta hlýtur að vera óþægilegt fyrir þá sem aka fyrir aftan minn bíl.

Hann brennir ekki smurolíu, en ég held að dísilolíu-eyðslan sé meiri en áður fyrr.

Mótorinn gengur sem sagt mjög ríkur held ég, og fær ekki nóg loft miðað við eldsneytið sem hann brennir.

Grunur minn beinist að túrbínunni eða spíssum. Það er fokdýrt að láta svonalagað í hendurnar á verkstæðum, sérstaklega þar sem margir viðgerðarmenn treysta bara á það sem bilanagreiningar-tölvan segir, en hún veit ekki allt.

Ég talaði við einn góðan hjá Framtak í dag. Hann var greinilega af gamla skólanum og kunni brellu til að prófa túrbínuna: Reyna að tengja slöngu frá greininni milli túrbínu og intercooler og leiða hana inn um gluggan. Setja á slönguendann þrýstingsmæli með ca 1 bar sviði...

Leynist einhver hér sem skilur svona dísilvéla-túrbínu-spíssa-mál betur en ég? Ég kann á glóðarhaus tvígengismótora, en lítið á svona stóra alvöru mótora.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir maggikri »

Fann þetta á netinu:

Gas or Diesel? Diesel, Blown Turbo and/or Injectors! Blown Throttle Body and/or Injectors! All this may be because Head came Loose and Blew Head Gasket or Cracked Head.
kv
MK einn mesti gasket snúður seinni tíma
Passamynd
MaggiOla
Póstar: 45
Skráður: 9. Ágú. 2008 18:29:19

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir MaggiOla »

Sæll Gústi.
Byrja á að skipta um hráoliu og loftsíu svartur reikur kemur ef þær eru lélegar líka ef túrbinan er föst þá væri billinn alveg kraftlaus ef þú losar hosuna frá túrbinuni þá geturðu prufað að snúa henni það má ekkert slag vera upp eða niður bara pínulítið endaslag, blár reykur ef hann brennir oliu :)
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Gunnarb »

Þu att ad geta latid þjonustuverkstæði lesa ur biltölvunni hvort spissar seu ad svikja þig. Motorinn þarf ad leidretta rangt eldsneytismagn og þad er hægt ad lesa ur tolvunni. Grunar ad BL hljoti ad vita hvada vandamal eru algeng hja Terracan. Spissar eru t.d. Probl. Hja LC120
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir lulli »

Algengt er að Mass-Airflow sensor bili eða verði skítugur í nútíma vélum.
það hef ég reynt,, og vinnslan í bílnum varð slök og talsverður reykur ..og eyðslan tvöfaldaðist.
Það er ódýr tilraun að hreinsa spegilinn í honum (sót) - bara ekki með mjög ætandi efni.
eða kippa AirFlow tenginu úr sambandi Þá fer hann á "save mode" og sjá þá hvort vinnslan versni enn frekar.
smá svona húsráð áður en ráðist er í eitthvað dýrt eins og turbo eða spíssa.

Kv. LS.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Sælir félagar.

Kærar þakkir fyrir hjálpina. Ég þóttist vita að í klúbbnum okkar væru menn með reynslu :)


Síðastliðið sumar fór ég með bílinn á verkstæði hjá BL vegna bilunar í framdrifi. Þá hafði ég nýlega orðið var við þennan reyk og bað þá um að líta á málið í leiðinni.

Á reikningnum stendur eftirfarandi (sleppi því sem varðar framdrifið):

---

"Þarf að fara í greiningu í Garðabæinn. (Hér er átt við að senda bílinn frá BL til Hyundai verkstæðisins í Garðabæ).

-Prófaði virkni á EGR ventli og smurði hann upp.

-Tók loftflæðimælir úr og var mikil drulla á honum, þreif hann upp og er hann mikið skárri núna, kemur aðeins svartur reykur eftir botngjöf, en eigandi verður að fá að meta það hvort hann vilji láta skipa um loftflæðiskynjarann, einnig skipti ég um loftsíu, og var hún nánast orðin stífluð, og farin að dragaloft framhjá henni.

Greining 2,5 KLST 12.500,00 24.900."

---


Þetta var alls reikningur upp á 340 þús svo maður vill fara varlega.

Ég hringdi í fyrradag í Hyundai og spurði þann sem svaraði hvað það kostaði að skipta um spíssa. Efni ca 200þ of vinna 50þ. (Tímagjaldið er 12.500 með VSK).


Mér finnst óþægilegt að á svona verkstæðum fara samskiptin fram með þjónustufulltrúa sem millilið, en hann veit ekki annað en það sem hann getur lesið úr bókhaldstölvunni sinni, þ.e. af reikningnum.

Lúðvík, er "Mass-Airflow sensor" sem þú minnist á sama og þessi loftflæðimælir/loftflæðiskynjari ? Hvað gerir þessi skynjari? Skynjar hann kannski loftflæðið frá túrbínunni og segir þannig til um ástand hennar?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Ég er aðeins farinn að skilja þetta betur, m.a. með því að Googla Mass Airflow Sensor og fann þetta m.a. http://www.auto-repair-help.com/automot ... ensors.php

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir lulli »

Já Ágúst þetta er sami hluturinn,, hann er oft staðsettur snemma á inntakslögninni en eftir loftsíu samt.
hann er nokkuð viðkvæmur fyrir virkni/óhreinindum.
Þessi nemi metur aðeins súrefnið sem hann ætlar að vélin sé að taka inn með tillit til hita og þéttleika,og sendir boð um eldsneytisblöndu, en skiftir sér ekkert af afgasinu frá túrbínunni.
sé hann hinsvegar óhreinn eða bilaður þá fer tölva bílsins (þessi þáttur hennar) á "safemode" og skammtar þá ríkuglega eldsneyti, en jafnvel enginn munur á hægagangi.

Túrbínu þrýstingurinn væri þá mitt næsta tékk ef þessi skynjari væri metinn virkur ;)
Gangi þér vel Kv. LS.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Ég þakka ykkur öllum fyrir hjálpina.

Ingi Guðjóns hringdi í mig og sagði mér að hann hefði lent í mjög svipuðum vandamálum, þ.e. kolsvörtum reyk þegar gefið er inn. Eftir mikla leit reyndist vandamálið vera bilun í intercooler, þ.e. leki. Kælirinn kældi sem sagt ekki.

Ég náði mér á netinu í viðgerðarhandbók sem er nokkur hundruð blaðsíður. 400Mb að stærð. Ítarlegt og vandað. Kostaði $20. Nú er bara að lesa og læra, spá og spekúlera, og prófa... :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir einarak »

[quote=Agust]Ég þakka ykkur öllum fyrir hjálpina.

Ingi Guðjóns hringdi í mig og sagði mér að hann hefði lent í mjög svipuðum vandamálum, þ.e. kolsvörtum reyk þegar gefið er inn. Eftir mikla leit reyndist vandamálið vera bilun í intercooler, þ.e. leki. Kælirinn kældi sem sagt ekki.

Ég náði mér á netinu í viðgerðarhandbók sem er nokkur hundruð blaðsíður. 400Mb að stærð. Ítarlegt og vandað. Kostaði $20. Nú er bara að lesa og læra, spá og spekúlera, og prófa... :)[/quote]

Það er reyndar ekki það að intercoolerinn sé ekki að kæla, hinsvegar ef það er gat á honum þá er turbinan að blása lofti út úm gatið, lofti sem loftlæðiskynjarinn er búinn að mæla og tölvan gerir ráð fyrir inná vélina og skammtar eldsneytið í samræmi við það. Þetta loft er hinsvegar að sleppa út um rifuna á intercoolernum í stað þess að fara inn á vélina, og þar af leiðandi verður eldsneytisblandan of "rík" og reykurinn svartur.
Svara