Hvað skyldu vera margir Bixlerar á Íslandi? Sjálfur á ég einn og hefur honum mikið verið flogið í alls konar veðri og vindum. Álit mitt á þessari ódýru og sterku vél hefur farið vaxandi með tímanum, enda hentar Bixlerinn einstaklega vel fyrir flug í sveitinni.
Nú er kominn Bixler V1.1 sem virðist vera töluvert endurbætt útgáfa af gamla góða Bixlernum. Hefur einhver náð sér í slíkan grip? http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... ouse_.html
Nú eða Bixler 2 http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _ARF_.html
Svo er það Hitec Sky Scout / Multiplex Easy Star. Þekkir einhver þessa vél? Að hvaða leyti er hún frábrugðin Bixler? http://www.jperkinsdistribution.co.uk/d ... ubcatname=
Bixlervinafélagið
Re: Bixlervinafélagið
Multiplex Easy Star var mjög vinsæl meðal FPV áhugamanna og byrjenda þar til Bixler kom í söguna. Reyndar var HobbyKing Bixler "ripoff" af Multiplex Easystar.
Miðað við það sem ég hef lesið á netinu þá er Multiplex Easystar töluvert dýrari og einungis 3 rása. Heyrði líka að hann kæmi með brush motor sem væri mjög kraftlaus, gæti verið að það hafi bara verið í eldri útgáfunni.
Miðað við hvað Bixler er ódýr og hvað gæðin eru bara ansi góð, þá mæli ég með Bixler þó svo það sé leiðinlegt að styðja ripoff. Svona er þetta bara! Ég hef ekki prufað Bixler 1.1 né 2.0 en miðað við hvað ég hef heyrt þá eru flestir mjög ánægðir!
Miðað við það sem ég hef lesið á netinu þá er Multiplex Easystar töluvert dýrari og einungis 3 rása. Heyrði líka að hann kæmi með brush motor sem væri mjög kraftlaus, gæti verið að það hafi bara verið í eldri útgáfunni.
Miðað við hvað Bixler er ódýr og hvað gæðin eru bara ansi góð, þá mæli ég með Bixler þó svo það sé leiðinlegt að styðja ripoff. Svona er þetta bara! Ég hef ekki prufað Bixler 1.1 né 2.0 en miðað við hvað ég hef heyrt þá eru flestir mjög ánægðir!
Re: Bixlervinafélagið
Ég keypti mér bixler 2 í lok seinasta sumars sem er reyndar enn í kassanum. Pabbi á bixler 1 sem ég hef flogið slatta og er mjög sáttur við. 1.1 lítur út eins og sniðug uppfærsla á 1, væri gaman að skoða það ef ég tek mér eitthvað frí frá fjölþyrlunum á næstunni
Re: Bixlervinafélagið
Það sakar kanski ekki að benda á ESCALE PHOENIX sem er fáanleg með eða án fjarstýringar:
http://www.jperkinsdistribution.co.uk/d ... %20E-Scale
http://www.jperkinsdistribution.co.uk/d ... %20E-Scale
Re: Bixlervinafélagið
Hér er ágætis umsögn um Hitec Sky Scout í Model Airplane News.
Mótorinn er 235 watta outrunner sem ég held að sé mjög þokkalegt fyrir svona vél. Hún kemur tilbúin fyrir hallastýri en servóin fyrir þau þarf að kaupa sér.
http://www.modelairplanenews.com/blog/2 ... ut-review/
Þetta er sama vélin og Multiplex Easy Star II.
Langt spjall: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1525403
Hér er grein um Sky Scout í Electric Flight: http://www.electricflight-digital.com/e ... _id=214856
Mótorinn er 235 watta outrunner sem ég held að sé mjög þokkalegt fyrir svona vél. Hún kemur tilbúin fyrir hallastýri en servóin fyrir þau þarf að kaupa sér.
http://www.modelairplanenews.com/blog/2 ... ut-review/
Þetta er sama vélin og Multiplex Easy Star II.
Langt spjall: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1525403
Hér er grein um Sky Scout í Electric Flight: http://www.electricflight-digital.com/e ... _id=214856
Re: Bixlervinafélagið
Það sem mér þykir gott við svona vél (Bixler, Hitec Sky Scout, Multiplex Easy Star, Escale Phoenix) er æði margt:
Tiltölulega ódýr.
Úr þrælsterku frauðplasti.
Hægt að fljúga nánast hvar sem er.
Þarf ekki flugbraut.
Engin hjólastell til að brjóta.
Flýgur nokkuð vel og svífur eins og engill. Auðvelt að rolla og lúppa ef mann langar til.
Frábær kennsluflugvél.
Maður er óhræddur við að fljúga í töluverðum vindi og með Guardian stabilizer er hún frábær í næstum hvaða veðri sem er.
Fljótlegt að gera við með súperlími ef með þarf.
Þar sem vélin er ódýr, sterk og flýgur vel, þá er maður óhræddur við að fljúga hægt og lágt yfir grastoppunum.
Auðvelt að breyta fyrir skjáflug (FPV).
O.s.frv. ...
Tiltölulega ódýr.
Úr þrælsterku frauðplasti.
Hægt að fljúga nánast hvar sem er.
Þarf ekki flugbraut.
Engin hjólastell til að brjóta.
Flýgur nokkuð vel og svífur eins og engill. Auðvelt að rolla og lúppa ef mann langar til.
Frábær kennsluflugvél.
Maður er óhræddur við að fljúga í töluverðum vindi og með Guardian stabilizer er hún frábær í næstum hvaða veðri sem er.
Fljótlegt að gera við með súperlími ef með þarf.
Þar sem vélin er ódýr, sterk og flýgur vel, þá er maður óhræddur við að fljúga hægt og lágt yfir grastoppunum.
Auðvelt að breyta fyrir skjáflug (FPV).
O.s.frv. ...
Re: Bixlervinafélagið
Tveir Bixler 2 eru hérna fyrir nordan og amk tvær Phoenix...
- Guðjón Hauks
- Póstar: 76
- Skráður: 22. Ágú. 2010 14:39:53
Re: Bixlervinafélagið
Ég undirritaður sæki hér með um inngöngu í Bixlervinafélagið. Með Kveðju. Guðjón Hauksson. Einn mesti Bixler frumkvöðull seinni tíma.
Re: Bixlervinafélagið
Það er auðvelt að gerast meðlimur í Bixlervinafélaginu, öðru nafni Hollvinasamtök Bixlers og bræðra hans.
Eina sem þarf til er að kunna að meta svona flugvélar og helst tilkynna áhuga sinn hér. Deila upplýsingum um hvað gera má til að gera góðan grip enn betri.
Bixler er hér notað sem samnefnari fyrir Hitec Sky Scout, Multiplex Easy Star, Escale Phoenix, Bixler, svo og annað af sömu ættkvísl.
Eina sem þarf til er að kunna að meta svona flugvélar og helst tilkynna áhuga sinn hér. Deila upplýsingum um hvað gera má til að gera góðan grip enn betri.
Bixler er hér notað sem samnefnari fyrir Hitec Sky Scout, Multiplex Easy Star, Escale Phoenix, Bixler, svo og annað af sömu ættkvísl.