Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Agust »

Hefur einhver tekið eftir hvort og hvar Bónus er að selja LSD? Þeir hafa stundum átt til Sanyo Eneloop.

Mig vantar nokkrar hvítar Sanyo Eneloop eða samsvarandi í stærðinni AAA eða um 800mAh, þ.e. þessar litlu sívölu...

Þetta er sem sagt LSD NiMH, eða Low Self Discharge Nickel Metal Hydride.

Ég fann ekki samsvarandi í Íhlutum í dag (grænar ReCyko).

Ég ætla að lóða þær saman í 5 sellu batterípakka.


Mynd

Sanyo rafhlöðurnar líta út eins og á myndinni, en svona LSD NiMH eru líka til frá öðrum framleiðendum og þá í öðrum lit...


(Smávegis um svona rafhlöður: http://www.candlepowerforums.com/vb/sho ... al-Results )
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þær dúkka stundum upp hérna í Njarðvík en ég hef ekki tekið eftir hvort þær eru til núna.
Kv.
Gústi
Passamynd
maggikri
Póstar: 5841
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir maggikri »

Þú ert væntanlega að meina þessar?
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _use_.html

kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Agust »

Já, þetta er líka LSD. Ég er þó ekki viss um að ég treysti þessu vörumerki eins vel og Sanyo og GP. Ég hef stundum séð hliðstæðar kínverskar rafhlöður (m.a. Byko minnir mig), en ekki viljað kaupa óþekkt merki.

Það eru margir sem framleiða LSD NiMH, en Sanyo var meðal þeirra fyrstu sem komu með æær á markaðinn. http://www.stefanv.com/electronics/low_ ... harge.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Gaui »

Ég hef séð þetta í Bóner hér á Akureyri -- ég skal gá ef ég skrepp þangað á morgun.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Ingþór »

ég fékk svona í Hveragerði í fyrra, það var nóg til þá...
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég á einn pakka af þessu (4stk)
Mynd

og þrjá af þessum (LSD)
Mynd

Ef eitthvað af þessu gæti hjálpað þá hafðu samband í 6958170?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Böðvar
Póstar: 483
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Böðvar »

Þú færð allar gerðir af rafhlöðum í rafvöruverslun sem er staðsett beint fyrir ofan Sundahöfn, man ekki hvað hún heitir í augnablikinu. Þar fékk ég litlar rafhlöður sem ég gat lóðað saman af NiMH gerð.
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Pitts boy »

Sæll Ágúst.
Ég er búin undanfarin 2 til 3 ár vara að panta og notaeingöngu Turnigy AA LSD 2400mAh rafhlöðurnar með mjög góðum árangri. Ég byrja alltaf á að mæla þær beint úr pakkanum og yfirleitt standa þær allar sömu volta tölu upp á .01 volt beint úr pakka og hafa reynst mér mjög vel, ætli ég eigi ekki eitthvað vel á fjórða tug svona AA sella og ekki ein klikkað ennþá hjá mér. Og svo rúsínan í pylsuendanum þær hafa verið að koma heim á ca 250-270kr pr. stykki.(Tek þær alltaf með orðið til að fylla upp í þyngdina í sendingunum) Ég nota þær í allt sem ég þarf í flugið (búin að lóða marga svona pakka saman) og líka stór myndavélaflöss og ýmiss önnur orkufrek rafhlöðu tæki.
Mæli hiklaust með þeim
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _use_.html
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...

Póstur eftir Agust »

Sælir og takk fyrir svörin.

Ég ætla að reyna að ná mér í 5 stykki fyrir helgi ti að setja í vél í sveitinni. Þetta er svo sem ekkert neyðarástand.

Ingþór benti á Bónus í Hveragerði. Kannski ég kíki þar inn ef ég á leið framhjá.

Batteríbúðin í Sundahöfn sem Böðvar benti á er líklega Ólafur Gíslason sem selur m.a alls konar brunavarnarbúnað.

Eyþór heldur að hann eigi svona til í Íhlutum en fann ekki í gær. Hann ætlaði að leita betur.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara