Gunni mætti með 50% Cub í sín fyrstu flug á Arnarvelli og var greinilegt að henni leið vel á heimavellinum. Katan fór líka í sitt fyrsta flugtog á Arnarvelli og leist líka bara svona ljómandi vel á, bara verst hvað það var lágskýjað á köflum og lítið um uppstreymi.
Þó nokkuð margir aðilar voru með myndavélar á svæðinu og við eigum eflaust eftir að fá að njóta mynda frá þeim á næstunni!
Takk kærlega fyrir kvöldið allir þeir sem mættu, aldrei að vita nema Gunni slái aftur upp viðlíka flugkomu!!!
Það er svo hægt að sjá fleiri myndir í myndasafni FMS.
Lúlli og Ingólfur í gangsetningu.
Steini og Árni að pússla Kötu saman.
Kaffisopinn var ljúfur.
Lúlli frumflaug Texan fyrir Gaujann.
Það gekk vel þangað til í lokin að mótorinn drap á sér.
En allt endaði þetta vel og Lúlli náði inn á braut.
Nóg var af vélum.
Lúlli og appelsínan á leið upp.
Okkar maður einbeittur á svip!
Toglestin að leggja af stað.
Neðra byrði skýjanna fannst von bráðar.
Samflug.
Kata á leið til lendingar.
Bombs away!
Sá bleiki á leið niður.
Gunni og Cub í góðum gír.
Pétur Hjálmars á leið upp til Gunna.
Cub samflug.