Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Böðvar »

Hanno Prettner margfaldur heimsmeistari í listflugi í flokki F3A, kom í heimsókn til Íslands og sýndi okkur færni sína á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli. Þessi mynd hefur aldrei verið sýnd áður nema smá búddar úr upptökum á félagsfum flugmódelfélagsins Þyts, sem ég hafði kóbíerað á VHS eða DVD.

Var að vinna við að setja myndina saman loksins núna í sept. 2013. Að sjálfsögðu átti ég allt efnið í kössum og skúffum og ef ég hefði ekki drifið mig í að klára þetta hefði þetta örugglega glatast.

Þetta myndefni tók ég upp á hágæða upptökugræjur sambærilegt og sjónvarpið notaði á þeim tíma. Þetta er tekið upp í 4 : 3 formatinu gamla kassalagaða TV formatið. En á þessari vídeó mynd er ég búinn að breita henni í 16 : 9 breiðtjalds formatið og er bara nokkuð sáttur við útkomuna þótt skotin verði meiri nærmyndir en upphaflega upptakan, en ég á myndina líka í því formati.

Eins og segir í auglýsingu í Mbl : http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638793
Í tilefni 50 ára afmælis Flugmálafélags Íslands og flugmálastjórnar verður haldin ......

Það tóku 70 flugvélar þátt í flugsýningunni, 40 Íslenskir flugmenn, 25 herflugvélar, fjöldi flugmódelmanna og 15.000 áhorfendur.

Á myndinni er margt að sjá, margar flugvélar og frábær flugatriði á góðum degi, einnig fjölda áhorfenda og má sjá mörg kunnuleg andlit þar á meðal.

Ég setti inn alla sem ég mundi eftir að hefðu verið að snudda í kringum þessa flugsýningu.

Þessi mynd er gjöf til ykkar allra frábæru flugmódelmenn með kvatningu um að gera góða hluti í framtíð.

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Agust »

Alveg er þetta frábært Böðvar. Einfaldlega frábært!

Minningarnar streyma fram. Það var alveg magnað þegar Dornierinn rollaði með dautt á öðrum hreyfli yfir höfðum okkar.

Flugmódelmenn stálu bókstaflega senunni. Flugskýli 1 var fullt af módelum sem héngu niður úr loftinu. Var ekki Axel Sölvason við hljóðnemann og Stefán Sæmundsson módelflugmaður, alvöruflugmaður og fulltrúi okkar í Flugmálafélaginu prímus mótor þessarar sýningar?

Á þessum tíma voru flugmódelmenn einstaklega samtaka og var þetta um svipað leyti og Hamranesflugvöllurinn varð að veruleika.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Eysteinn »

Takk fyrir myndina Böðvar.
Ég var þarna sem áhorfandi 11 ára. Ógleymanleg sýning.

Kær kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Gaui »

Þetta lilfir sterkt í minningunni. Þetta var óumdeilanlega flottasta flugsýning sem hefur verið haldin á Íslandi, fjölbreytnin mikil og pláss fyrir alla. Við módelmenn fengum góðan tíma til að sýna okkar flug, mig minnir að okkar slot hafi verið hálftími og mest af þeim tíma fékk Prettner.

Ég man líka að það varð atvik á þessari sýningu sem hefði getað orðið hræðilegt þegar þýsk TransAll var nærri því að reka vænginn niður, örfáa metra frá áhorfendum.

Takk fyrir þetta Böðvar

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Agust »

Smella á myndir til að stækka.

Þarna eru nokkrar myndanna frá herstöðinni sýnist mér. Þetta eru myndir sem ég fann í tölvunni, en þykist muna eftir fleirum.




Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd


Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Hanno Prettner í Reykjavík 22.ágúst 1986

Póstur eftir Böðvar »

Á þessa flugsýningu komu 15.000 áhorfendur og hér má þekkja nokkra flugmódelmenn meðal þeirra.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Svara